Leita í fréttum mbl.is

Aflátsbæn sænsks evrusinnna

"Þá var ég ráðinn hjá Liberala ungdomsförbundet og sem heilsdags evrusinni. Samt minnist ég þess ekki að við ræddum stjórnmál nokkru sinni. Þess í stað þeystum við um landið og deildum út ókeypis baðboltum, kaskettum, lyklahringum og Guð veit hverju fleira með "Já við evru" boðskapnum á. Allar auglýsingatöflur í landinu voru þaktar með boðskapnum frá okkur. Við eyddum meiri fjármunum í evru-lógó-auglýsingar í tímaritum en nei-sinnar eyddu í alla baráttu sína. 

Nei-sinnar höfðu á hinn bóginn dálítið annað; þeir höfðu rökin. Á meðan við píptum um evru sem friðarverkefni þá kynntu nei-sinnar alvöru og þekkta hagfræðinga fyrir þjóðinni og sem vöruðu við evrunni. Við romsuðum upp tilbúin og gegnum tuggin rök, en vantaði í flestum tilfellum þekkingu á málefninu. Þess utan réðum við yfir ótakmörkuðu fjármagni. Við réðum til og með fólk til starfa til að spjalla í netheimum á meðan ólaunaðir nei-sinnar festu með teiknibólum upp A4 blöð á tilkynningatöflur bæjarfélaga. Þar sem peningarnir streymdu inn fossaði gáfnafarið út. Á þessum mánuðum komst Svíþjóð mjög nálægt pólitískri geðsýki. 

Ég skammast mín fyrir þátttöku mína í þessari herferð og ég vona að þeir sem fjármögnuðu hana skammist sín líka."

 
Mikið verður það ó-geðslegt þegar paymeter Egill Helgason, fréttastofa DDRÚV, samtök Akrypplinga, ASÍ, Auður Klapptal, Evrópusampökkin og önnur slík samtök upplýstra fábjána, svo og forsætisráðherraínan, utanríkisráðherra Munchausen og fjármálaráðherrann svikuli, koma vælandi að biðja þjóðina um að fyrirgefa sér aðframkominn aumingjaskap á háum launum frá hverjum sem borgar. Skrölt ormanna verður þá átakanlegt. Þá verður ekki gaman að hafa verið svikull bankastjóri, landsölumaður og útrápari í ÚTRÁS II, version ESB.
 
ÚTRÁS II © skrásett ESB-vörumerki RÚV 
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 10. janúar 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband