Leita í fréttum mbl.is

Ég hljóp á mig

Í umræðum hér sagði ég að Standard & Poor's hefði með réttu lækkað lánshæfnismat Bandaríkjanna vegna hins "slæma pólitíska ástands" eða ferlis í Washington (the political process).

Þarna hljóp ég á mig. Þó svo að flestir séu sammála um að S&P hafi lækkað lánshæfnismat Bandaríkjanna á langtímaskuldbindingum vegna einmitt rifrildis demókrata og repúblikana og læstrar stöðu í bandarískum stjórnmálum, þá er það mat einmitt og enn frekar fullkomlega út úr kú, því meira sem ég hugsa um málið.

Rifrildi demókrata og repúblikana eru heilbrigðisvottorð fyrir hinn pólitíska prósess. Lýðræðið er virkt, stjórnmálin eru sterk. Þau eru megnug um að frysta, skapa eða leysa vandamál. Þetta hefði aldrei getað gerst í ESB. Þetta er ástæðan fyrir því að Bandaríkin eru leiðandi afl í heiminum. Leiðandi lýðveldi þóknast og friðþægjast ekki.    

Óli Björn Kárason hefur rétt fyrir sér. Hófsemd er ekki alltaf dyggð. Takk fyrir áminninguna.
 
Og já, - hlutabréfamarkaðir féllu mikið austan- og vestanhafs í dag. Ekki vegna aðgerða Standard & Poor's, heldur vegna þess að of margir á Vesturlöndum stunda friðþægingar stjórnmál og eru í miðju vaði að skera niður og í steik efnahag heimsins til þess eins að geðjast fjármálamörkuðum, sem þó eru aðeins geltandi hundar að kalla á hrædda húsbændur sína. 
 
Kjánastjórnmál, sem hafa gleymt því sem afar okkar og ömmur lærðu af stóru kreppunni 1929. Þau lærðu að Keynes virkar þegar við á. En eitt og sama farartækið kemur þér aldrei alla leið upp fjallið. 
 

Fyrri færsla
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Alveg hjartanlega sammála þér.

Fyrir utan þetta með Keynes og Krugman sem aldrei greiðir sér.  Aldrei!

Keynes var sár yfir því að hann tapaði öllu á Wall Street í kreppunni "miklu".  Honum komu til hugar aðferðir ríkisins til að halda uppi bólum í hagkerfinu til verndar almennings og kanski helst fjármagnseigindum.  Svo sem sniðugt að vissu marki.  En bara að vissu marki.  En ríkisjóðir komast ekki upp með þetta ef þeir eru reknir í mínus mínus.  Ekki einu sinni í reserve currency Ameríku.  Mínus sinnum mínus verður aldrei plús.  ..Ég er í það minsta farin að trúa því.

Núna hefur hann Keynes kallin verið keyrður áfram með óteljandi trilljónum hér og þar. Japan, Evrópu, Kína og USA.  Kratar elska Keynes.  Þetta virkar ekki þegar gatið hjá ríkissjóði er orðið of stórt og kerfið innbyggt vitlaust.  Bara alls ekki.  Er það ekki orðið frekar sýnilegt?

Ef USA triksar fram enn fleiri dollara með QE 3 verður gullið bara enn dýrara.  Og svo auðvitað líka olían, maturin og allt hitt líka.  Dollarinn er veikur og verður veikari.

Það er ekki til bóta fyrir almenning.  Alls ekki.  Verðbólga er skattur sem leggst þungt á almenning.  Það vita Íslendingar.  Eða hvað?

Hvar er hægt að kaupa gull?  Pólitíkusar heimsins eru að búa til mjög vonda köku.  Með nýjum , spánnýjum seðlum...og uppskrift sem er notuð vitlaust. Pólitíkusar kunna ekki að lesa.  Ekki Keynes.  Ekki ... nokkuð?

Jón Ásgeir Bjarnason, 8.8.2011 kl. 22:26

2 Smámynd: Snorri Hansson

Þessi grein er skyldu lesning ,hvort sem þú ert með eða á móti inngöngu í ESB.

http://www.lapasserelle.com/billets/greek_crisis.html?gclid=CP-16reMwKoCFUVO4QodoEw56A

Hér er inngangurinn:

by André Cabannes, PhD

10 July 2011

We explain why the money inside a country has nothing to do with and should not be the same as the one for external trade. We take the example of the Greek crisis and show that it is the consequence of the confusion between the two. Greece is only the first in a series of countries where the same problems will arise: Italy, Spain, Portugal, Ireland, France. We do not advocate the withdrawal of these countries from the euro, but the use by each country of two currencies: its local currency and the euro. Finally we explain why we believe that a new private international currency will appear

Snorri Hansson, 9.8.2011 kl. 00:27

3 identicon

Alveg rétt hjá þér.  Nema að tvíeinflokkurinn í usa er jafn mikið leikrit og fjórþursinn á íslandi.  Og dollarinn hrynur svo 2 vikum á eftir evrunni. 

ESB er framtíðin, fyrir alla.  Sovét á heimsvísu.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband