Leita í fréttum mbl.is

Lars Christensen og hið tillærða atvinnuleysi EMU-hagfræðinga.

Fyrir mig sem bjó í dönsku hagkerfi síðustu 25 árin var það eins og að hlusta á 25 ár af ekki neinu með íslenskum undirtextum að hlusta á hagfræðinginn Lars Christensen í íslenskum fjölmiðlum. Ef lesendur skyldu ekki vita það þá hefur atvinnuleysi í Danmörku ekki farið undir þetta sjö til átta prósent nema í um það bil fimm ár af síðustu þrjátíu og þrem árum. 

En hvers vegna hefur þetta verið svona? Jú vegna þess að þar hefur aldrei mátt gera neitt sem ógnað gæti batanum sem alltaf átti að vera að koma og svo ríkisfjármálunum. Ekki má stíga á bensínið því þá er svo mikil hætta á því að ríkisfjármálin fari til fjandans og þá er allt glatað því atvinnuleysið er eini virki hnappurinn eftir í stjórntækjum hagkerfa sem hafa misst fullveldi sín í peninga- og myntmálum. 

Að hlusta á Lars Christensen eða Paul Krugman er eins og að hlusta á svart og hvítt talast við. Bandaríkjamann eru að farast af áhyggjum vegna 9 prósents atvinnuleysis þar í landi og segja að svo hátt atvinnuleysi muni eyðileggja samfélagið. 

Í Evrópu er þessu alveg öfugt farið. Þar er atvinnuleysi notað sem stjórntæki til að stýra því að eftirspurn fari nú ekki í gang þannig að fólkið í hagkerfinu passi nú áfram ofaní þýska stýrivexti, þýska peningapólitík og verði þannig ekki algerlega ósamkeppnishæft gagnvart einmitt Þýskalandi.
 
Eina hlutverk seðlabanka Evrópusambandsins og þar með Danmerkur er að halda verðlagi stöðugu. Það hefur mistekist meira en fullkomlega. Allt er sprungið í loft upp á Írlandi, Spáni, Grikklandi, Portúgal, Frakklandi, Finnlandi og víðar. Massíft aukinn launamismunur (launakostnaður) og massífar eignabólur hafa tætt í sundur hagkerfin inni í fangaklefum þeirra í myntbandalagi Evrópusambandsins. 
 
Í Bandaríkjunum hefur seðlabankinn tvöföldu hlutverki að gegna; að halda hagkerfinu í fullri atvinnu og að halda verðlagi sem stöðugustu. Þarna er regin munur á. Og fyrra hlutverkið er tekið mjög alvarlega því annars verður allt vitlaust.  

En það er einmitt vegna þessa sem myntbandalag Evrópusambandsins er að springa í loft upp. Samfélögin þola ekki meira. Þetta 30 ára massífa atvinnuleysi hefur eyðilagt Evrópu. Og það er Evrópusambandið sem hefur knúið fram þessa pólitík sem stendur fyrir eyðilegginu samfélagsins. Með fullri virðingu; þetta er það eina sem Lars Christiansen kann. Hann er EMU-hagfræðingur. Myntbandalagshagfræðingur úr ESB. Ágætur til heimabrúks. 
 
Ég ráðlegg Íslendingum að hlusta á sitt eigið brjóstvit og okkar eigin menn. Við kunnum þó í það minnsta að rífast við þá. Við tölum sömu tungu og deilum sömu örlögum. Þetta þýðir þó ekki að við getum ekki haft til hliðsjónar það sem er að gerast úti í hinum stóra heimi. 
 
Af hverju pissa íslenskir fjölmiðlar alltaf í buxnapils sín þegar útlendingur opnar munninn? Ok, ég skil; ef þeir komast ekki sjónvarpið heima hjá sér þá má alltaf reyna það íslenska.
 
Fyrri færsla
 
 

Gjaldeyrishöft bráðum innleidd á evrusvæðinu?

Samkvæmt fréttum þýska viðskiptablaðsins Börsen-Zeitung (I & II) hefur Andreas Dombret sem situr í stjórn þýska seðlabankans lýst því yfir að ríki geti innleitt gjaldeyrishöft sem síðustu varnaraðgerðir gegn flóðbylgjum fjárstrauma í ólgusjó fjármálaöngþveitis ríkja. Þetta mál, gjaldeyrishöft, hefur hingað til verið algjört tabú í Evrópusambandinu. En sem kunnugt er hefur AGS undanfarið verið að dusta rykið af tabúteppum gjaldeyrishafta á skrifborðum málalengingarskrifstofa sjóðsins. 

Skyldi yfirlýsing Andreas Dombret sækja sér næringu í þá staðreynd að fjármálakerfi evrusvæðisins eru öll í fullkomnum molum (fragmented) og að sum ríki svæðisins eru nú orðin verr sett með fjármál sín í faðmi evrunnar en sum bananalýðveldi heimsins eru með fjármál sín með einræðisherra við völdin? 

Yfirlýsing Andreas Dombret ætti kannski að skoðast með vasaljósum þeim sem eru að kvikna á Írlandi, Portúgal, Grikklandi, Frakklandi og fleiri löndum evrusvæðis þar sem hættan á flótta fjármagns er gríðarleg og þar af leiddu innflæði fjármagns annars staðar sem þvengríður fjármálakerfum á hinn undarlegasta hátt.

Í gær sagði seðlabankastjóri Írlands, Patrick Honohan, frá því að írskir bankar myndu ekki geta fengið frekari miðlungs-tíma fyrirgreiðslu hjá seðlabanka Evrópusambandsins og yrðu því að reiða sig algerlega á skamm-tíma fyrirgreiðslu.
 
Hann bætti því við að það væri ekki hlutverk seðlabanka að bjarga bönkum frá gjaldþroti. Það væri hlutverk ríkisstjórna (skattgreiðenda auðvitað). Patrick Honohan er í því perversa hlutverki að sitja einnig í bankaráði seðlabanka Evrópusambandsins, sem hann þarna var að tjá sig sem talsmann fyrir. 
 
Og AGS varar nú snillingana í seðlabanka Evrópusambandsins við því að hækka stýrivexti enn frekar. En seðlabankinn hækkaði þá fyrir nokkrum dögum, líklega til þess eins að ýta löndum Suður-Evrópu og Írlandi alveg fram af bjargbrún algers hruns. Þetta er líklega önnur heimskulegasta stýrivaxtaákvörðun mannkynssögunnar á eftir þeirri fyrri frá ECB: Heimskulegasti seðlabanki mannkynssögunnar? 

Þetta er allt svo frábært þarna á evrusvæðinu! Hið fullkomna fjármálakerfi! Og regluverkurinn maður, regluverkurinn!
 
OMG! Lánasafn Landsbankans lenti því miður og algerlega óvænt í gjaldeyrishöftum og hruni evrusvæðis. Atburðum sem aðeins geta gerst samtímis einu sinni á hverjum 10 milljörðum ára. 

Þeir sem halda að bankarekstur verði nokkurn tíma aftur eins og hann var fyrir hrun, vaða í villum vegakerfa heimsins.
 
Fyrri færsla

Plan B að fæðast sem ríkisstjórnar gjörningur dagsins

Kláðasveit lúsahers ríkisstjórnarinnar setti í dag á svið burtflogna björgunarþyrlu og blés svo upp loftknúinn seðlabankastjóra Íslands sem - alltaf eins og nývaknaður - æddi hina löngu leið í símann og spýtti þar loks út úr sér upplýsingum um það sem Davíð Oddsson sagði okkur öllum í beinni útsendingu - en bara fyrir rétt rúmlega tveimur árum síðan - að yrði staðan sem hann Már Guðmundsson byggi að í Seðlabankanum í dag. Bætt staða og minni áhætta þjóðarbúsins þegar bankarnir væru likvíderaðir út úr þjóðarhagnum. Og skuldatryggingaálagið á ríkissjóð nú þegar komið niður í 230 punkta. Meira en þrisvar sinnum lægra en á ríkissjóði Portúgals og Írlands; en sem Már endilega vil gangast í ábyrgð fyrir með órjúfanlegri aðild Íslands að sam-gjaldþroti evrusvaðsins.

Út úr flæðarmáli munnvatns seðlabankastjórans mátti heyra orðin sullast út í gegnum landsíma símtal hans við lánshæfnismatsfyrirtæki nokkur, og sem hann sagðist hafa verið í nánu sambandsleysi við í stanslaust rúmlega tvö ár. Samtals og uppgert eru þetta þá aðeins tuttugu og fjórir rúmliggjandi upplýsingamánuðir um B-aðgerðaráætlun bé-ríkisstjórnar Íslands. Enda ekki við öðru að búast á heimili þar sem lifað er hinu pólitíska lífi frá einum deginum til annars. 

Eins og við öll vitum, er dagurinn í dag það eina sem við alltaf höfum. Allt hitt er runnið vatn í góðu veðri til sjávar en sem til einskis var nýtt og engum var né verður nokkurn tíma til gagns. Gott var nú blessað veðrið, en engum til gagns.
 
En heiðrinum er þó alltaf hægt að bæta á sig, daglega.
 
Sjálfur hefði ég bara sent af stað spólu með viðtalinu við Davíð Oddsson. Það hefði ekki þurft að kosta svo mikið og jafnvel hefði mátt spara hraðpóstburðargjöld og notast við flöskupóst. Tvö ár í óupplýstri skelfingu er langur tími fyrir þjóðina.
 
Atburður gærkveldsins 
 
Hrossagaukurinn er kominn! Og er strax við komuna til landsins, að himnum ofan, byrjaður að þeysa um loftin og sýna og spila listir sínar. Þrátt fyrir kulda, storm og él. Þvílíkur kraftur og seigla. Hrossagaukurinn! Vorið er að koma.  

Ísland hefur sagt sig úr heimi Euffe Ellemann-Jensens

Mikið er ég feginn. Síðast þegar ég asnaðist til að andmæla skrifum þessa manns var lokað á umræðuna með ritskoðunarhnappi. Eins og venjulega. Og síðast þegar ég bjó í heimi þessa manns gekk hann um heiminn þann í bláum sokkum með tuttugu og eitthvað gulum stjörnum. Og þetta er ekki einu sinni lygi. Hvernig gat þetta endað öðruvísi en táfýla. Án þessara sokka hefði maðurinn aðeins verið á gatslitnum skóm.

Tuttugu og fimm árum seinna eru sjö af tuttugu og eitthvað gulum stjörnum gamla heims þessa manns enduð sem ruslahrúga í fanginu á Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum. Þau þau þau fengu ekki lengur lán lán lán á peningamörkuðum myntsokkabandalags Evrópusambandsins, nema á okurvöxtum, hærri en bananalýðveldum bjóðast. 

Nú á að fara með AGS haldandi í höndina á sér og banka upp á hjá Gjaldþrotasjóði Evrópusambandsins, sem gjaldþrota lönd sambandsins ætla saman að borga í. Ég skal banka og þú (be)talar, verður sagt.

Nú hefur Þýskaland líka sagt sig úr heimi Euffe Ellemann-Jensens, segir hann sjálfur. Nei, en gaman! En var það ekki algerlega fyrirsjáanlegt? Ég spyr. Hver vill þá vera berfættur í slitnum skóm. Vera sokkalýðveldi án sokkaverksmiðju Þýskalands?

Eftir að Danmörk hætti að fá yfirfærslur frá sokkaverkinu þá er eins og að eitthvað hafi fölnað yfir ýmsu þar heima fyrir. Sérstaklega hafa vinsældir sokkaverksins fölnað og gult orðið frekar rauðleitt.
 
Disclaimer; höfundur, sem er (af)dalamaður í dal á Íslandi, gengur um í heimaprjónuðum ullarsokkum konunnar minnar, og er nýbúinn að panta sér sænska tréklossa úr trjám því gengi sænsku krónunnar var ekki bundið fast við staur í Þýskalandi. Þeir ganga því vel. Og stutt er í ull. Tramp tramp tramp.
 
Fyrri færsla


Ísland er með lús [u]

Berlingske Tidende sunnudaginn 10. apríl 2011
 
Ríkisstjórn Íslands herjar á þjóðina eins og lús sem ógerningur er að nálgast og losna við. Þjóðin reynir að klóra sér en ekkert virðist duga til að stoppa þjáningu hennar, eins og við sáum síðast í DDRÚV málgagni lúsarinnar í gærkveldi. Smitin hafa einnig heltekið forystu Sjálfstæðisflokksins.
 
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ER ÍSLANDI SKAÐVALDUR. ÚT MEÐ HANA!
 
Í hverju málinu á fætur öðru er ríkisstjórnin opinberuð sem helsti fjandmaður þjóðarinnar, en ekki talsmaður hennar. Hún verður að fara frá. Ríkisstjórnarlaust  land væri betra en þessi verri helmingur þess versta sem stjórnmál geta boðið upp á. Ríkisstjórnin er fullkomlega umboðslaus og þjáist af dómgreindarskorti sem gerir hana óhæfa við stjórnun ríkisins. Hún er orðin þjóðhættuleg eins og ölvaður ökumaður bifreiðar er hættulegur umhverfi sínu og sjálfum sér. Og hún heldur bara áfram að bæta á sig. 

Við þurfum á aflúsun að halda. Ríkisstjórnin á að fara frá. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fá nýjan leiðtoga. Sá sitjandi er gagnslaus UHU-maður hentistefnu. Hreinsa þarf til.
 
Framsóknarflokkurinn fengi atkvæði mitt nú ef landsþing flokksins tæki sig saman og sýndi einhug í stað þess póstkassa sem til málamynda á að fara að panta úr katalógum og setja upp sér til hægðarauka svo flokkurinn geti komist hjá því að hafa skoðun í grundvallarmálum sem fylgt er eftir í verki. Út og suður, upp og niður dugar ekki lengur. Gefið stefnuljós og akið samkvæmt því. Stefnuljós gefið í báðar áttir er neyðarljós.
 
 
Uppfært; Forsætisráðherra Íslands í nokkrum erlendum fjölmiðlum
 
======
Johanna Sigurdardottir said the results were disappointing but she would try to prevent political and economic chaos ensuing. She said the repayment dispute would now be settled by a European trade court—which could impose harsher terms on Iceland than those rejected in Saturday's vote | Wall Street Journal
 
======
Prime Minister Johanna Sigurdardottir called the results disappointing.  She has said a "no" vote would result in political and economic chaos | Voice of America
 
======
The Icelandic Prime Minister Johanna Sigurdardottir has predicted "political and economic chaos as a result of this outcome", but did not say if the government would resign | Sky News
 
======
Johanna Sigurdardottir, Iceland's Prime Minister, said the rejection meant "the worst option was chosen" and had split the country in two | BBC
 
======
“This matter will now be settled in the European Free Trade Association’s court,” Prime Minister Johanna Sigurdardottir said in comments broadcast by RUV, immediately after the first results were published | Bloomberg
 
======
The worst option was chosen. The vote has split the nation in two,” Jóhanna Sigurdardóttir, prime minister, told state television, saying it was fairly clear the “no” side had won. [. . ] The prime minister, who had predicted a No vote would cause economic uncertainty for at least a year or two, did not say whether the government planned to resign | Financial Times
 
 
Um það bil 1000 aðrir fréttamiðlar vitna í orð forsætisráðherra Íslands.  
 
 
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ER
handlangari Evrópusambandsins á Íslandi
 

 
 

Framsókn er enn sem komið er best greitt fyrir utan ESB

Flokksþing Framsóknarflokksins telur þá silfur skildinga þannig að þeir séu enn best borgaðir fyrir utan Evrópusambandið á Íslandi. 

Rúmliggjandi helmingur þingsins stendur enn fastur með hausinn í rauða póstkassanum. Hin Maslovsku Óla Alxeander fíli bomm bomm eyru hinna rúmliggjandi eru það stór og bólgin enn að þau binda helminginn áfram á garðann í póstjötunni.

Þarna gefst íslenskum kjósendum framtíðar vonandi ekki auðvelt tækifæri á að rassskella helming þingsins. Hann þekkist því miður úr fjarlægð á endum sem standandi eru út um póstkassa mannanna sem eru að kíkja eftir pakkanum sem er ekki og verður aldrei í rauða póstkassanum. Þessir eru í raun og veru að biðja um að fá að njóta fullveldis Íslands á afborgunum. Á meðan þeir panta sér aulabarð ESB pr. eftirkröfu út katalógum Brussels til að pissa í. 

Stóra vandamál Framsóknarflokksins er hins vegar það að kjósendur vita ekki hvorn helming flokksins á að rassskella í næstu kosningum. Því eins og áður er getið þá eru andlit þeirra hulin föst í rauða póstkassanum. Því álykta kjósendur flestir að engan þeirra ætti að kjósa. Hvorki þá sem standa í tvær lappir né þá sem stunda póstverslun með fullveldi Íslands og míga í aulabörð.

Formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er hæfur maður. Mikið vorkenni ég honum fyrir að vera með svo mikið geldneyti í flokk sínum. Smalamennska verður líklega ógerningur í birkikjarri þessu.

Spáð er stormi. Þangað gæti flokkurinn enn náð að sækja sér veðrið.

Það er ekki hægt að hafa mjöl í munni og blása á sama tíma


mbl.is Best borgið utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi sjálfstæðiskona hefur ekki hugsað sér að sitja til borðs með Tryggva Þór Herbertssyni á meðan hann kyngir ælunni

Þetta er hárrétt hjá konunni sem heitir Brynhildur Andersen. Samningar af Icesave tagi munu elta embættismenn íslenska lýðveldisins hvert sem þeir fara til samskipta við fulltúra annarra þjóða. Því mun alltaf verða núið þeim um nasir að Íslendingar hafi sloppið "billega" því við hefðum átt að borga meira og meira. "Við björguðum ykkur" verður sagt.

Og svo munu allir Icesave samningar - sama hvernig þeir mættu vera - alltaf narta og naga sál og meðvitund íslensku þjóðarinnar áratugum saman. Því þegar fólk finnur fyrir niðurskurðinum og hallærinu sem skapast þá mun það alltaf segja að við borguðum of mikið, við hefðum ekki átt semja og samþykkja ólögmætar kröfur, eða við hefðum átt að borga minna, við hefðum átt að gera svona, en ekki svona.

Dómstólar eru eini rétti staðurinn til að útkljá mál af þessu tagi, ef nauðsyn krefur. Hér er ekki um einkamál ríkisstjórnarinnar eða þingmanna að ræða. Þeir munu sleppa léttast og hafa allt sitt á þurru. 

Fyrri færsla


Eignasafn evrusvæðis stækkar. Er 'Ísland' evrusvaðsins næst?

 

Skyldi einhverjum já-manni hafa dottið í hug

Restarnar af fullveldi Írlands, Grikklands og Portúgals eru þegar að mestu komnar upp á lyklakippu peningayfirvalda evrusvæðisins. Næst í röðinni er líklega Ísland evrusvæðisins; sem er smáríki  sem heitir Kýpur. Því verður líklega smokkað ósjálfbjarga og að þrotum komið upp á fullveldislyklakippu Brussels næst, svona rétt á undan Spáni. 

 
This tiny island economy, roughly a tenth the size of Portugal, might defy the PIIGS acronym by needing help sooner than its eurozone peers Spain or Italy 

Kýpur er eins þýðingarlaust og Ísland yrði ef það skriði inn í Evrópusambandið á úldnum aulafótum ríkisstjórnar Íslands gegn fólkinu í landinu. 
 
All of the boom-year gains have been wiped out and have yet to be recovered. 

Fasteignamarkaður Kýpur 6 apríl 2011
Já Kýpur var það heillin. Litla örríkið sem tók upp evru er nú þegar á leið í þrot. Hlutabréfamarkaður er hvellsprunginn um 80 prósent - þrátt fyrir evruvæðingu - og peningalegur evruorgasmi upptökunnar er þegar orðinn að vandaliseruðum æðahnút sem nú situr klofvega drottnandi yfir evruunnendum þessa smáríkis. Bankakerfi landsins hefur þegar limpast niður og vantar ekki minna en 2,7 miljarða evrur til að fullnægja Brussel og viðhalda reisn. Landið sem telur 800.000 íbúa og asnaðist til að taka upp evru þann 1. janúar 2008, er þegar á leiðinni í evruþrotið í himnaríkjum Brussels. Það fór í bankaútrás til Grikklands sem er á leiðinni til Stóru Argentínu Evrópusambandsins. 

Hinn barnungi fávísi Bjarni Ben klaufahamar klauf það sem hann klofvega gat klofið. Steingrímur J. Sigfússon kommúnisti er orðinn einhvers konar Iceland fullveldis spákaupmaður af verstu sort. Og Össur-hér-hefði-ekkert-hrun-orðið-ef-við-bara-hefðum-haft-evru er enn og alltaf bara þessi alþjóðlegi asni í hundabandi fávísrar kerlingar sem ekki einu sinni væri hægt að grafa upp á neinu vaxmyndasafni heimsins. Mikið ótrúlega getur vont versnað langa lengi. Þvílíkt samansafn vesalinga. Hold da kæft mand!
 
 
Fyrri færsla

 

Í neðanjarðarbyrgjum strokleðra Samfylkingar Vinstri grænna

 
1944
 
Þegar Samfylkingin finnst látin mun hún finnast lokuð ofan í neðanjarðarbyrgi skjaldborgar flokksins gegn Íslandi. Svart stjarfur dyravörður Vinstri grænna gegn stefnu eigin flokks heldur þar fast um stjórnborðið sem stýrir innsoginu. Engum er hleypt inn nema þeim sem bera til búsins nýjar birgðir strokleðra. Saman komin er samfylking þessi önnum kafin við að stroka út stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Og smá en saman reyna þau stanslaust að stroka út og yfir fullveldi þjóðarinnar sem innsiglað var með blóði, svita og tárum hennar á Þingvöllum laugardaginn þann 17. júní árið 1944.

Einn grásvartur maður í viðbót sést stundum banka þarna að dyrum. Hann heitir Bjarni Benediktsson og er stundum formaður Sjálfstæðisflokksins. Heitasta ósk Bjarna um jólagjöfina frá íslensku þjóðinni í ár, er bara ein; eitt stórt og massíft strok leður.

 
 
Svo eru það allir hinir snillingarnir
 
 
 
 
Og Portúgal er fallið. Það gerðist í kjallaranum í gærkveldi. Það, ásamt Grikklandi og Írlandi, mun auðvitað leggja restina af fullveldi sínu að mörkum til bjargar gangandi gjaldþrota bankakerfi Þýskalands.
 
a responsible step
 
“It is a responsible step for securing the financial stability of the euro zone.”
- Olli Rehn - 
 
Með kveðjum
Kommissar Úrmat Ímat
 
 
Fyrri færsla
 

Evran lifir - einn dag í einu

5 apríl 2011: Vaxtakostnaður ríkissjóðs Portúgals 5 ára lán
Mynd Bloomberg * 
 
Það er kannski ekki furða þó Mário Soares fyrrverandi forsætisráðherra og forseti Portúgals spyrji hvort þriðja heimsumból Þýskalands yfir Evrópu sé nokkuð í undirbúningi. Þó svo að sameining Þýskalands hafi gerst með aðstoð nágranna Þjóðverja í Evrópu þá var tilgangur aðstoðarinnar ekki sá að gera Þýskaland að herra yfir Evrópu, braust út úr gamla manninum, sem greinlega er ofboðið þessa Brusseldagana þar sem strengjabrúður fjármála ESB þeysa með svip og svipur sínar um kirkjugarða fullveldis landa Evrópusambandsins.

Reyndar er ástandið svo slæmt í evruríkinu Portúgal að nú er krafist meira en 10 prósent ársvaxta af ríkissjóði landsins fyrir að fá tíkall að láni til fimm ára í fjármálaparadís Samfylkingarinnar í mynthálsbandi Evrópusambandsins um evrulöndin. Rúmlega 10 prósent, takk. Evran virkar!
 
Þetta eru rúmlega fjórum komma þrem sinnum hærri vextir en Svíþjóð þarf að greiða fyrir að fá sama lán hjá fjárfestum. En Svíar hafa jú sína eign mynt, sænsku krónuna, og það vita fjárfestar. Þeir óttast því ekki að tekjur sænska ríkisins og þar með greiðslugeta þess þorni upp sökum þess að allir verði atvinnulausir í sænska hagkerfinu vegna glataðrar samkeppnisaðstöðu þess. En það óttast þeir að gerist og sé reyndar að gerast í Portúgal og sem í síðasta enda mun þýða gjaldþrot fyrir ríkissjóð þessa evrulands án eigin myntar og fullveldis í peningamálum.    

Portúgalska bankakerfið sem hefur verið afskorið frá umheiminum í meira en heilt ár hótar nú að hætta að kaupa skuldabréf portúgalska ríkisins nema það leiti sér aðstoðar gegn afleiðingum evrunnar hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum og ríkisþrotasjóði myntbandalags Evrópusambandsins. Fjármálageirinn í Portúgal væntir líklega þess sama og snillingar atvinnulífsins og ASÍ-baráttusamtök verkalýðsins gegn sjálfum sér væntir af mynthálsbandi Evrópusambandsins um háls Íslendinga - að sjá 27 stjörnur.

Næst stærsti banki Portúgals, Banco Espirito Santo, segir að atburðarásin sé nú svo hröð og landið sigli svo hratt inn í ríkisgjaldþrot að ekki sé nægur tími til að sækja um aðstoð gegn evrunni hjá ESB-þrotasjóði evruríkja gegn afleiðingum evrunnar. Yfirvöld ættu því að biðja sjálfa framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um skammtímalán til að brúa bilið inn í eilífð Portúgals handan myntbandalagsins. En það er staðurinn sem Írland og Grikkland eru stödd á núna.

Eina von Evrópu nú virðist vera að lífið eftir evrudauðann komi sem fyrst. Komi áður en þriðja rúgbrauðssymfónían sem Mário Soares nefndi verður leikin sem eina lagið við vinnuna við atvinnuleysið í Evrópu á ný.
 
* Mynd: Vaxtakostnaður ríkissjóðs Portúgals, 5 ára lán. Á 10 ára lánum er hann tæplega 9 prósent. Skuldatryggingaálag Portúgals er nú tæplega þrefalt hærra en á ríkissjóð Íslands, eða 585 punktar. 
 
Krækjur; Jornal de Negocios I II
 
Tengt
 
 
Fyrri færsla
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband