Leita í fréttum mbl.is

Davíð Oddsson hafði rétt fyrir sér; fjárfestar hafa nú meiri trú á Íslandi en á evruríkinu Írlandi

The Illustrated Road to Serfdom Planners 

Evruskjól Samfylkingarinnar, hluti I

Myndi skuldatryggingaálag og vaxtakrafa á ríkissjóð Írlands lækka ef landið tæki upp evrur? Nei það myndi ekki lækka því Írland er nú þegar með evrur og hefur verið það í 10 ár.

 
David MCWilliams; "Iceland’s main interest rate was lowered on Friday to 6.25 per cent, while its ten-year debt is also trading around this level. Ireland’s cost of long-term, borrowing rose on Friday to 6.5 per cent. So Irish interest rates are now higher than Icelandic interest rates. Icelandic interest rates are now lower than Irish rates: just take that in for a second."

 
Myndu lánskjör írska hagkerfisins batna við það að taka upp íslenska krónu? Já, ef landið myndi fara eins að og landið í norðri, sem gerði allt "rangt" samkvæmt hinum viðtekna sannleika Samfylkinga Íslands, seðlabankastjóra Samfylkingarinnar við Kalkofnsveg og samkvæmt ESB-klappliði Írlands. En þetta getur Írland bara ekki gert því það hefur enga mynt nema þessa þýsku sem þeir ráða engu um. Írland er orðið ósjálfbjarga. Það varð afvelta í evrum.
 
"The country that defaulted on debts, shut down its delinquent banks, burned the bondholders, allowed its currency to fall and did everything ‘wrong’, according to the Irish establishment now, is regarded by the financial markets as a safer bet than Ireland"  
 
 
Hvernig spilling og heimska drap keltneska Tígurinn
Nú eru sem sagt lánskjör íslenska ríkisins hagstæðari en þau lánskjör sem Írlandi bjóðast. Vextir eru lægri á Ísland. Alþjóðlegir fjárfestar líta alltaf fram á við. Þeir hugsa fyrst og fremst um það hvernig landinu mun vegna í framtíðinni en ekki hvernig því vegnar á ísaldar fortíð Steingríms J. Sigfússonar, sem getur ekki beiðið eftir að fá að troða skuldum óreiðumanna ofaní hálsa íslenskra skattgreiðenda. Þurrka tapinu yfir á almenning eftir að gróðinn fyrst hafði verið vinavæddur.

Það er deginum ljósara að Davíð Oddsson hafði rétt fyrir sér í flestu: 
  • Bankarnir voru reknir af kjánum sem gátu lítið neitt nema eitt; svik & pretti H/F.
  • Útrápsliðið var árangurslaus lofttegund
  • Fjölmiðlar breyttust í málgögn svika & pretta H/F, eins og til dæmis Fréttablaðið
  • Svo varð stór hluti Háskólaliðsins að imbasíldum.
  • Lánskjör myndu batna við að henda þessu í ruslið 
 
Getum við ekki fengið Davíð Oddsson aftur. Við þörfnumst hans svo illilega núna. Það er varla mikið lengur hægt að halda út það auma lið sem nú skríður lárétt með bleyjur við stjórnvölinn í ráðsstjórnarhúsinu við Brusseltorg í Reykjavík. Ég hef aldrei séð annað eins. 
 
Það er ekki nema von að írski hagfræðingurinn David MCWilliams sitji og gráti söltum tárum yfir evrudauða þjóðar sinnar á Írlandi. Þessi þjóð hefur nú verið seld í brotajárn til að fylla upp í holur í heilabúum evrugerðarmannanna í Frankfürt. Öllu skal fórnað til að halda uppi vonlausu myntinni sem enginn í Evrópu bað um.
 
Megi allir góðir vættir forða íslensku þjóðinni frá því að lenda undir evruskjólmúr Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar

Krækja: David McWilliams: Recovery is going to be local
 
Tengt efni:
 
 
Fyrri færsla:
 

Bloggfærslur 27. september 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband