Leita í fréttum mbl.is

Jaðarlönd evrusvæðis: Laun þurfa að falla um 20-30 prósent

Myntbandalagið sekkur
 
Poul Krugman bendir á þá vantvitrænu staðreynd sem Wolfgang Munchau skrifar um hér, að laun launþega og launakostnaður í jaðarlöndum evrusvæðis þurfi að falla um 20-30 prósent svo hagkerfi þessara landa geti orðið samkeppnishæf við Þýskaland. Svo gríðarlega stóra bólu hefur "þveröfug-við-okkar-þarfir" peninga- og vaxtastefna seðlabanka Evrópusambandsins búið til í jaðarlöndum evrusvæðis á síðustu 11 árum. 

En segir Krugman - og þetta er mjög stórt en - það sem of fáir hugsa hins vegar út í er sú staðreynd að Lettland (sem nú hefur sett heimsmet í efnahagshruni nokkurs lands nokkurn tíma, enda fast í ERM Evru-Víetnam-ferli Evrópusambandsins) er að reyna að lækka laun og launakostnað í Lettlandi með tröllauknum niðurskurði á flestum sviðum. Atvinnuleysi í Lettlandi hefur þar af leiðandi rokið upp frá 6 prósentum og upp í og yfir 22 prósent. En þrátt fyrir þetta hefur launakostnaður aðeins fallið um 5,4 prósent frá því hann var í hámarki við upphaf lettneska efnahagshrunsins. Því mun Lettland áfram verða í alvarlegu niðurskurðar- og kreppuástandi árum saman, segir Krugman; Et Tu, Wolfgang?

Já. Þetta átti allt saman að lagast með tilkomu evrunnar, var okkur sagt í ESB þegar henni var þvingað upp á svo marga Evrópubúa. En ekkert hefur lagast með tilkomu evru og ekkert mun lagast á meðan hún er til. Þetta á allt saman aðeins eftir að verða miklu verra en það er orðið nú þegar. 

Þeir sem standa á palli og predika þessa samfélags- og efnahagspólitík (massífan niðurskurð og læst gengisfyrirkomulag í gegnum sameiginlega mynt), hafa alveg  gleymt því að Þýskaland mun ekki bara leggjast á bekk hjá kreppusálfræðingi og hætta að keppa áfram á kostnaðar- og gæðagrundvelli við öll jaðarlönd evrusvæðis - og allan heiminn. 

Þessi evrulönd sem nú eru kölluð PIIGS munu aldrei ná samkeppnishæfni sinni við Þýskaland á strik. Aldrei. Þau eru því miður læst inni í föstu gengisfyrirkomulagi við Þýskaland. "Evrusvæðis-samkeppnishæfni" þeirra er eins dauðadæmd og evran er að verða. Þ.e.a.s. fram til þess dags sem þau munu losna úr evruhandjárnunum. Þau munu ekki ná sér deginum fyrr. 

Að einblína á evrusvæðið og 27 lönd Evrópusambandsins eru hræðileg mistök gamaldags tollabandalags. Tíminn er hlaupinn frá ESB. Þau lönd sem létu ekki blekkjast og héldu fast í sína eigin mynt eru lánsöm. Heimurinn allur og markaðurinn sjálfur mun verðlauna þau fyrri að hafa haldið skynsemi sinni heilbrigðri með virku afli sjálfstæðis. Ekkert annað afl mun halda skynseminni heilbrigðri fyrir þau.
 
Fyrri færsla
 
 

Bloggfærslur 25. maí 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband