Leita í fréttum mbl.is

Atvinnuleysissamband Evrópu, ESB - og gengið

Gengi evru hækkar vegna þess að það gengur svo ákaflega vel í Grikklandi, Spáni og Írlandi, ekki satt?

Illræmt, alræmt, mikið og langvarandi atvinnuleysi í Evrópusambandinu hefur alltaf verið hægt að reiða sig á. Tölurnar fyrir júní mánuð eru áfram skelfilegar og fullkomlega í takt við þá neikvæðu þýðingu sem þetta miðstýrða bákn hefur haft á líf og limi launþega, ungmenna, barna og gamalmenna í fátæktargildru Evrópusambandsins.

Á Spáni er 20% atvinnuleysi. Þeir eru jú með evru Prússa Þýskalands
 
Í Grikklandi er atvinnuleysi 11%. Þeir eru með evru og einnig með "EU's budget enforcers" steypta niður við skrifborðin í fjármálaráðuneyti Grikklands (friðarsveitir tollabandalagins)
 
Á Írlandi er atvinnuleysi 13,3%. Þeir eru jú með evru og ofnæmi fyrir henni.

Þess vegna hækkar gengið auðvitað á mynt þeirra allra, ekki satt? Þetta er nebbnilega allt svo afar gott. 

Í Lettlandi er atvinnuleysi 20%. Þar vill almenningur alls ekki fá evru sem mynt sína en fær hana samt af því að elítan segir það. Það er svo gott fyrir atvinnuleysið, ekki satt?

Í Litháen er atvinnuleysi 17,3% og þeir fá líka evru. Elítan hefur pantað hana. Sama gildir um Eistland sem er með 19% atvinnuleysi og aðeins 39% áhuga almennings á að ganga í evrugildruna.  

Slóvakía fékk evru í fyrra og fékk því strax óþvegið en þvottaekta svart evru-atvinnuleysi upp á heil 15%. Loksins tókst þetta langþráða atvinnuleysistakmark ESB í Slóvakíu. 

Þetta eru svo góðar fréttir allt saman að gengið hlaut að HÆKKA! Hvað annað?

Reyndar er atvinnuástand á Íslandi að verða það allra skásta í Evrópu. Take that!
 
 
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 2. ágúst 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband