Leita í fréttum mbl.is

Nýtt frá Evru-Víetnam styrjöldinni fyrir botni Brussels

Armageddon bankinn 
 
Skyndilegt gjaldþrot Armageddon bankans (Amagerbanken) í Danmörku hefur breytt miklu hvað varðar áhættumat fjárfesta í banka- og ríkisfjármálageira evrusvæðis. Starfsmenn danska ríkisins, Fjármálalegs stöðugleika, hafa hér framið stærstu fjármálalegu mistök í sögu Danmerkur segja sérfróðir. Þeir pumpuðu fyrst 1,2 miljörðum DKK í bankann fyrir 16 mánuðum. Svo komu þeir þrjá mánuði í gjaldþrot og pumpuðu 13,5 miljörðum DKK í þennan banka sem Financial Times nefnir Armageddonbanka. Þeir sáu ekki einu sinni þrjá mánuði fram í tímann. Eignasafnið gufaði bara upp. Fyrir þessa upphæð hefði danska ríkið getað byggt nýtt sjúkrahús og bætt heilbrigðiskerfi landsins sem áratugum saman hefur verið að þrotum komið; FT | Børsen

Lántökukostnaður Portúgal 10 ára ríkisbréf 18 feb 2011
Portúgal
 
"Portúgal er að drukkna" (í evrum) segir ónefndur en greinilega nokkuð greindur starfsmaður Evru-Brussles við Reuters. Það sjá allir því lántökukostnaður portúgalska evruríkisins á Össurarlegum-okurvöxtum er orðinn ósjálfbær snjóblotahnoðari án enda fyrir fjármálastöðu ríkissjóðs landsins. Portúgal mun ekki halda út lengur en til loka mars mánaðar segir Brusselmaðurinn. Það verður þá þriðja evruríkið sem er að þrotum komið vegna þátttöku í myntbandalagi Evrópusambandsins, og sjötta ESB-landið sem fer á gjörgæslu Alþjóða Gjaldeyrissjoðsins og gjaldþrotasjóðs Evrulanda. Portúgal hefur ekkert annað gert af sér en að vera óþýskt land Suður-Evrópu sem tók upp evru. 

Írland 
 
Stærsta bankarán Írlands var framið af bönkunum sjálfum og í miðju regluverki Evrópusambandsins. Írland er þess vegna því sem næst ríkisgjaldþrota. Það álpaðist til að taka upp evru og var af eigin ríkisstjórn, Brussel og meðfæddum erfðagöllum myntbandalagsins, þvingað til að ábyrgjast skuldir bankaræningja: Bankarán

Þessar fréttir fást ekki á RÚV.

DDRÚV - skömm Íslands
 
Fréttastofa Ríkisútvarpsins sem heitir DDRÚV er rauð þjóðarskömm. Bjarga ætti menningararfi samtímasögu Íslands úr klóm þess. DDR-hönnunardeild fréttastofu þessarar stofnunar á sér varla tilverurétt lengur. 
 
Fyrri færsla
 


Bloggfærslur 18. febrúar 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband