Leita í fréttum mbl.is

Síðasti farmiðinn með ESB-Titanic var neyddur upp á Eistland

Síðasti farmiðinn með Titanic 

Mynd; plakat fullveldissinna í Eistlandi 

Það var ekki um neitt annað að velja fyrir Eistland þegar landið tók niður fána fullveldis landsins í peningamálum, og hysjaði upp úr pólitísku svaði Evrópusambandsins eina pólitíska mynt sem heitir evra, þann fyrsta janúar, sem var í fyrradag. Komu evru til Eistlands er líkt við snjókomu, ekkert annað hægt að gera en að sitja og horfa á.

Sú mynt, evran, er að reynast Evrópu jafn illa og sovéskur áætlunarbúskapur reyndist þegnum Sovétríkjanna. Um það bil 80 af 500 milljón manns Evrópusambandsins lifa nú í skugga og á barmi fátæktar og hefur bæði fátækt og atvinnuleysi aldrei verið meiri og algengari í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Hér spilar evran stórt hlutverk því hún hefur fjarlægt hagvöxt og velmegun úr hagkerfum evrulanda og sett þar inn í staðinn stöðnun, hnignun, visnun og eytt trú þegnanna á efnahagslegar framfarir og einnig eytt lýðræði, sjálfsákvörðunarrétti og gjörvileika þeirra þjóða sem búa undir oki þessarar pólitísku myntar embættismanna Brusselveldis Evrópu.

Hér með sendi ég Eistlendingnum öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur vegna fullveldismissisins. Það sama gerir Nóbelshagfræðingurinn Paul Krugman. Svona fer þegar lönd ganga í Evrópusambandið. Tönn fyrir tönn er fullveldi þeirra eytt.

Sorry sagði forsætisráðherra Eistlands, við urðum að gera þetta þó svo að meirihluti þjóðarinnar sé þessu andvígur. Öllum þjóðum sem ganga í Evrópusambandið frá og með 1994 er skylt að eyða sinni eigin mynt, afsala sér öllum rétti til peningaútgáfu um alla framtíð og þar með öllu sjálfsforræði í mynt, vaxta og peningamálum. 

Sumum þykir þetta fínt. En einu sinni voru falskar tennur í tísku. Þegar flugbeittar tennur fullveldisins eru einu sinni farnar, þá koma þær aldrei aftur. Þegar fullveldið hverfur, þá deyja þjóðfélög. Fullveldi þjóða vex ekki á trjám. Frelsi og fullveldi eru vöðvabúnt velmegunar og farsældar. 

Krækjurnar; Congratulations to Estonia - or Maybe Condolences? | 1. januar 2011: Estland får sidste billet til Titanic

Fyrri fræsla

Brakandi ESB-þurrkur. Gefið okkur tífalt bankahrun. 


Bloggfærslur 3. janúar 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband