Leita í fréttum mbl.is

Vilja að fjármálaráðuneyti og/eða ríkissjóður Evrópusambandsins verði settur á laggirnar

El Pais skrifar að í skjölum frönsku ríkisstjórnarinnar sé lagt til að sett verði á laggirnar fjármálaráðuneyti og/eða ríkissjóður landa Evrópusambandsins. Að þetta sé rökrænt framhald á myntbandalagi Evrópusambandsins og að þetta hafi alltaf vantað frá stofnun þess. Hert eftirlit vanti með fjármálum ESB-landanna og þar af leiðandi þegna þeirra; El Pais

Stutt yrði þá í skattheimtu erlends klíkuvalds í löndum ESB og samkeyrslu tölvuupplýsinga um alla ríkisborgara sambandsins. Eins og of fáir vita er öllum löndum ESB, nema Bretlandi og Danmörku, skylt að leggja niður sína eigin mynt og taka upp evru Evrópusambandsins. Mörg lönd Evrópusambandsins ramba nú á barmi ríkisgjaldþrots og geta ekki fjármagnað sig í þessari mynt sem þeim er skylt að innleiða og nota eingöngu. Ekki er vitað um afgerandi mikilvæga afstöðu Möltu-77 í þessu máli sambandsins. 
 
Tengt
 
Árið 1986 sagði forsætisráðherra Danmerkur við dönsku þjóðina að ekkert væri að óttast, Evrópusambandið yrði aldrei til. Hugmyndin væri andvana fædd. Danir gengu á sínum tíma í EF en ekki í ESB. Þarna árið 1986 var fyrirbærið einungis tollabandalag og hét EF1986, Evrópusambandið er steindautt
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 11. janúar 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband