Leita í fréttum mbl.is

Danskir lífeyrissjóðir vilja ekki snerta ríkisskuldir gjaldþrotinna evruríkja

Denmark's Biggest Pension Fund ATP Says It Won't Touch Peripheral EU Bonds 
"Þegar við fjárfestum í skuldabréfum þá gerum við þá kröfu til fjárfestinganna að enginn vafi sé á að við fáum peninga okkar greidda til baka. Við snertum ekki ríkisskuldabréf evruríkja á borð við Grikkland, Írland, Spán, Portúgal og svo framvegis. Við kaupum eingöngu ríkisskuldir af Þýskalandi og - en samt í minna mæli - af franska ríkinu."
 

Skuldatryggingaálag: 5 ára ríkisskuldabréf. Vika 1 2011

Evruríkið Grikkland---1031 punktar

Evruríkið Írland ------610 punktar

Evruríkið Portúgal-----496 punktar

Evruríkið Spánn--------346 punktar

Fullvalda Ísland-------259 punktar 

Danskir lífeyrissjóðir hafa sem sagt ekki komið auga á Evrópuvexti Össurar Skarphéðinssonar (því miður ráðherra) sem af þjóðkunnri fávisku, og þar að auki að eigin sögn, hefur ekki hundsvit á banka- og fjármálum samfélags þess sem hann utangátta er fulltrúi fyrir. Evrópuvexti þessa auglýsti maðurinn í hálfsíðu auglýsingu fyrir heimsku sinni í Morgunblaðinu, fyrir all nokkrum vikum og gjaldþrotnum evruríkjum síðan. 
 
Anders Dam forstjóri Jyske Bank heldur ræðu í evrópunefnd danska þingsins
 
Þegar fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, Andesb Fogh Rasmussen hélt því blákalt fram í Evrópunefnd danska þingsins að allir sæju að það kostaði að standa utan við evruna, þá sagðist bankastjóri Jyske Bank, Anders Christian Dam, ekki heita Allir. Hann benti þessum þáverandi forsætisráðherra á að þau ríki sem hafa sinn eigin gjaldmiðil eru alltaf álitin vera betri skuldarar en þau ríki sem eiga engan eigin gjaldmiðil, hafa ekkert peningavald lengur og ekkert vaxtavopn í verkfæratösku samfélagsins. Hvers vegna er þetta svona? Jú, vegna þess, sagð Anders Dam, að markaðurinn veit mjög vel hvað það er sem býr til greiðslugetu og þar með lánstraust ríkisjóða; það er atvinnustigið og atvinnan í landinu. Hún sér ríkissjóði fyrir öllum tekjum sínum. Ef þessi atvinna þornar upp vegna þess að myntin útilokar samkeppnishæfni hagkerfisins, þá verða of margir atvinnulausir og tekjur ríkissjóðs gufa hraðar upp en hagstofan nær að slá þurrafúa innviða samfélagsins inn í stóru töflurnar fyrir glataða landsframleiðslu hagkerfisins.

Þess vegna, mínar dömur og herrar, er betra en vera sænsk, norsk, íslensk og svissnesk ríkisskuld í dag en að vera ríkisskuld sem enginn vill og ekkert getur í gjaldþrotnum ríkjum gangslausustu myntar veraldar; evrunni og myntbandalagi Evrópusambandsins.
 
Uppskrift: Fyrst lýgur maður einu myntbandalagi að 16 löndum með aftansöng níundu rúgbrauðssymfóníu Evrópusambandsins. Svo sprengir seðlabanki Evrópusambandsins hagkerfi nokkurra landa myntsvæðisins í loft upp, með neikvæðum raunstýrivöxtum í heilan áratug. Svo neitar markaðurinn að fjármagna vandræði þessara ríkja. Þau eru því orðin reköld og verr sett en flest ríki veraldar. Svona er að missa fullveldið.
 
Lönd ársins 2011 í Evrópu verða Noregur og Sviss. Þau eru ekki í Evrópusambandinu - og verða það aldrei.
 
 
Tengt efni
Fyrri fræsla

Bloggfærslur 5. janúar 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband