Leita í fréttum mbl.is

Eru sum lönd ESB þegar orðin "hálf-nýlendur?"

Aðalritari samtaka evrópskra verkalýðsfélaga, John Monks, hefur krafist fundar með stjórnanda mynt & efnahagsmála ESB, Olle Rehn, samstundis. Ástæðan er grunur írskra sem annarra verkalýðsfélaga um að það hafi verið framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem stóð fyrir því að lágmarkslaun á Írlandi voru skyndilega lækkuð um 12 prósent með ákvörðun meirihluta ESB-væddrar ríkisstjórnar Írlands á þingi landsins, eða um 40 evrur á viku fyrir þá lægst launuðu í samfélagi Íra. Þetta er "dagur skammarinnar" sögðu írsk verkalýðsfélög fyrir jólin. 

Einn af helstu ráðherrum írsku ríkisstjórnarinnar sagði fyrir jól að það hafi verið framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem krafðist lækkunarinnar. Samskonar fréttir hafa borist frá Grikklandi og er vitnað í ströng skilyrði hins svo kallaða hjálparpakka sem á að bjarga myntbandalaginu frá upplausn.

John Monks aðvarar um að þessi þróun þýði að ESB-löndin fái stöðu innan Evrópusambandsins sem eins konar "hálf-nýlendur": EFN
 
Fyrri færsla

Bloggfærslur 23. janúar 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband