Leita í fréttum mbl.is

Líklega

Eignasafn Landsbankans er nú á líklegu. Ákafri líklegu. Þetta orð, líklega, er hægt að skilja á eitt hundrað og þrjá vegu. 

1. Um er að ræða eiginlega líklegu. Líkið liggur og rotnar á tilviljanakenndan hátt. 

2. Líkklæði Landsbankans eru færð inn í heim tölfræðinnar. Hér er um 101 möguleika að ræða. Núll eða einhverja tölu á bilinu einn til og með hundrað.

Í ljósi reynslunnar af eignum útrásarvíkina og strámanna þeirra, sem og nú eru til innheimtu, en sem að miklu leyti voru hugarfóstur (immaterial assets) í ársreikningum getulausra blómaskreytingamanna bankanna, þá er hægt að ganga út frá því með mikilli vissu, að hér og þar er ekki nándar nærri allt sem okkur sýnist.

Ég treysti ekki á eignasafn Landsbankans. En ég treysti ennþá minna á það sem stjórnmálamenn segja okkur um einmitt þetta sama "eignasafn". 

Þegar póltík blandast í eignasafn Landsbankans, getum við verið viss um að hér sé gengið áfram á vatni útrásarmanna. En í þetta skiptið á vatnið að halda allri þjóðinni uppi. Til að það gangi upp, þarf heitasta helvíti fyrst að hraðfrjósa þvert yfir.
 
Ríkisendurskoðun elskar orðið "líklega" svo óendanlega miklu meira en orðið "kannski". Ekki satt?
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 21. febrúar 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband