Leita í fréttum mbl.is

Aftansöngur: Önnur sunnudags hugga myntbandalags Evrópusambandsins - og AGS.

Önnur sunnudags hugga myntbandalags Evrópusambandsins og AGS
 
Poppkorn og evruhattar eru við hæfi hér á sunnudagskvöldvöku Evrópusambandsins. Þetta er í annað skiptið á hálfu ári þar sem krafist er aftansöngs við evrusólarlag. Evrópusambandið óttast að markaðurinn sturti myntinni evru í stóra klósettið í nótt, þegar hann, og ESB til hryllings, vaknar til lífsins í Asíu eftir angistarfulla helgarvöku péskarla Brussels. Því varð að halda þessa tónleika núna, strax, immed.

Tónverkið sem spilað var í dag er yfirvofandi írskt ríkisgjaldþrot í evrudúr á okurvöxtum. Ekki var um annað verk að velja og ekki er heldur um frumflutning að ræða, því tónverkur þessi var fyrst fluttur út til Grikklands og afspilaður þar. Níunda rúgbrauðssymfónían var sem betur fer ekki flutt að þessu sinni (hún er enn verri). En fáninn var þó til staðar við blátt evrugrillið sem gaus gulum logum örsmárra væntinga. Stjórnandi er sem fyrr; óttinn við hrun. Treyst er á AGS. Á næstu vikum verður þetta tónverk líklega flutt áfram eða afturábak í Portúgal; Spila tónverkið
 
Hér fyrir neðan, og til uppbótar fyrir leiðindin hér að ofan, er viðtal við fyrrum forseta samtaka þýsks iðnaðar (BDI), Hans-Olaf Henkel. Hann segir að evran sé hræðileg mistök og nú dauður gjaldmiðill. Hann hótar að flytja út þýskan stöðugleika til þess sem enn er eftir af óhlýðnum aularíkjum í Evrópu. Það sé betra en að flytja inn aula-óstöðugleika til Þýskalands í gegnum myntina hræðilegu. Hér með er restin af Evrópu aðvöruð: Þýskur stöðugleiki er gæti zkolliðz á í Evrópu á ný. Þýsk ordnung er á leiðinni (all the way from Stuttgart, ja?)
 
 
Krækjur: Changes og útvarpsviðtal við Hans-Olaf Henkel á ZDF
 
Fyrri færsla
 


Bloggfærslur 28. nóvember 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband