Leita í fréttum mbl.is

Andspyrnuhreyfing lýðveldis okkar hafði rétt fyrir sér

Evrópusambandið þróast hratt í átt að ráðstjórnarríki.

Evrópusambandið er óvinur lýðræðis, sundrar Evrópu og eykur hættuna á innri ófriði.

Myntbandalag Evrópusambandsins er gangslaust og skaðlegt. Til að það virki þarf sameignlegan ríkissjóð og sameiginlega skattheimtu í ríkjum sambandsins. Þetta mál er í skrúfstykki sjálfheldunnar. Ef myntin á að lifa af þarf ESB að verða að Bandaríkjum Evrópu Annars leysist hún upp.
 
Myntbandalalgið hefur eytt hagvexti á evrusvæðinu. Sameiginleg mynt hefur ekki leitt til meiri viðskipta á milli evrulanda.
 
Myntmálin eru miklu dýpra mál en flestir á Íslandi héldu þegar örþrifaumræða hófst um það málefni árið 2008. 

Sjálfstæð mynt og fullveldi í peningamálum er órjúfanlegur hluti fullveldis sjálfstæðra ríkja.

Hinum efnahagslega samruna landa Evrópusambandsins er lokið. Sá lagarammi er kominn. Það sem nú er í gangi í Evrópusambandinu er hinn pólitíski samruni ríkja sambandsins. Hann er þvingaður, miðstýrður og ráðstjórnarlegur.
 
Evrópusambandið er gagnslaust. Eftir 28 ár í því er Grikkland gjaldþrota þrátt fyrir að landið hafi veið á bænum í ESB í öll 28 árin. 

"Finnska leiðin" reyndist vera lygar. 2009 var versta ár samdráttar í Finnlandi síðan 1918. Landsframleiðsla landsins dróst meira saman en á Íslandi, eða um heil 9 prósent, sem er sleggjuhöggið vegna þátttöku landsins í myntbandalaginu. 

Írland (ECB poster boy) sem notað var á plakötum seðlabanka Evrópusambandsins er nú á barmi ríkisgjaldþrots og sést hvergi í útstillingargluggum þess rammpólitíska seðlabanka. 

Fimm af 27 ríkjum Evrópusambandsins eru í meðferð hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum.
 
Eina óendurnýjanlega náttúruauðlind Evrópusambandsins er fólkið sjálft. Það hvorki fjölgar né viðheldur sér. BIS segir í rannsókn að þessi ömurlega demógrafíska þróun í ESB muni þýða 70-90 prósent lækkun fasteignaverðs í helstu löndum sambandsins á næstu 40 árum. ESB er orðið að meginlandi tapara og hnignunar í höndunum á Brussel. Þar er framtíðin kolsvört. ESB er orðið stærsta elliheimili heimsins. Ungu fólki verður þar ekki vært í framtíðinni. 
 
Lissabon 2000 markmið Evrópusambandsins eru ennþá aðhlátursefni. Árangur þeirra er verri en árangur 5 ára áætlana Sovétríkjanna var. Nú er komin ný 10 ár áætlun blómaskreytingamannanna frá Brussel. Hún heitir 20 20.
 
Atvinnuleysi hefur verið massíft þungt í ESB síðustu 30 árin. En nú er svo komið að aldrei hafa jafn margir verið atvinnulausir og á barmi fátæktar í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. 

Af öllu þessu má sjá að Evrópusambandið er fullkomlega gangslaust fyrirbæri og í besta falli skaðlegt fyrir Evrópu. Fyrir Ísland yrði það banvænt. 
 
Fyrri færsla

Bloggfærslur 13. janúar 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband