Leita í fréttum mbl.is

Evruríkjaskuldir orðnar tapsgefandi fyrir alþjóðlega fjárfesta

Fullveldi, peningastefna og vaxtavopn þeirra evrulanda sem heita ekki Þýskaland né Frakkland 
Mynd. Skoðað í pakkann; Fullveldi, peningastefna og vaxtavopn þeirra evrulanda sem heita ekki Þýskaland né Frakkland
 
Fyrsta fjármálafyrirtækið hefur nú tilkynnt að það bókfæri hér með fjárfestingar sínar í ríkisskuldabréfum evru-ríkis Evrópusambandsins sem tapsgefandi fjárfestingu og væntir þar með ríkisgjaldþrots evru-ríkis. Um er að ræða austurríska fjármálafyrirtækið Vienna Insurance Group og fjárfestingar þess á hinu svo kallaða örugga myntsvæði Evrópusambandsins sem nú þokast hægt en örugglega nær brún hengiflugs fjöldaríkisgjaldþrota og upplausnar; DJ Newswires
 
Vienna Insurance Group álpaðist til að kaupa ríkisskuldabréf evruríkis Grikklands.
 
Listi hálf- og heilþrota ESB-ríkja í skuldatryggingaálögum myntbandalags Evrópusambandsins
  • EVRURÍKIÐ GRIKKLAND: 906 PUNKTAR   
  • EVRURÍKIРÍRLAND: 618 PUNKTAR
  • EVRURÍKIÐ PORTÚGAL: 456 PUNKTAR
  • EVRURÍKIРSPÁNN: 266 PUNKTAR
Þökk sé heilræði og aðgerða Davíðs Oddssonar fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde forsætisráðherra í bankahruninu, er samsvarandi skuldatryggingaálag á ríkissjóð Íslands nú aðeins 258 punktar. Spá Davíðs haustið 2008 hefur því ræst að fullu. Alþjóðlegir fjárfestar telja öruggara að Ísland geti greitt ríkisskuldir sínar en ofangreind evruríki sem njóta Evrópuvaxta Össurar M. Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Ríkissjóður Grikklands greiðir nú sömu vexti og almenningur fær á VISA-yfirdrætti glóandi greiðslukorta.
 
Reynið svo að ímynda ykkur hversu hagstætt það verður landi okkar þegar núverandi ríkisstjórn Íslands fer loksins öll alveg frá öllum völdum. Vonandi er stutt í fall ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Út-mánuðir eru rétt að renna upp. 
 
Fyrri færsla

Bloggfærslur 30. janúar 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband