Leita í fréttum mbl.is

Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda

Þegar þú kýst flokk í Alþingiskosningum þá ertu að veita þeim flokki sem þú kýst umboð þitt. Með öðrum orðum: þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda. Þetta er hornsteinn lýðræðis. Atkvæði þitt er það umboð sem þú veitir þingmönnum þess flokks sem þú kýst.

Vinstri grænir kynntu sig sem verandi andstæðingar Evrópusambandsins og andstæðingar þess að Ísland sækti um og hvað þá gengi í Evrópusambandið. Þetta umboð frá kjósendum fengu þeir með glæsibrag og urðu í krafti þessar stefnu meira að segja sigurvegarar kosninganna. Þá óskaði ég þeim til hamingju með kosningasigurinn og bað þá um að fara vel með valdið. Og ekki nóg með það. Þeir fengu þar að auki umboð frá mörgum nýjum kjósendum sem annars hefðu kosið Sjálfstæðisflokkinn, ef sá flokkur hefði þorað að kynna sig á sama hátt og Vinstri grænir gerðu fyrir kosningar; sem sterkir andstæðingar Evrópusambandsvæðingar Íslands. En því var ekki að heilsa, því turnspíra Sjálfstæðisflokksins vildi bæði hafa mjöl í munni og blása. Yfirstjórn þess flokks hóstaði, kúgaðist og valt út af. Hún hóstaði fram blátt andlit og uppskar meðvitundarleysi turnköfnunar.  

Næst þegar einhverjum á Alþingi dettur í hug að sækja um inngöngu í Bandaríkin, þá ættu þeir fyrst og fremst að sækja sterkan stuðning til þingflokks Vinstri grænna. Sá þingflokkur er nefnilega þekkur fyrir stórvirk kosningasvik. Stuðningur þeirra er vís ef í boði eru nokkrir ráðherrastólar.

Örverpi Íslandsögunnar stýra Vinstri grænum í fullkomnu umboðsleysi kjósenda. Þingflokkur Vinstri grænna er orðinn þjóðhættulegur og umboðslaus kosningasvikari. Ég sé enga ástæðu til að óska þeim til hamingju með þessi stórkostlegustu kosningasvik Íslandssögunnar. 

Öll umsókn Alþingis og ríkisstjórnarinnar inn í Evrópusambandið fer fram í ALGERU umboðsleysi þjóðarinnar.

Fyrri færsla

Þriðjungur spænskra sveitafélaga á leið í gjaldþrot. Greiðslustöðvanir hafnar.


mbl.is Skorað á þingflokk VG að fylgja ESB-stefnu flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband