Leita í fréttum mbl.is

Markaðurinn skilur ekki evruna, segir hann

 
Hádegisþáttur DDR-ESB-RÚV; Viðsjáumekkineitt

Þeir skilja ekki evruna, segir hann

Þetta segir fjármálaráðherra Þýskalands. Hann segir að markaðurinn "skilji ekki" evruna. Það evru myntbrandaralag, sem spilað er upp í rúmi Alþjóða Gjaldþrotasjóðsins á bak við evruna, skilur markaðurinn ekki heldur. Þessi evra var búin til á hryllingsverkstæði Evrópu. Það verkstæði starfar enn, þrátt fyrir heilar tvær heimsstyrjaldir á innan við 100 árum. Vilt þú eiga mynt sem enginn skilur?

Evrópa lærir aldrei neitt. Hún er líklega glötuð, að eilífu. Og bráðum verður hún horfin, því svo fáar konur hafa viljað, og vilja ekki enn, fæða þar börn. Þær eru farnar í ævilangt verkfall því þær búa í Evrópu, sem er meginland tapara, segja sumir, e. a continent of loosers.    

Allir skilja krónuna. Hún gefur eftir þegar brotsjóir ríða yfir. Hún beygir sig og brotnar því ekki. Hún er sveigjanleg. Þegar vel gengur á búgörðum þjóðarinnar, þá styrkist krónan, réttir sig við. Íslenska krónan er alvöru gjaldmiðil. Hún er ekta gjaldmiðill. Á bak við krónuna stendur heil þjóð, heilt land, heilt ríki og öll auðæfi þess. Þessi króna er verðmiðaprentari, eða, hún er verðaðlögunarvél íslenska hagkerfisins. Hún sér til þess að við verðleggjum okkur ekki út af landakorti heimsmarkaða (e. the price adjustment mechanism). Það er ákaflega gott að eiga gjaldmiðil sem allir skilja. 

Samfylkingin ein myndi skilja evruna. Hún veit að þegar viðskiptavinir hætta að koma í verslun hennar, þá á hún auðvitað að hækka vöruverðin. Hækka verðin þangað til allir hætta alveg að koma í verslunina. Þá er loksins hægt að loka alveg og leggjast afvelta úr heimsku í kommasófann. Láta svo aðra borga sér fyrir að bora í nefið á meðan eitthvað er til í andskotans kassanum. Svo þegar allir eru orðnir atvinnulausir þá grenjar maður af frekju og kafnar svo úr henni að lokum.   

Enginn skilur evruna. Brussel skilur ekki hvað hún bjó til. Engin evruþjóð skilur evruna. Engin þjóð skilur af hverju gjaldmiðill hennar hækkar í verði gagnvart flestu þegar sem verst gengur heima hjá þeim sjálfum. Engin maður með sæmilega greind skilur af hverju myntin þeirra er svona Sovésk. Þessa vegna er og verður evran alltaf Frankenstein fjármála Evrópu. Vanskapaður krypplingur og ekki af þessum heimi.

Þegar markaðurinn skilur ekki sameiginlegan gjaldmiðil 16 þjóða sem vinna allar í sameiginlegri evrópskri fangabúð, þá er alveg örugglega hægt að ganga út frá því að þessari fangabúð verður lokað. Búðin fer bara á hausinn. Við lifum á sögulegum tímum. Gætið ykkar.
 
Krækjan
 
 
Fyrri færsla
 
 

Bloggfærslur 6. desember 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband