Leita í fréttum mbl.is

Evra: Frankenstein fjármála

Stjórnmálamennirnir og elíta Brussel hafa búið til fjármálalegan Frankenstein í Evrópusambandinu

"Ég er mjög áhyggjufullur vegna Evrópu. Við höfum ekki ennþá séð það versta í Evrópu og ég hef miklar áhyggjur. Vandamálið er að hagkerfin í Evrópu eru svo ólík". Charles segir að Evran setji allt í mikla hættu. Heldurðu að myntbandalagið sé að hrynja? - spyr blaðamaðurinn. "Ég veit það ekki. En evran er fyrirbæri sem tæknilega getur aldrei virkað. Stjórnmálamennirnir hafa búið til peninga- og fjármálalegan Frankenstein. Löndin reka burt frá hvort öðru. Ábyrgð stjórnmálamannanna er að leysa það vandamál. En ég held ekki að við ættum að vænta mikils í þeim efnum" (Krónan bjargar Svíþjóð)


Þetta sagði Charles Gave í mars á síðasta ári. Hann stofnaði greiningafyrirtækið Gavekal með fyrrum aðalritstjóra Financial Times, Anatole Kaletsky.

Þessa dagana eru hámenntaðir fáráðlingar Brussels að sprengja heiminn í loft upp. Þeir bjuggu til mynt sem er að springa, sem er að eyðileggja efnahag landa evrusvæðis og sem er í engu jarðsambandi við fólkið í Evrópu. Þessi Frankenstein-mynt er verk elítu Samfylkinga Evrópusambandsins. Þessi elíta er gjaldþrota núna. En elítan hefur þegar sent reiknigana áfram til fólksins. Ekkert nema slæmt hefur þessi Frankenstein-mynt Evrópusambandsins fært heiminum.
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 7. maí 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband