Leita í fréttum mbl.is

Hver nema forsætisráðherra Íslands segir svona

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist hafa íhugað að segja sig úr íslensku þjóðkirkjunni. Hver nema einmitt þessi forsætisráðherra Íslands segir svona? Það gerir enginn í heiminum nema núverandi forsætisráðherra Íslands. Enginn annar segir svona.

En þá segi ég. Það myndi sennilega blíðka þjóðina nokkuð ef Jóhanna léti verða af því að segja sig úr þjóðkirkjunni okkar. Þjóðkirkjan sjálf myndi ekki líða meiri skaða en þegar er orðið og sjálf myndi Jóhanna ekki verða verri en hún er nú þegar. Það er hreint ótrúlegt hversu fjandsamleg Jóhanna er í garð þess sem íslendingum er hve heilagast; landið okkar, fullveldi þess og hins andlega hornsteins samfélags okkar. Fyrrum félagsmálaráðherra ætti manna best að vita í hverra fótspor sagan fræði hana. 

Hætt er við að ekki muni standa steinn yfir steini þegar loksins þessi ríkisstjórn Íslands verður búin að ljúka sér af við að rústa íslensku samfélagi niður í rætur. 

Bloggfærslur 27. ágúst 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband