Leita í fréttum mbl.is

Niðurlagningarverksmiðja lýðræðis í Evrópu hefur þegar tekið til starfa á Íslandi

Þetta  er allt hið ömurlegasta mál. Samfylkingin og Vinstri grænir eru komnir í landráðalegt brask og með lýðræði og fullveldi lýðveldis okkar sem stofnað var fyrir aðeins 66 árum. Gersamlega án samþykkis þjóðarinnar og í algerri andstöðu við vilja hennar. Nú eru þessir tveir flokkar að grafa undan því sem forfeður okkar börðust svo hart fyrir svo lengi. Þökk sé þeim getum við átt bjarta framtíð í okkar eigin fullvalda ríki. Svei þessu upplýsta skítapakki sem leggur svona út í að eyða því sem vannst með svo miklu erfiði. 

En það er einmitt svona sem flest fer fram í Evrópusambandinu. Lýðræðinu er fórnað fyrir útópíuverk skammsýnna stjórnmálamanna og kjósendum er alltaf sagt að ekki sé hægt að vinda ofan af "ferlinu". Þetta mál er allt hnýtt þannig saman. Þetta flokkast óhjákvæmilega undir landráðastarfssemi og hefur hún farið svona fram í Evrópu áratugum saman. Sjaldan er sannur vilji þjóðanna á bak við neitt og oftar en ekki eru þjóðirnar ekki spurðar að neinu.  

Hér VERÐUR Alþingi að grípa í taumana og sjá til þess að innlögn Íslands inn á einkasjúkrahús Samfylkingarinnar í Brussel verði stöðvuð og dregin fullkomlega til baka. Við höfum engan áhuga á þurfa að þramma helsjúkan evrópskan stofugang með þýsk/franskar styrjaldarhækjur á fíflagangi doktors Össurar Ötkers Skarphéðinssonar á einkasjúkrahúsi Samfylkingarinnar í Brussel.  

Nú þarf að stöðva þennan taumlausa og leynda yfirdrátt ríkisstjórnarinnar strax. Henni er ekki treystandi fyrir bankabók þjóðarinnar. Það sjá allir.
 

mbl.is Ný staða í ESB-málinu með „aðlögun“ í stað umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. ágúst 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband