Leita í fréttum mbl.is

Er ESB að breytast í eitt allsherjar Austur-Þýskaland?

BIS Demographic impact on housing
Mynd; Spá Bank for International Settlments um þróun fasteignaverðs í öldrunarhagkerfum Evrópu hin næstu 40 ár; Ageing and asset prices
 
 
Beinagrindurnar á borði ríkisstjórnar Íslands 
 
Austur-Þýskaland kom örmagna og gjaldþrota undan fyrstu kynslóð áætlunarbúskapar Evrópu, ríkiskommúnismanum.

Austur-Þýskaland leit þá á Vestur-Þýskaland sem bjargvætt. Þar átti að finna gull og græna skóga.

En múrinn féll samt ekki austur á bóginn. Því miður. Hann féll mest vestur um og yfir. 

Eftir sem svarar til tæplega einnar billjónar Bandaríkjadala í sveitaómagahjálp frá hinu stóra og nú fyrrum ríka Vestur-Þýskalandi, er Austur-Þýskaland ennþá hryllingur. Eymd og volæði eru þar enn steypt djúpt niður í steypustyrktan jarðveg kommúnista sem byggðu þar ríki sitt á rústum vopnaðrar en misheppnaðrar fyrstu sameiningar Evrópu. Mynt Austur-Þýskalands er evra. 

Því næst þrammaði restin af Sovétríkjunum, nema Rússland, gjaldþrota yfir brostna múrinn - sem féll Vestur um og yfir - og inn í Evrópusambandið. Þetta voru gjaldþrota löndin tíu sem gengu í pakkann.  

Eftir 29 ár í öndunarvél Evrópusambandsins er Grikkland líka orðið ríkisgjaldþrota. Það er á gjörgæslu ESB og AGS. Aðeins á eftir að slökkva í kafbátnum. Þá sekkur hann. Mynt Grikklands er evra. Grikkir eru nú að kíkja í pakkann.

Fyrir dyrum stendur svo annað hvort fullkomið ríkisgjaldþrot Írlands eða gjaldþrot alls bankakerfis þeirra. Þar er aðeins um tvennt slæmt að velja. Mynt Írlands er evra.

Spánn er einnig orðið að eins konar Austur-Þýskalandi hinu vestra. Þar er 20,3 prósent Austur-Þýskalandslegt atvinnuleysi. Spánn mænir tárvotum augum til norðausturs eftir björgun. Mynt Spánverja er auðvitað evra. Spánn er í boðinu. Þeir eru að kíkja í pakkann sinn.

Velkomin í Austur-Þýska Evrusambandið. Velkomin í pakkhúsið.
 
Tengt
 
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 1. september 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband