Leita í fréttum mbl.is

Varðandi Seðlabanka Íslands: merkilegt en samt skiljanlegt

sedlabanki_logo2
Kröfur og væntingar almennings til Seðlabanka Íslands virðast á öllum sviðum vera margfalt meiri og strangari en kröfur og væntingar almennings voru og eru enn til Fjármálaeftirlitsins og sjálfs Forsætisráðuneytis Íslands. 

Seðlabanki Íslands er í huga Íslendinga afar mikilvæg stofnun og hlutverk hans er stór hluti af sjálfstæði og fullveldi Íslands og þjóðarinnar allrar. Sjálfstæð mynt Íslands hefur unnið kraftaverk og komið Íslandi inn í efstu sæti velmegunar og velferðar í heiminum. Án sjálfstæðrar myntar hefði þetta ekki verið hægt.

Þetta vita allir Íslendingar, innst inni. En sumir þeirra neita þó að læra að lifa með þá galla sem fylgja kostunum. 

Evrópsku viðbrögðin við feilnótum kapítalismans eru vel þekkt: kommúnismi, fasismi, nasismi, uppreisn frá miðju, sænsk leið(indi) og nú seinast hið nýja stórríki Evrópu sem er að verða fullsmíðað og sökkklárt í skipasmíðastöð Brussels. ESB-Titanic mun sigla fjórðu leið Evrópu til fjandans - og sökkva þar. 

Ef Seðlabanki Íslands væri niðri í skúffu í Frankfürt þá myndi enginn Íslendingur gera neinar kröfur til hans - og heldur ekki til skúffudeildar þeirrar sem leysir þar upp fullveldi og sjálfstæði Íslands sem annara ríkja Evrópu í þjóðslökkvivökva Evrópusambandsins. Þá væruð þið fyrst illa stödd sem vélarvana rekald á heimshöfunum. 

Mitt ráð til Íslendinga er því þetta; látið ykkur þykja vænt um Seðlabanka Íslands. Mitt ráð til íslenskra stjórnmálamanna er þetta; reynið að gera Seðlabankanum kleift að auka velvild almennings í garð þessarar mikilvægu stofnunar fullveldis okkar. Ekki þurrka af skítugum skóm ykkar yfir á Seðlabankann og ekki þröngva honum upp í horn með vanhæfni ykkar. Nánar hér; Seðlabankinn og þjóðfélagið  
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 7. ágúst 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband