Leita í fréttum mbl.is

Mynt Evrópusambandsins skapar fátækt og sundrung. Restin af Brusselveldinu skapar ekkert.

Evrópsambandsfáni 
Lönd evrusvæðis 
Mynd; Evrusvæðið 
 
Í jaðarlöndum evrusvæð . . .  Nei, bíddu aðeins. Hvers vegna tala menn um jaðarlönd myntsvæðis Evrópusambandsins? Er eitthvað við hliðina á Þýskalandi sem kemur í veg fyrir að það falli í jaðarinn? Ekki mér vitanlega. Pólland er hinumegin og Sviss er í neðri kanti. Þýskaland er líka jaðarland myntsvæðisins.

The Irish economy blog (þið munið bréfið frá Dyflinni) bendir á að það er Evrópusambandið (og ekki AGS) undir forystu Olli Rehn sem skipað hefur svo fyrir að lágmarkslaun á Írlandi verði lækkuð. Þetta sést og heyrist hér, um það bil tvær mínútur inni í myndskeiðinu. Yfir þessu gleðst ESB trúuð yfirstjórn Alþýðusambands Íslands. 

Svona fer þegar lönd missa fullveldið. Þá verður viðkvæðið oftast, "því miður, við getum ekkert gert í þessu, þetta er alfarið í höndunum á Brussel. Sorry." 

Nýjasta hagspá Ernest & Young yfir evrusvæðið er komin út. Þar er Írland dæmt til dauða. Landið mun ekki ná hagvexti í gang til að geta glímt við hrikalegan taprekstur ríkissjóð, mikla skuldabyrði og þar af leiðandi ekkert aðgengi að alþjóðlegu lánsfé. Hagvöxtur á Írlandi verður aðeins 0,3 prósent að meðaltali á ári frá 2009 til 2014, eða á fimm árum. Hér má lesa dálítið um forsögu þessa máls: Sannleikurinn um efnahagsmál Írlands
 
Mikill fjármagnsflótti er nú í gangi frá Írlandi, Spáni, Portúgal og Grikklandi. Heilir 107 miljarðar evrur flúðu þessi lönd á öðrum fjórðungi þessa árs, samkvæmt tölum Bank for International Settlements hér
  
Myntbandalag Evrópusambandsins gerir lönd fátæk. 

  • Atvinnuleysi á Spáni verður í kringum 20 prósent öll næstu fjögur árin. Það er yfir 40 prósent hjá ungu fólki.
  • Atvinnuleysi á Írlandi verður í kringum 15 prósent næstu fjögur árin. 
  • Atvinnuleysi í Grikklandi verður í kringum 15 prósent næstu fjögur árin.
  • Atvinnuleysi í Portúgal verður í kringum 11 prósent næstu fjögur árin. 
  • Atvinnuleysi á öllu evrusvæðinu verður í kringum 10 prósent næstu fjögur árin.
Velkomin í Evrópusamband fátæktar. Þaðan flýr fjármagnið og fólkið til betri haga, eins hratt og komist verður. Bráðum hlýtur að koma nýr múr.  
 
 
Fyrri færsla

Bloggfærslur 14. desember 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband