Leita í fréttum mbl.is

Þriðjungur spænskra sveitafélaga á leið í gjaldþrot. Greiðslustöðvanir hafnar.

Neikvæðir raunstýrivextir á Spáni
Hamingja myntbandalags Evrópusambandsins dynur nú á 46 milljón Spánverjum. Sökum þess hversu ofur fullvalda Spánn er í Evrópusambandinu má landið ekki gefa út peninga. Það má hvorki prenta peninga né stunda myntsláttu. Enginn vill lána spænskum bönkum peninga. Spánn er nefnilega í myntbandalagi Evrópusambandsins. Þar rignir nú eldi og brennisteinum niður úr pakkanum. Spánverjar sitja í miðju kaffiboði á öskuhaugum Evrópusambandsins í 21 prósent atvinnuleysi og með kjarnorkusprengdan efnahag. Hagkerfi þeirra var sprengt í loft upp með hörmulega rangri peningastefnu seðlabanka Evrópusambandsins í Þýskalandi. Svona virka neikvæðir raunstýrivextir (mynd: Edward Hugh hagfræðingur á Spáni) 
 
“takk fyrir framtíð mína” 
Myndir; E24 Noregi 

Staðreynd: ef Spánn væri fullvalda ríki þá myndi það fella gengið eins og skot. Það er 60-80% of hátt fyrir efnahag landsins. Tekjur sveitafélaga eru að þorna upp vegna atvinnuleysis, óstjórnar og öngþveitis. En í stað gengisfellingar sem myndi koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný, mun Spánn fá ríkisfjárlagafallhlífahersveitir Brussels í heimsókn. Herdeildin verður steinsteypt niður við öll skrifborðin í fjármálaráðuneyti þessa ofur fullvalda ríkis. Spánn hefur ekkert gengi og enga peninga.  

Velkomin í Evrópusamband Össurar Joly og einnota Steingríms. J. Sigfússonar kosningasvikara - og í 41 prósent atvinnuleysi ungs fólks á Spáni. Þetta er bara allt að gera sig. Þessir tveir menn munu verða ráðnir til að bjarga málunum þegar seðlabanki Evrópusambandsins verður gjaldþrota, áhrif þeirra verða þá svo rosaleg. Ritari verður Eva Joly.
 
Síðasti einræðisherra Spánar hét Francisco Franco. Hann fór frá völdum rúmlega ári áður en þáverandi sjálfstæðir Íslendingar færðu landhelgi íslenska lýðveldisins út í 200 sjómílur. Þá voru gungur og druslur ekki komnar í boðtísku meðal flugfreyja og örverpa Íslandssögunnar eins og nú. 
 
Krækja: FT/A 
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 20. október 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband