Leita í fréttum mbl.is

Einsdæmi: farið var á bak við Þýskaland í málefnum myntbandalagsins

Nrc Handelsblatt
 
Þau óhugnanlegu tíðindi hafa borist til eyrna þýskra fjölmiðla að Frakkland, Ítalía og embættismenn seðlabanka Evrópusambandsins hafi farið á bak við kanslara Þýskalands og þar á eftir þvingað hana til að samþykkja stærsta ríkislánapakka mannkynsögunnar í síðustu viku. Hollenska NRC Handelsblatt lýsir með óhug þeirri atburðarrás sem fáir virðast ennþá hafa gert sér grein fyrir, varðandi hinn svo kallaða "hjálparpakka" til Grikklands.
 
“Between phone calls, the French and Italian presidents met face to face. They worked out a deal with ECB chairman Jean-Claude Trichet . . " 
 
 
Á sunnudaginn höfðu Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti, Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu og bankastjóri seðlabanka Evrópusambandsins þegar samið sín á milli um að fara í gang með að útbúa björgunarpakka handa Grikklandi. Þeir sögðu svo Angelu Merkel kanslara Þýskalands frá þessu í símtölum sem áttu sér stað á sunnudag. Þeir stilltu málinu þannig upp að það yrði að finna lausn á málunum áður en markaðir opnuðu á mánudag. Samt hafði engin formleg beiðni borist frá Grikklandi. Það sem er enn skuggalegra er það að á milli símtala hittust Sarkozy og Berlusconi andliti til andlits án þess að kanslarinn vissi af því eða væri upplýst um það. Einungis hafði verið ákveðið að símaráðstefna ætti að fara fram þennan dag á milli leiðtoga evrulandanna.
 
"The German reaction to the Greek rescue plan is one of a sheer horror"
 
 
Hér var sem sagt rúllað yfir kanslara Þýskalands sem seint og síðar meir skildi að ekki var hægt að koma sér undan þátttöku án þess að setja myntbandalags-sprengjuvörpuna í skotstöðu. Þetta er jú líka mynt Þýskalands. Nú er sem sagt búið að skuldbinda Þjóðverja til að axla stærstu byrðar þessa máls með skammbyssupólitík. Merkel vildi hafa samráð við öll 27 lönd ESB áður en nokkuð væri ákveðið; Nrc Handelsblatt | Eurointelligence
 
Viðbrögðin í Þýskalandi eru hörð og sár

Frank Schaeffler (frjálsir demókratar): - sagði við Dow Jones Newswires að þetta væri brot á sáttmálum myntbandalagsins og væri efnahagslega óheillavænleg ákvörðun. Hann hvetur Grikkland til að yfirgefa myntbandalagið af frjálsum og fúsum vilja vegna þess að það sé eina leiðin fyrir Grikkland til að verða samkeppnishæft land aftur.

Schaeffler segir að björgunaráætlunin fresti aðeins vandamálum Grikklands, hún leysir þau ekki. Fjárþörf Grikklands sé 86 miljarðar evrur fram til 2012. Þetta samkomulag brýtur í bága við það sem samþykkt var í mars, þ.e. að ekki megi niðurgreiða hjálp til Grikklands með aðstoð skattgreiðenda í öðrum evrulöndum. "Þetta skapar falskt myntbandalag þar sem ríki þurfa að bera ábyrgð á ríkisfjármálum annarra landa."   

Hið leiðandi Börsen-Zeitung: - viðskiptadagblað segir að þetta sé upphafið á endalokum evrunnar. Seðlabanki Þýskalands ætti að hefja prentun og útgáfu Deutsch-marks aftur.

Hagsmunasamtök þýskra skattgreiðenda: - eru reið og segja að Þýskaland sé nú þegar skuldsett upp fyrir axlir því landið skuldi 73,1% af landsframleiðslu eða sem svarar til 1,6 billjón evra. Þetta yrðu hrein og klár brot á Maastricht sáttmálanum, sagði Karl Heinz Daeke hjá samtökunum. "Hinn venjulegi launþegi mun ekki skilja af hverju hann ætti að bera ábyrgð á lélegum ríkisfjármálum Grikklands á meðan verið er að aflýsa skattalækkunum til hans hér heima. Allt í einu eru 8,4 miljarðar evrur til á lausu handa Grikkjum."

Hagfræðiprófessor Wilhelm Hankel: -  segir að hann muni stefna ríkisstjórninni ef Grikkland fær lánið. Í opnu bréfi til Angelu Merkel sagði Hankel að kanslarinn ætti að vinna að því að evrulöndin gætu fengið sínar gömlu myntir aftur. Evran hefur ekki verndað löndin gegn alþjóðlegri spákaupmennsku heldur hefur hún boðið uppá spákaupmennsku gegn löndunum.

Hankel segir að evran verði aðeins til svo lengi sem Þýskaland borgar brúsann. "Gefðu löndum evrusvæðis sína gömlu mynt til baka, það er eina leið þeirra til hagsældar," skrifaði Hankel.

Hagfræðiprófessor Ekkehard Wenger: - við háskólann í Wuerzburg segir að Þýskaland ætti að íhuga að yfirgefa myntbandalagið áður en fleiri veik lönd evrusvæðis skaði landið ennþá meira; DJ Newswires
 
Fyrri færsla
 
 

Bloggfærslur 18. apríl 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband