Leita í fréttum mbl.is

Gunnar Rögnvaldsson

Gunnar Rögnvaldsson

Fullt nafn mitt er Gunnar Albert Rögnvaldsson. Ég fæddist árið 1956 á Siglufirði og ólst upp í þeim einstaka bæ fram að 12 ára aldri.


Foreldar mínir - Rögnvaldur Rögnvaldsson vörubílstjóri (F 73) og síðar vagnstjóri Strætisvagna Kópavogs og Guðrún Albertsdóttir formaður verkakvennafélagsins Vöku og síðar gjaldkeri endurskoðunarskrifstofu N. Mancher & Co - ég og þrjár systur mínar, Anna fiðluleikari, Þórdís myndlistarkona og Þorbjörg skrifstofumaður og landsliðsleikmaður í blaki, fluttum suður til Kópavogs árið 1968, en þá var komið atvinnuleysi því síldin á Siglufirði hvarf og þjóðin missti stóran hluta þjóðartekna sinna.


Ég byrjaði snemma "að fara í sveit" og þá í torfbæ að Syðri-Reykjum í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu, hjá Gunnari Jónassyni bónda og fóstra föður míns og Sæunni Árnadóttur, og svo seinna á nýtískulegt stórbýli að Bjarnargili hjá Trausta Sveinssyni bónda og Sigurbjörgu Bjarnadóttur í Fljótum í Skagafirði. Þannig kynntist ég bæði "gamla" og "nýja" tímanum. Ég vann á sumrin í byggingarvinnu frá 14 ára aldri og lærði síðan múrverk í Kópavogi á táningaárum mínum. Seinna, eftir frekari undirbúningsnám, flutti ég ásamt konu minni, Sigrúnu Guttormsdóttur Þormar og dóttur okkar, til hagfræðináms við háskólann í Árósum. Ég lauk ekki námi heldur fór út í atvinnurekstur í Danmörku og hef stundað hann síðan. Fyrstu 12 árin á fjarverslunarsviði smásölugeirans og frá og með árinu 2001 hef ég starfrækt eigið ráðgjafafyrirtæki.


Við Sigrún eigum tvö uppkomin börn: Valdísi, þjóðhagfræðing frá Århus Universitet og Sorbonne í París og sem starfaði hjá Accenture hinu alþjóðlega bandaríska ráðgjafafyrirtæki í sömu borg, en sem Ísland, frá og með ágúst 2016 hefur nú sótt og tekið heim, - og Gunnar Freyr, endurskoðanda frá CBS Viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar og sem starfaði hjá Price Waterhouse Coopers í sömu borg, þar til að Ísland tók hann heim. Sigrún kona mín er einnig hagfræðingur og rekur eigið fyrirtæki - svo hægt er ímynda sér hvað rætt er um við kvöldmatarborðið - og ég tek fram að það eru ekki alltaf allir sammála um allt.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband