Leita í fréttum mbl.is

Það gengur svo "óskiljanlega vel" hjá okkur

Det går "ufattelig godt", sagði Thor Pedersen. Þessi voru orð danska fjármálaráðherrans þegar hálftíma í hrun var såhh mikill hagnaður af fjármálum danska ríkisins. Verkalýðsfélög opinberra tóku hann á orðinu og fóru í kröfugöngur. Þau vildu fá arðinum úthlutað, fyrirfram. Einmitt. Óskiljanlegt var það væni minn. Óskiljanlega gott. 

En svo kom árið 2008 og þar næst árin 2009 og 2010. Á aðeins þremur árum var danska ríkið fláð úr skyrtunni. Bankapakki I, Bankapakki II, Bankapakki III og svo mesti samdráttur í útflutningi og landsframleiðslu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. 

"Óskiljanlegt" dúndrandi tap danska ríkissjóðsins fékk Maastrichtmennin til að hoppa hæð sína í loft og skipun um immed niðurskurð kom í urgent SMS frá Brussel. Danska ríkið limpaðist niður og loftið lak óskiljanlega hratt úr ríkiskassanum.    

Gjaldþrot Amagerbankans í fyrri viku hefur gerbreytt afstöðu manna til danska bankakerfisins. Þetta lá ekki í augum uppi, en hefur nú samt gerst. Óskiljanlega hratt. Sleggjan kom í nótt og fláði lánshæfnismat danskra banka. Samt höfðu embættismenn Fjármálalegs stöðugleika danska ríkisins andað að sér upplýsingum um lánasafn bankans vikum saman og einni mínútu í gjaldþrot.

Þeir sem halda að Iceasave þýði betri aðstæður á fjármálamörkuðum fyrir Ísland eru að mínu mati geðbilaðar staðgöngumæður fyrir afkvæmi fjárglæframanna. Ef svona staðgöngumæður finnast á Alþingi þá þekkjast þær á völtum fótum, þungaðar mjög, og á hraða hlaupum frá þjóðinni, með lýðræði landsins í seðlaveskinu. Þær munu falla.  

Ég leyfi mér að efast um geðheilsu þeirra sem sitja í ríkisstjórn. Geðheilsu formanns Sjálfstæðisflokksins hefur sem kunnugt er hrakað mjög skyndilega og lýsir sér sem geðsýktri og óskiljanlegri þörf á að hlaupa fyrstur allra fyrir hvaða björg sem fótum eru næst.  

Þetta er sami andinn og var í íslenskum bönkum á fjárglæfraárunum. Við erum ósigrandi. Við vitum allt, við tökum áhættuna og stingum henni svo upp í kjaft þjóðarinnar.
 
Asnar!
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 16. febrúar 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband