Leita í fréttum mbl.is

Sir Winston Churchill fékk fimm hjartaáföll á ævinni

Sir Winston Leonard Spencer-Churchill
Það fyrsta gerðist um nótt þegar hann var að loka glugga í Hvíta Húsinu í heimsókn hjá Franklin D. Roosevelt forseta Bandaríkjanna. Erindi Churchills í þessari heimsókn var að biðja Bandaríkjamenn um stuðning. Þá stóð sem hæst baráttan um Bretland. Bretar stóðu þá aleinir í styrjöldinni gegn sameiningu Evrópu undir stjórn sósíalistans Adolfs Hitler. Læknir Churchills var auðvitað með í förinni og annaðist hann. En hvorki var hægt að segja Churchill sjálfum né umheiminum frá þessu hjartaáfalli. Það hefði grafið undan baráttuþreki bresku þjóðarinnar og orðið að vatni á myllu illra afla hins evrópska meginlands. 

Ef Sir Winston Churchill væri í heimsókn hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum á Íslandi núna, fengi hann líklega hjartaáfall á hverjum degi. Ekki vegna hrifningar, heldur vegna sorgar yfir því hversu innilega fjandsamleg hin hreina vinstri ríkisstjórn Íslands er gegn landi sínu, íbúum þess og menningu Íslendinga. En Íslendingar standa því miður einir gegn ríkisstjórn Íslands, sem er á mála hjá þjóðfjandsamlegum öflum meginlands Evrópu.  
 
Ég er íhaldsmaður. Mér ofbýður.
 
Fyrri færsla
 
 

Bloggfærslur 19. október 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband