Leita í fréttum mbl.is

Landris Steingríms kaffærir Írland á ný

Hagvaxtarþróun á Evru-Írlandi síðustu 12 ársfjórðunga
Landsframleiðsla Írlands féll um 1,2% á milli fyrsta og annars fjórðungs á þessu ári. Þessu sagði írska hagstofan frá í dag (1). Þá hefur landsframleiðsla Írska evruhagkerfisins dregist saman á 10 af síðustu 12 ársfjórðungum. Landsframleiðsla þessa fræga evrulands hefur því dregist saman um 11,3% frá því á öðrum fjórðungi ársins 2007.

Atvinnuleysi á Írlandi er á bilinu 13,6 til 14%. Landsflótti er 65.000 manns á milli ára. Írum hefur fækkað um 34.500 manns nettó á milli ára. Þetta er mesti landsflótti síðan 1989, sagði írska hagstofan í fréttatilkynningu á þriðjudaginn (2).

Hvað skyldi hafa komið fyrir Írland? Fækkar Írum svona vegna þess að allir eru þar í stanslausum innkaupaferðum til útlanda - með alla vasa fulla af evruseðlum? Hvað er að? Getur það nokkuð verið að evrubankakerfi landsins sé hægfara að hrynja ofan á írsku þjóðina?

Eða eru það Steingrímur og Jóhanna sem eru að kaffæra Írland í brotsjó frá landrisi skattahækkana á Íslandi? Eins konar nýju Surtseyjargosi kolsvartra peninga sem sprautast út um og yfir hafið? Er Skjaldborgargos nokkuð hafið? Eða er þetta bara evruskjól Jóhönnu í praxís? 

Tengt efni
 
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 23. september 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband