Leita í fréttum mbl.is

Davíð sagði og Davíð gerði

Þegar menntaðasta þjóð í heimi féll á barnaskólaprófinu 

Það sem stendur upp úr þegar þessi rannsóknarskýrsla hefur verið barin augum, er að miklu leyti þetta.

1) Davíð Oddsson gerði, Davíð Oddsson sagði. Þetta er nánast eini maðurinn sem gerði eða reyndi að gera eitthvað. Örugglega hafa fleiri góðir menn sagt og gert eitthvað, en raddir þeirra ekki komist að eða heyrst sökum titlaskorts eða þá vegna einokunar fjölmiðla og aumingjaskapar hinnar svínslélegu ríkisstofnunar RÚV. 

2) Allir hinir gerðu ekki neitt nema það að bankakerfið og þeir sem það áttu og stjórnuðu, keyrðu það og landið allt í þrot. Heimskingjar. 

3) Þetta gerðist á vakt 10 milljón hámenntaðra háskólamanna frá Háskóla Íslands sem og öðrum háskólum. Endalausir titlar titlar titlar titlar. Og endalaust ríkiseftirlit margfaldra Sovétríkjanna í tíunda veldi. Allt saman einskis nýtt og mun alltaf verða einskis nýtt því bankamenn heimsins verða alltaf 100 km á undan embættismönnum heimsins. Því þarf að láta bankana sjálfa um eftirlitið með sjálfum sér. Það þarf að byggja það inn í viðskiptalíkan bankanna. Það er hægt.

4) Samfylkingin er ekki stjórnmálaflokkur. Hún er apabúr og ætti að leita sér lækninga strax. Helst erlendis. Það sama þurfa sumir orða- og varamenn Sjálfstæðisflokksins að gera.  

5) Ísland er sennilega titlasnobbaðasta land í heimi.  

6 Þetta gerðist auðvitað allt saman á vakt fjölmiðla bankanna og greiningadeilda þeirra - og Baugsmiðlanna. Hvað annað?

Þeir sem ætla í framboð meiga helst ekki hafa próf frá háskóla framvegis. Það er alveg greinilegt.

Nú er þessu áhorfendahlutverki háskólamanna lokið í bili. En nýtt er þó tekið við og það heitir Evrópusambandið. Nú sitja háskólamenn með nýja hlustunarpípu á þæga þarmastólnum og láta mata sig á bulli einu sinni enn, með reverse thrusters frá Brussel Flying Fortress. 

Menntun var þá eftir allt saman ekki svona mikils virði eins og sagt var. Verst að það skuli ekki vera hægt að kenna fólki að hugsa því þá væri ekki neitt atvinnuleysi á Íslandi núna. 

Eitt er þó hægt að vera stoltur af. Svona skýrsla mun hvergi annars staðar birtast. Ekki í neinum öðrum löndum. Það er nefnilega allt svo rosalega gott í "öðrum löndum". Allt svo gott þangað til bankabækurnar opinberast í bankaþrotinu. Þess vegna er mörgum svo afskaplega annt um að bankar fari ekki á hausinn, því þá opnast maginn og óþverrinn flæðir út. Opinberast fyrir umheiminum. Þeir sem halda að þetta sé eitthvað betra í öðrum löndum ættu að hugsa sig um tvisvar.  

Smáauglýsing

Óska eftir hámenntuðu fólki til starfa í fjármálageiranum. Laun að vild. Allar nánari upplýsingar gefa ritstjórar Baugsmiðla. Pósthólf; VESALINGAR 101


Bloggfærslur 13. apríl 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband