Leita í fréttum mbl.is

ESB-aðildin kostaði Danmörku 220 miljarða á síðasta ári - og 55.000 atvinnutækifæri á næstunni

Ditte Staun
Mesti og besti sparnaður sem danska samfélagið gæti gert væri að segja sig úr Evrópusambandinu. Þetta segir Ditte Staun hjá þjóðarhreyfingu Dana gegn ESB-aðild.

Nú er komið í ljós að ESB-aðildin kostaði Danmörku um 10,6 miljarða danskra króna á síðasta ári. Tölurnar eru fengnar úr þjóðhagsreikningum dönsku hagstofunnar sem sýna að Danmörk greiðir Brussel tæpa 20 miljarða DKK fyrir að fá 9,6 miljarða DKK til baka. Nettó tap Danmerkur var því yfir 10 miljarðar DKK á síðasta ári. 

Að venju trúa Danir ekki á skjalafalsaða ársreikninga Evrópusambandsins og leita því svara hjá dönsku hagstofunni. En ársreikningar Evrópusambandsins hafa verið skjalafalsaðir á annan áratug svo ekki komist upp um spillingu 120.000 embættismanna sambandsins, nær og fjær.

Ekstrabladet skoðanakönnun 29-9-2010
Danska sorpritið Ekstra Bladet, sem þó þykir margfalt vandaðra að innihaldi og virðingu en íslenska sorpritið Fréttablaðið, hélt skoðanakönnun um málið. Þar vilja 58 prósent kjósenda að Danmörk segi sig úr Evrópusambandinu.

Ditte Staun og þjóðarhreyfing Dana gegn ESB-aðild hvetur dönsku ríkisstjórnina til að losa Danmörku úr viðjum Evrópusambandsins. Það myndi ekki skaða og heldur ekki utanríkisviðskipti Danmerkur. Bæði Sviss og Noregur sanna það.

Spareplaner truer over 55.000 danske job
Rannsóknar- og greiningarstofnun samtaka verkalýðshreyfinga í Danmörku (AE) segir að Danmörk muni missa 55.000 atvinnutækifæri á altari evrubjörgunartilrauna Evrópusambandsins. En á næstu árum á að taka efnahag ESB landa hers höndum svo bjarga megi myntinni evru. 

ASÍ á Íslandi hefur strax pantað nýjan stól til að stinga þessari skýrslu AE undir. Stólasafn ASÍ fyllir nú flestar byggingar samtakanna. Undir hverjum stól liggur skýrsla sem sýnir fram á hversu illilega meðlimir þeir sem borga laun stjórnar sambandsins myndu líða fyrir að ganga í ESB.

Olle Rehn í búningi
Skýrsla AE rekur hvað það kostar danska launþega að danska ríkisstjórnin þarf að skríða í ESB-duftið með ríkisfjármál konungsríkisins, þ.e.a.s. skera niður til að fullnægja örþrifaráðslegum tilraunum myntbjörgunarsveita sambandsins. Allur efnahagur ESB-landa mun blæða fyrir þessa mynt og þáttur danska ríkisins verður að ganga í takt, því annars fá danskir embættismenn ekki gulblátt Olli-Rehn-hálsbindi og bláa gulstjörnusokka til að leika sér í niðri í Brussel. Klæðnaður sem engin sæmilega óbrengluð manneskja án þrælslundar myndi láta sjá sig í. Það eru þjónustugreinarnar sem fyrst og fremst þurfa að blæða þessum 55 þúsund atvinnutækifærum í Danmörku.
 
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 4. október 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband