Leita í fréttum mbl.is

Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst. Vinstri grænir víti vil varnaðar.

Það er ánægjulegt að fylgi Sjálfstæðisflokksins skuli hafa aukist við það að grasrót flokksins bankaði fast og örugglega á hurðirnar í turninum - og minnti yfirstjórn flokksins rækilega á stefnuskránna: fullveldi og sjálfstæði Íslands er ekki til sölu. Þetta var og er ákaflega ánægjulegt. 

Ísland rennur ekki inn í evrópska svartholið ef Sjálfstæðisflokkurinn fær að ráða. Umsókn Íslands inn í svartholið á tafarlaust að draga til baka. Það umboð er byggt á svikum. Það er algerlega í andstöðu við þorra þjóðarinnar og því miður afar illa fengið.

En hér sendi ég þó eina þunga aðvörun til stjórnar Sjálfstæðisflokksins. Látið ykkur ekki dreyma um að feta í fótspor Vinstri grænna sem loðmyntuðust með fúna fætur inn í stjórnarmyndun sem skóf af þeim holdið og stubbaði kyndilljós flokksins í þjóðslökkvivökva Samfylkingarinnar. Tómið og náttmyrkrið eitt hvílir nú á herðum vonsvikinna kjósenda Vinstri grænna, sem skutu sig sjálfa óafvitandi í báða fætur. Meira að segja andstæðingar þess flokks eru enn gapandi því þetta er svo svæsið. 

Það var því ekki vanþörf á að grípa í axlir og hrista rækilega til að tryggja að svona svikráð festu sig ekki í sessi í íslenskum stjórnmálum. Vinstri grænir urðu biturt víti til varnaðar öðrum flokkum. Þeir eru búnir að vera.
 
  


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. júlí 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband