Leita í fréttum mbl.is

29 ár í ESB komu Grikklandi í þrot

 
Nettó jöfnuður Grikklands við Evrópusambandið 
Mynd; nettó jöfnuður Grikklands við ESB; Money Go Round
 
Endurreisn þýska Weimarlýðveldisins í allri Evrópu?

Eins og lesendur hafa eflaust heyrt og séð, er ekki allt vel á myntsvæði seðlabanka Evrópusambandsins, ECB. Nokkur lönd myntsvæðisins eru nefnilega á leið í ríkisgjaldþrot. Eitt land á myntsvæði seðlabankans er í raun þegar orðið de facto gjaldþrota. Það á ekki peninga fyrir næsta gjalddaga afborgana ríkislána eftir tvær vikur.

Landið getur ekki lengur tekið neina peninga að láni því hinn alþjóðlegi fjármálaheimur treystir ekki á að ríkissjóður landsins geti greitt þá til baka. Frá áramótum hefur allt bankakerfi landsins einnig verið lokað frá lánakerfi millibankamarkaða heimsins. Umheimurinn treystir ekki lengur á bankakerfi landsins því sá ríkissjóður sem að hluta til hefur gengist í ábyrgð fyrir skuldbindingum bankanna, er sjálfur á leið í ríkisgjaldþrot. Þetta land er í myntbandalagi Evrópusambandsins og mynt þess heitir evra
 
Greek and Portuguese banks cannot borrow in the international money markets, while weaker European banks are also struggling to raise money as fears of counterparty risk have grown sharply
 
 
Þetta land heitir Grikkland. Í gær var ákveðið að reyna að bjarga evrulandinu Grikklandi. Bjarga því frá stjórnlausu ríkisgjaldþroti, hvorki meira né minna. Önnur ríki evrusvæðis og Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn hafa ákveðið að reyna að koma í veg fyrir stjórnlaust ríkisgjaldþrot Grikklands svo greiðslufallið taki ekki stóran hluta af bankakerfi evrusvæðis með sér í fallinu. Þessir aðilar ætla að reyna að skrapa saman peninga hjá skattgreiðendum í ríkjum sínum og senda þá til Grikklands og þá mun landið skulda 140 prósent af landsframleiðslu sinni á eftir. Það á ekki fyrir vöxtunum. 
 
Írland á líka að senda peninga til Grikklands. Ríkissjóður Írlands hefur skrifað upp á aðeins 600% af landsframleiðslu Íra. Þessi uppáskrift reynir að tryggja skuldbindingar bankakerfis Írlands. Tryggja að evrubankakerfi landsins falli ekki.
 
Even French and German banks have faced problems raising money because of their exposure to Greek sovereign debt. Barclays Capital estimates French and German banks hold almost €40bn in Greek bonds.
 
 
Til að byrja með á að skera rekstrarkostnað rúmlega heils heilbrigðiskerfis burt. Það er það sem er á áætlun ESB og AGS í Grikklandi á næstu þremur árum. Margt fleira á einnig að gera og skera. Kanslari Þýskalands segir að þetta sé hvatning til annarra ESB-landa í miklum vandræðum. Hvatning um að koma sér strax upp á skurðarborð ríkisfjármála.

Heilbrigðiskerfi Grikklands kostar árlega það sama í rekstri og hið íslenska, eða um það bil 9,1 prósentustig af landsframleiðslu. Grikkland á að skera útgjöld ríkisins niður um 10-12 prósentustig á næstu þremur árum. Hvað gerðist eiginlega? Af hverju er þetta svona í Grikklandi?

Sagan er svona: Þann fyrsta janúar árið 1981 gekk Grikkland í Efnahagsbandalag Evrópu sem síðan breytti sér sjálft í Evrópusambandið árið 1993. Það eru því liðin heil 29 ár síðan landið gekk í þennan félagsskap sem svo margir hafa sagt að sé svo góður fyrir lönd Evrópu. Á þessu tímabili hafa hin ríkari lönd ESB - og sem nú eru að verða fátækari og fátækari - dælt hvorki meira né minna en 86,4 miljörðum evra í Grikkland. Næstum allir þessir fjármunir hafa komið frá þýskum skattgreiðendum og atvinnulífi.
 
Greek banks have been shut out of the money markets since the start of the year, but in recent weeks this has spread to Portugal. German, French and Spanish banks have had to pay higher premiums for short-term debt. There is a reluctance to lend to Spanish banks because, like Greece and Portugal, it is a peripheral eurozone economy with high debt; FT
 
 
Þetta er aðeins minna en Spánn hefur kostað, þ.e. 90 miljarða evrur. En Spánn glímir einnig við stórkostlegan vanda. Bæði hvað varðar samkeppnishæfni landsins og ríkisfjármál. Þar er atvinnuleysi tæplega 20 prósent núna og 42 prósent hjá ungu fólki.

Ástandið mun einungis verða miklu verra frá og með nú, því þegar 30-40 prósent af evrusvæði er þvingað til mikils niðurskurðar, þá mun það ekki hafa nein góð áhrif á útflutning til þessara landa því þau munu auðvitað kaupa miklu minna af hinum löndunum fyrir vikið. Um það bil 70-78 prósent af útflutningi landa evrusvæðis fer til annarra landa svæðisins.

Mín skoðun er sú að Evrópusambandið hafi eyðilagt Grikkland. Að ganga í Evrópusambandið eyðileggur lönd. Það ætti öllum að vera ljóst nú.

Hluti peninga AGS og ESB eiga að fara í það að byggja "betra land" og "betri stofnanir" í Grikklandi, sögðu talsmenn. Loksins eftir 28 ár í faðmi ESB! En hvað fóru þá hinar fyrstu 86 þúsund milljónir evra í? Fóru þær kannski í það að gera Grikkland gjaldþrota? Eins og sum Afríkuríki sem fá gratís rusl frá Evrópu sent til sín í gámum. Innviðir landa eru eyðilagðir. Hver getur keppt við ókeypis vörur frá útlöndum? Vissulega ekki nein innlensk fyrirtæki í neinu landi.

Þetta eru válegir tímar. Brussel aðhafðist ekki neitt og gerir ekki neitt. Það svaf værum svefni á meðan evrusvæðið sigldi lönd þess í kaf. Það er hins vegar markaðurinn sem þvingar fram viðbrögðin. Markaðurinn virkar. ESB vikrar ekki. Myntbandalagið er frá og með nú ennþá gagnslausara en það var. Markaðurinn mun ekki taka mark á evrum aftur. Ástandið á evrusvæði og í ESB á eftir að verða aldeilis voðalegt næstu mörg árin! Mörg ný Weimarlýðveldi verða til í ESB þrátt fyrir seinkun ríkisgjaldþrots Grikklands um 2-3 ár - eins og gerðist í tilfelli Argentínu þegar gengi þess var bundið fast.
 
Svona er að hafa ekkert gengi
 
Fyrri færsla
 
 

Bloggfærslur 8. maí 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband