Leita í fréttum mbl.is

Íslensk lög og reglur Ögmundar til sölu fyrir einn stól

Þingmenn sækja umboð sitt til þjóðarinnar. Þessir gerðu það ekki
Af furðufuglum hræsninnar 
 
Það var gaman að fylgjast með stoltum ráðherra Vinstri grænna í gær. Hér á ég við Ögmund Jónasson sem kom fram í ríkissjónvarpi Evrópusambandsins á Íslandi, ESB-RÚV, og sagði íslenskri alþjóð frá því að "íslensk lög og reglur giltu á öllu Íslandi". Á sama tíma vinnur hann fyrir Samfylkingu Evrópusambandsins við að leggja niður fullveldi Íslands.

Það var hreint ótrúlegt að heyra þessi orð Ögmundar, því á þeirri stundu sem hann sagði þau vinnur hann og lagsmenn hans hörðum höndum við að selja þetta fullveldi Íslands og lýðveldis okkar Íslendinga, sem stofnað var til fyrir aðeins 66 árum. Blekið er varla þornað ennþá.
 
Í eftirfarandi málum krefst þingflokkur Vinstri grænna og Samfylkingarinnar að fullveldi Íslands verði afnumið - og er þetta einungis byrjunin á tilurð stórríkis Evrópusambandsins. Hér er svo að segja allt fullveldi Íslands gefið öðrum löndum fyrir ekki neitt. Auðséð er að Ögmundur Jónasson átti engan þátt í því að skaffa sér þetta fullveldi Íslands sem hann var svo stoltur af í gær. 

Þingflokkur Samfylkingar Vinstri grænna gegn Íslandi krefst eftirfarandi:
  • Að við töpum öllu fullveldi Íslands í peninga, vaxta og myntmálum
  • Að okkur verði skylt að leggja niður okkar eigin mynt
  • Að við megum aldrei aftur gefa út okkar eigin mynt
  • Að við töpum öllu fullveldi Íslands yfir fiskveiðum og landbúnaði
  • Að við töpum öllu fullveldi Íslands yfir viðskiptum
  • Að við töpum öllu fullveldi Íslands yfir yfirráðarétti æðstu löggjafar
  • Að við töpum öllu fullveldi Íslands yfir lagasmíðum
  • Að við töpum stórum hluta fullveldis Íslands yfir refsilöggjöf
  • Að við töpum næstum öllu fullveldi Íslands yfir löggjöf atvinnumarkaðar
  • Að við töpum næstum öllu fullveldi Íslands yfir viðskiptaeftirliti 
  • Að við töpum hluta af fullveldi Íslands í skattmálum
  • Að við töpum öllu fullveldi Íslands yfir utanríkisstefnu
  • Að við töpum stórum hluta fullveldis Íslands yfir varnarmálum
  • Að við töpum stærstum hluta fullveldis Íslands í innflytjenda og flóttamannamálum
  • Að við töpum stórum hluta fullveldis Íslands yfir ríkisfjármálum og þar með fullveldi okkar í velferðarmálefnum

Þingflokkur Samfylkingar Vinstri grænna gegn Íslandi krefst alls þessa fyrir að fá að sitja klístraður í ráðherrastóli eins og þeim sem Ögmundur Jónasson situr í núna - og gapir þaðan sem fljúgandi furðufugl hræsninnar. 

Segið svo að pólitísk græðgi sé efnahagslegri græðgi göfugari. Ábyrgðarleysi Ögmundar og sviksemi lagsveina hans er hér landráðum næst.
 
Næst verður gaman að fylgjast með viðbrögðum Ögmundar og lagsmanna hans í Vinstri gungum og druslum við social dumping Evrópusambandsins - sem þeir berjast svo hart fyrir að innleiða á Íslandi. Viðbrögð þeirra munu þá fyrst og fremst ráðast af því hvort valdastóll sé í nánd eða ekki. Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá.
 
Íslensk lög og reglur, ha ha ha ha ha. Kanntu hann annan Ögmundur Jónasson?
 
 
Fyrri færsla
 
 

Bloggfærslur 30. október 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband