Leita í fréttum mbl.is

Lánshæfiseinkunn Japans lækkuð: Mynd af sömu svörtu framtíð og bíður Evrópusambandsins

Þar kom að því
 
Morgunblaðið skrifar; 
 
Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur lækkað lánshæfismat japanska ríkisins um einn flokk, úr AA í AA-. Segir fyrirtækið, að ástæðan sé miklar skuldir ríkissjóðs Japans. Fram kemur í umfjöllun S&P að skuldahlutfalla Japans sé þegar eitt hið hæsta í heimi og skuldirnar muni aukast enn næstu 10-15 árin.
 
 
Mannfjöldaspá Japans 
Mynd af svartri framtíð. Lífið eftir japönsku 
 
Mannfjöldaspá fyrir Japanska hagkerfið næstu 95 árin. Þessi spá jafngildir því að Íslendingar allir yrðu aðeins um 100.000 talsins eftir 95 ár. Þegar faðir minn góði og nú sálugi fæddist árið 1921 voru Íslendingar um það bil 94.000 talsins. Þetta var fyrir aðeins 89 árum. Þegar ég fæddist árið 1956, eða 35 árum seinna, voru Íslendingar orðnir 159.000 talsins. Í dag eru þeir um 315.000. Þetta kallar maður framfarir og að eiga bjarta framtíð.
 
Evrópusambandið er eins og jafnvel enn verr sett
 
Það leiðinlega við þessa japönsku mynd er eðlilega það, að fyrir Japani þýðir þetta endalok velmegunar. En svona verður ástandið í flestum ríkjum Evrópusambandsins einnig. Ömurlegt framtíð er í vændum fyrir flest ríki ESB. Það er ógerningur að snúa þessari þróun við nema á hundruðum ára. Þannig virkar útsæðislíkan bænda (e. farmers seed model) fyrir Homo Sapiens. Að finna eina konu á frjósemisaldri á þessari mynd mun kosta mikla leit. Ef þær geta flúið svona samfélag þá munu þær örugglega gera það. Þær munu að minnsta kosti ekki vilja fæða börn inn í svona ruglað samfélag. Þær fara í verkfall. Japanskar konur fóru í verkfall. Nútíminn kom aldrei til þeirra; Life After Japanese (uppfært: það er sennilega nauðsynlegt að taka það fram að þessi færsla er ekki 1. aprílgabb
 
Vísitala raunverðs húsnæðis frá 1. ársfj 1970 = 100  til 4. ársfj. 2008 Japan - Þýskaland - OECD lönd 
Mynd; raunverð húsnæðis í ÞÝS, JAP og OECD frá 1970
 
Þróun fasteignaverðs í öldrunarhagkerfum Evrópusambandsins á næstu 40 árum 
 
Svona mun þróun fasteignaverðs verða í Evrópusambandinu á næstu 40 árum ef marka má rannsóknir Bank for International Settlements (BIS) á síðasta ári:
 
BIS Demographic impact on housing
 
Lækkun á næstu 40 árum:
  • Portúgal: 85 prósent lækkun
  • Spánn: 75  prósent lækkun
  • Grikkland: 75 prósent lækkun
  • Þýskaland: 75 prósent lækkun
  • Ítalía: 70 prósent lækkun
  • Austurríki: 60 prósent lækkun
 
Athugið að hér er þróun fasteignaverðs í Austur-Evrópu ekki með í myndinni en þar verður ástandið ennþá skelfilegra en í gömlu kjarnalöndum Evrópusambandsins.
 
Hér er skýrslan frá BIS
 
1000 gjaldþrota verslunargatan í Japan 
Svona líta sumar verslunargötur úr í öldrunarhagkerfum. Myndin er frá bakhlið gjaldþrota verslunargötu í einu fremsta öldrunarhagkerfi heimsins; Japan - og er fengin að láni úr greininni: þúsund gjaldþrota verslunargatan.
 
Óðaöldrun (e. hyper ageing) hinna barnlausu samfélaga Þýskalands, allrar Suður-Evrópu, allrar Austur-Evrópu, Eystrasaltsríkja og Japan er ekkert grín. Hver vil fjárfesta í deyjandi eignum?

Úr þættinum dauði Evrópu í dr.dk 
Svona lítur niðurrif þriggja miljón þýskra íbúða út. Glæsileg þróun í hinu útflutningsháða öldrunarhagkerfi Þýskalands. Myndin er úr þættinum "dauði Evrópu" sem sýndur var í danska DR2 sjónvarpinu 2009. Hin eina óendurnýjanlega náttúruauðlind Evrópusambandsins er að deyja: fólkið í ESB. Mikið verða þingkosningar spennandi í svona samfélögum þar sem 70 prósent kjósenda verða komnir yfir sextugt. Um helmingur kjósenda í Þýskalandi eru orðnir sextugir nú þegar. 
 
Þýskaland; öldrun samfélagsins 
Þýskaland; mynd úr öldrunarhagkerfi (DR2)
 
Þýskaland; öldrun samfélagsins 2 
Þýskaland; mynd úr öldrunarhagkerfi (DR2)
 
Tengt efni

Fyrri færsla

mbl.is Lánshæfiseinkunn Japans lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. janúar 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband