Leita í fréttum mbl.is

Þránuð hyggja: uppbygging valdabandalaga, til dæmis ESB

Þegar valdabandalög hrynja saman í upprunalegar rústir sínar, þá leiðir það yfirleitt til styrjalda.

Evrópa er alltaf með vissu millibili nokkuð samfelld rjúkandi rúst. Það er vel hægt að fyrirgefa mönnum sem spyrja þeirrar spurningar hvort upphafs staða Evrópu sé sú að vera meginland rjúkandi rústa. 

Þegar allt er komið í rjúkandi rúst, þá byrjar uppbyggingin góða. Svo koma áætlunargerðarmennirnir snjöllu. Þeir selja þeim sem eru í rústunum enn eina útópíuna um hvernig megi nú forðast það að allt sé sprengt í tætlur á ný. Mikil uppbygging valda- og áhrifatóla hefst. Þau stækka og stækka. Meiri áhrif. Meiri völd. En svo kemur hið óhjákvæmilega. Í ljós kom að farið hafði verið einni evrunni of langt. Einum til tveimur Lissabon sáttmálanum riðið of oft. Og einum björgunaraðgerðunum þrýst of strangt.   

Margir halda að það sé manninum eðlilegt að vera vakandi en ekki sofandi. En svo er ekki. Þegar þú fæðist gefur líkami þinn frá sér efni sem vekur þig eftir langan svefn í móðurkviði. Ef þetta væri ekki svona, þá myndir þú fæðast sofandi og lifa sofandi alla þína æfi. Sem sagt: upphafs staða mannsins er að vera sofandi. En svo vaknar hann. Þeir sem geta ekki sofið framleiða of mikið af vökuefnum. Þetta er ekki öfugt. 

Glaðvakandi Evrópa er ekkert sem menn ættu að óska sér. Hún er best á meðgöngutímanum. Hann hentar henni best. Hér ættu allir heilbrigðir menn að byrja að vera hræddir.

WirtschaftsWoche: Axel Weber fer - verðbólgan kemur inn

Forsíða hins vikulega þýska viðskiptablaðs, Wirtschaftswoche.

Þess var ekki lengi að bíða að hin eina - en nú brostna - von Þjóðverja um stöðugan gjaldmiðil í Þýskalandi kæmi út á pappír. Almenningsálitið verður evrunni ekki hagstæðara en þetta blað atvinnurekenda sýnir hér á forsíðu sinni, sem helguð er brottför Axels Weber úr þýska seðlabankanum, og um leið sem kandídats til embættis seðlabankastjóra evrunnar.

 Axel Weber fer - verðbóga kemur

 

Google þýðing, nokkuð hroðaleg, úr þýsku yfir á ensku, á fyrsta hluta greinarinnar. En skilaboðin eru skýr.

How this is actually when the pilot leaves the ship - or is gone? By Federal President Horst Köhler and Hessen Minister President Roland Koch has Axel Weber's no-longer-candidacy for the German Bundesbank and European Central Bank in just seven months another alpha male struggle for dominance in the pride of the German political elite unilaterally and prematurely terminated the said . But while the President gives more of a friendly breakfast and director of the Hessian Minister President emits only relevance in the radius of a large church tower, are time and context of the resignation of the Bundesbank president far more momentous:

Without Weber lacks the monetary policy hawks in the presidency of the European Central Bank (ECB), the guide, the German was seen as a guarantee that the ECB in tradition and inheritance of the German Bundesbank monetary stability to the utmost to defend, freeing up the central bank influences the policy and ensure that the monetary union are not completely degenerate to a European transfer union.

If Weber does not like, Chancellor Angela Merkel a candidate for the ECB to peak. Thus loses its policy for the EU common currency in political credibility - to the hard-held down critics, inflation, and redistribution-loads of German taxpayers fear get the upper hand; Þýska vefútgáfan 

Tengt efni

Þá voru 155 hagfræðingar sammála um eitt 

Fyrri færsla

Skortur á fjárfestingum hamlar samkeppnishæfni Frakklands


Bloggfærslur 15. febrúar 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband