Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Má bjóða þér írska evru að láni?

Þú getur fengið hana á 10% raunvöxtum á Írlandi í dag. Það er mínus 4 til 5% verðbólga á Írlandi núna. Írski hagfræðingurinn David McWilliams vill alls ekki þessa írsku evru.
 
Má bjóða þér einn írskan banka? Þeir eru allir liðnir og náfölir sem lík. Líkfylgdin er írska þjóðin sem nú er bundin á skuldaklafa um komandi kynslóðir. Hinir fáu græddu á því fjármálasukki sem seðlabanki Evrópusambandsins jós yfir í aska nokkurra feitra írskra evruvíkinga.
 
Nú er tapinu þurrkað yfir á þjóðina. Þetta er kjarninn í grein David McWilliams á bloggsíðu hans. David vann áður hjá seðlabanka Írlands.

Atvinnuleysi ungra karlmanna á Írlandi er yfir 30%, og eykst hratt, segir David. Fólksflótti er að aukast. Hrikalegur samdráttur er í útlánum úr dauða-bönkum Írlands. Mismunurinn á milli innlána og útlána er 100% af landsframleiðslu. Yfir 300.000 manns eru með neikvæða eign í fasteignum sínum. Landið er gersamlega ósamkeppnishæft. Allt er of dýrt. Smásala fellur, atvinna minnkar, skattatekjur ríkisins falla, vinnuafl flýr landið og þrýstir fasteignaverði ennþá lengra niður.

Þetta var á árunum 1980 kallað "misheppnuð tilraun til jafnvægis í ríkisfjármálum". Reynt er að stoppa í tekjugöt ríkissjóðs með niðurskurði, svo er farið út í skattahækkanir. Þegar þær mistakast og skattatekjurnar halda áfram að falla, þá hvolfist þjóðarskútan og ríkisstjórnirnar gefast upp og falla. Þá hættir fjármálamarkaðurinn að sinna liðnu líkinu. Nýjar ríkisstjórnir koma og fara. Fjármagnið flýr svo sköttun og ríkisgjaldþrotaáhættu í senn. 

Næst flýr svo fjármagnið það óhjákvæmilega. Allir vita að á endanum verður hið læsta gengisfyrirkomulag landsins að bresta. Fjötrar evru munu þá falla eins gullfóturinn féll. Fyrst var það bara Keynes sem talaði einn í eyðimörkinni gegn frosnu gengisfyrirkomulagi frosinna manna. En í tak með að armæða ríkjanna jókst, vissu þau öll innra með sér að Keynes hafði rétt fyrr sér. Gengisfelling kom. Írland yfirgefur myntbandalagið og rífur af sér evruhandjárnin. Það er ósk Davids McWilliams;

Innlánsvextir í ERM landinu Danmörku

Daninn Kurt Nøhr Pedersen er viðskiptavinur í Lån & Spar Bank í Danmörku. Hann er þar með "hávaxta bankareikning". Innlánsvextirnir á þessum hávaxtareikningi eru núll komma núll prósent á ári. Í Danmörku hafa sjö bankar skrúfað innlánsvexti niður í núll. Þetta þýðir að þú borgar bankanum peninga fyrir að geyma peningana þína. Ódýrara væri að grafa þá niður úti í garði.

Já en menn verða að muna, segir John Christiansen bankastjóri Lån & Spar bankans, að við bjóðum 0,25% ársvexti ef þú setur 100 þúsund danskar krónur inn og lætur þær standa þar kyrrar. Svona virkar Dansave; Børsen

Það er eins gott að hinn svo kallaði "innri þjónustumarkaður" Evrópusambandsins virki ekki. Þá væri fjármagnið flúið yfir í verðtryggða íslenska krónu. Gengi íslensku krónunnar væri þá komið þangað sem íslenskir ESB-menn vilja hafa það; ein á móti öllum 
 
Fyrri færsla
 

Lítill áhugi fyrir ESB-fátækt í Noregi

Skortur á upplýsingum. 

Ný skoðanakönnun í Noregi sýnir að aðeins 33% Norðmanna hafa áhuga á því að ganga í ESB. Í næsta mánuði munu skoðanakannanir í Noregi hafa sýnt þvert nei við ESB í samfleytt fimm ár.

Það er lítill vafi á því hvað þessi afstaða fólks endurspeglar, segir formaður norsku samtakanna "Nej til EU", Heming Olaussen. Með evrunni hefur ESB komið sér út í öngþveiti. Fólk veit núna að enginn vafi er á því að aðild Noregs myndi fela í sér aukið atvinnuleysi, lægri laun, lægri ellilífeyri, minni réttindi, tapað fullveldi og sjálfsstjórn. Þetta er alveg öndvert við það líf sem fólk óskar sér.

"Óði hattarinn sagði Lísu í Undralandi að orð hafa þá meiningu sem þú vilt að þau hafi. Óði hattarinn hefði verið eins og heima hjá sér í Evrópusambandinu því þar fær orðið “nei” þýðinguna “já” og pólitískum áróðri er básúnað út sem upplýsingum": Pistill: Sannleikurinn um efnahagsmál Írlands    

 

Já-hliðin kennir, eins og venjulega, skorti á "upplýsingum" um ófarirnar. Já, skorti á upplýsingum. Hafið þið heyrt þetta áður? Skortur á upplýsingum! Nationen | Folkebevægelsen | Morgunblaðið 

Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net 

 

Fyrri færsla

Þá voru 155 hagfræðingar sammála um eitt


90% Hollendinga vilja fá sína gömlu mynt til baka

Hollenskt gyllini

 

Reuters greinir frá því að hollensk skoðanakönnun sýni að yfirgnæfandi meirihluti hollendinga vilja fá sína eigin mynt til baka. Mynt Hollands frá 17. öld til ársins 2002 var hollenskt gyllini (NLG). En árið 2002 tók Holland upp evru. Þar með deila Hollendingar mynt með 15 ólíkum ríkjum og ríkisstjórnum þeirra. Gyllini er ennþá gjaldmiðill hollensku Antillaeyja (ANG).

Hollenska skoðanakönnunin náði til 5300 manns. 92% aðspurðra vildu að Grikkland yfirgæfi myntbandalagið. Meira en 90% aðspurðra vildu að Holland og Þýskaland tækju aftur upp gömlu gjaldmiðla sína (mark og gyllini) og yfirgæfu myntbandalagið. Meira en 60% aðspurðra höfðu áhyggjur af að þróunin í Grikklandi myndi valda usla í bankakerfi Hollands; Reuters

Tvær slóðir til aflestrar á sunnudagsensku.

Boris Johnson um gríska málið;

"The Greeks must be rueing the day they whacked the drachma. If Hellenic pride is currently at a low ebb, just wait until the EU steps in".  It was late last night and I was rifling through the sock drawers for euros to fund the annual half-term skiing. There were all sorts of useless coins – Uzbek som, Iraqi dinars, 2d bits – and there it was, like a sudden Proustian blast from our childhood. It was a 50-drachma piece, with Homer on one side and a boat on the other. It was dull and scuffed and technically as worthless as all the other coins in my hoard. But as I turned it over in my hand it seemed to glow like a pirate's doubloon, radioactive with political meaning" (lesa)

Norman Tebbit, líka um gríska málið;

"Our masters in Brussels will use the Greek crisis to try to impose a single government across Europe." It is a long time ago that I explained to my old friend and former colleague (he was the Chancellor at that time) Ken Clarke that no currency could have more than one Chancellor of the Exchequer, or chief Finance Minister, to its name; and no Chancellor without a currency to his name was worthy of that title. He demurred a bit, so I asked hime to name a Chief Finance Minister without a currency of his own, or a currency with more than one. Alas, 15 years later I still await his reply" (lesa)

Fyrri færsla

Fátækt hefur aukist mikið í Þýskalandi - 11,5 milljón manns nú fátækir. 


Fátækt hefur aukist mikið í Þýskalandi - 11,5 milljón manns nú fátækir.

 Mynd úr sjónvarpsþætti danska ríkissjónvarpsins um sameiginlegt sjálfsmorð Evrópu

Mynd úr sjónvarpsþætti danska ríkissjónvarpsins um sameiginlegt sjálfsmorð Evrópu dr.dk 

Á síðustu 10 árum hefur fátækt aukist mikið í Þýskalandi. Það er efnahagsrannsóknastofnun Þýskalands (Deutschen Institut für Wirtschaftsforschung) sem segir þetta í nýrri skýrslu. Alls eru 14% allra íbúa Þýskalands fátækir. Samkvæmt mælikvarða stofnunarinnar telst fólk fátækt þegar það þarf að lifa af á undir 60% af meðaltekjum allra í landinu. Um 30% fleiri eru fátækir í Þýskalandi í dag en voru þar fyrir 10 árum. Úr hópi ungs fólks á aldrinum 19-25 ára falla 25% þeirra í flokk fátækra. Um 40% einstæðra foreldra með eitt eða fleiri börn eru fátækir. Bandalag þýskra fylkisbanka (Landesbank) aðvarar stjórnvöld um að fátækt meðal gamals fólks í Þýskalandi muni verða vaxandi vandamál; Berliner Zeitung 

300.000 manns fóru úr þýska hagkerfinu á síðasta ári

Ekki nóg með það að allir vilji fá lánað AAA kreditkort Þýskalands núna, þá sagði þýska hagstofan frá því um daginn að Þjóðverjum hefði fækkað um 300.000 manns á árinu 2009. Þjóðverjum byrjaði að fækka árið 2003 og var fækkunin um 400.000 til 500.000 manns frá 2003-2008. Harði fækkunar er að aukast og mun hann aukast ár frá ári næstu áratugi. Mannfjöldaspá þýsku hagstofunnar gerir ráð fyrir að þýsku þjóðinni geti fækkað úr 80 milljón manns og niður í 60-65 milljón manns árið 2045-2055. Vöxtur verður varla mikill í svona hagkerfi í framtíðinni. Hætt er við að kjör ungs fólks verði litið aðlaðandi í þessu erfiða ellisamfélagi; Hagstofa Þýskalands

Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net 

Fyrri færsla

Ef Bretland væri með evru þá væri atvinnuleysi þar tvöfalt meira. Evran deyr innan næstu 4 ára. 


Ef Bretland væri með evru þá væri atvinnuleysi þar tvöfalt meira. Evran deyr innan næstu 4 ára.

Gordon Brown mun verða minnst fyrir það afrek að hafa haldið Bretlandi utan við myntbandalag Evrópusambandsins 

Gordon Brown mun verða minnst fyrir það afrek að hafa haldið Bretlandi utan við myntbandalag Evrópusambandsins. 

Miðstöð efnahags- og viðskiptarannsókna í Bretlandi (CEBR) segir að Bretar muni minnast Gordon Brown fyrir það afrek að hafa haldið Bretlandi utan við myntbandalag Evrópusambandsins. Gordon Brown var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Tony Blair frá 1997 til 2007, áður en hann tók við núverandi forsætisráðherraembætti árið 2007. Allan tímann undir Tony Blair beitti Gordon Brown sér ákaft gegn evruáhuga Tony Blairs, en ríkisstjórn Tony Blair komst til valda í maí 1997.

Niðurstöður útreikninga úr efnahagslíkani CEBR segja að ef Bretland hefði gengið í myntbandalagið væri atvinnuleysi í Bretlandi um 15% núna. Það væri þá um það bil tvöfalt hærra en það er í reynd í dag.

CEBR segir að hagvöxtur í Bretlandi á tímabilinu 1998-2006 hefði orðið örlítið meiri undir evru. En á sama tíma hefði verðbóga orðið meiri því stýrivextir myntbandalagsins voru lægri en þeir voru undir sjálfstæðri peningastjórn Englandsbanka. En þegar kreppan færðist yfir í byrjun ársins 2007 hefði samdráttur í Bretlandi orðið 7% undir evru í stað 5% undir sjálfstæðri mynt Bretlands.

Í viðtali við Reuters sagði Gordon Brown að hann álíti að sveigjanleiki breska hagkerfisins væri meiri með því að standa utan myntbandalagsins.

Hvað varðar vandamál myntbandalagsins þá segist CEBR alltaf hafa álitið að það muni koma til nokkurs konar ESB-björgunaraðgerða í Suður-Evrópu til að byrja með. En í endanum verður ESB að velja á milli miklu meiri samruna (sameiginleg skattheimta, fjárlög og skuldir) og þess brjóta myntbandalagið upp og leggja það niður. 

CEBR segir að latínska myntbandalagið á milli Sviss, Frakklands, Ítalíu og Belgíu (fleiri lönd komu þar einnig við sögu) á miðri 19. öld hafi farið í þrot á innan við 30 árum. CEBR segist eiga erfitt með að tímasetja komandi atburðarás. En í ljósi þess að allt gerist miklu hraðar í dag en á 19. öldinni þá er það skoðun CEBR að myntbandalag Evrópusambandsins muni brotna upp áður en árið 2015 rennur í garð; CEBR | PDF | Telegraph

 

Viðauki - hlýnun smjörfjalls - skemmt(i)atriði frá 2002

WHY BRITAIN SHOULD JOIN THE EURO

Eftir: Willem Buiter,  Willem Buiter  og  Willem Buiter

og nokkra aðra - við hengd PDF-skrá

 

Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net

Fyrri færsla

ERM-land myntbandalags Evrópusambandsins setur heimsmet í hruni efnahags. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

ERM-land myntbandalags Evrópusambandsins setur heimsmet í hruni efnahags.

Sögulegur samanburður á samdrætti hagkerfa og tímalengd samdráttar 
 
Miðstöð efnahagsrannsókna (e. CEPR, Center for Economic and Policy Research), hefur sent frá sér skýrslu um efnahagssamdráttinn í Evrópusambandsríkinu Lettlandi. En landið er í hinu svo kallaða ERM-ferli inn í myntbandalag ESB. Gengi myntar Lettlands er þar af leiðandi bundið fast við evru.
 
Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn (AGS) var kallaður til Lettlands þegar fjármálakreppan skall á 2008. Í sameiningu komu AGS og stjórn Evrópusambandsins sér saman um "hjálparpakka" handa Lettlandi. Stjórn ESB er sögð hafa krafðist þess að gengi myntar Lettlands yrði ekki fellt. En það er oft eitt af því fyrsta sem AGS krefst, ef þörf krefur, þegar sjóðurinn kemur löndum til aðstoðar. AGS virðist ekki hafa viljað ganga gegn vilja ESB í þessu máli og hefur gengis-bindingunni því verið viðhaldið allan tímann. Sænskir bankar eiga mikið í húfi í Lettlandi og myndi gengisfelling koma bönkunum afar illa. Forsætisráðherra Svíþjóðar hélt á formannsembætti Evrópusambandsins seinni helming ársins 2009.

Samkvæmt kenningu og stefnu Evrópusambandsins, sem mörkuð er af grunnleggjandi fæðingargalla myntbandalagsins - þ.e. einn peningur og eitt gengi fyrir alla - þá átti svo kölluð "innvortis gengisfelling" (launalækkun og verðhjöðnun) að koma í stað snöggrar hefðbundinnar gengisfellingar myntar Lettlands. En nú hefur atvinnuleysi í Lettlandi náð þeirri ótrúlegu tölu að vera 22,8% - og á síðustu tveimur árum hefur raungengi (miðað við laun og innra verðlag í landinu) aðeins lækkað um 5,8%. 

Í skýrslu CERP kemur fram að ein afleiðing gengisbindingarinnar sé að heimsmet í hruni landsframleiðslu nokkurs ríkis síðan sögur hófust, sé nú verið að setja með 30% hruni landsframleiðslu Lettlands í Evrópusambandinu. Samdrátturinn í landsframleiðslu Lettlands á þremur árum verður nefnilega yfir 30%. Þetta er meira en landsframleiðsla Bandaríkjanna féll í stóru kreppunni frá 1929-1933.       

The Latvian recession, which is now more than two years old, has seen a world-historical drop in GDP of more than 25 percent. The IMF projects another 4 percent drop this year, and predicts that the total loss of output from peak to bottom will reach 30 percent. This would make Latvia’s loss more than that of the U.S. Great Depression downturn of 1929-1933; 
 
 
Vefslóðir: CEPR  | PDF
 
Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net
 
Fyrri færsla
 
 


Hið heimagerða gríska eldhús Fredrik Reinfeldts og heimska svona almennt

Desember 2009:

Þáverandi yfirmaður Evrópusambandsins í hálftíma var forsætisráðherra Svíþjóðar í frístundum. Hann sat þá ábúðarfullur við aðra hvora vinnu sína og sagði þetta: 

The Greek situation, he said, was "of course problematic, but it is basically a domestic problem that has to be addressed by domestic decisions"

 

Þýðing: Hann sagði að vandamál Grikklands væri innanhússmál (svona eins og gerist og gengur í sjálfstæðum ríkjum). Hann sagði líka að Grikkir yrðu að leysa þetta vandamál sjálfir. Ha ha ha ha.

Stuttu áður:

Skömmu eftir að Lehmansbræðrabanki féll, þá skaut - alla leið frá Stuttgart - Peer Steinbrück fjármálaráðherra Þýskalands því að heiminum öllum, og auðvitað í fullum trúnaði, að fall bankans og undirmálslánakreppan í Bandaríkjunum væri bandarískt innanhússvandamál. Ha ha ha ha.

Stuttu eftir þetta bjargar seðlabanki Bandaríkjanna (ekki í Stuttgart) tryggingafélaginu AIG frá gjaldþroti. En bíddu, af hverju gerði seðlabankinn þetta? Jú því annars hefði allt bankakerfi Evrópusambandsins hrunið til grunna. Það sem meira var: fyrsta verk Bandaríkjamanna þegar fjármálakreppan skall á haustið 2008 var að tryggja það að enginn erlendur aðili myndi tapa einum dal á því að eiga eitthvað af pappírum sem hugsanlega væri hægt að bendla við bandaríska ríkið.

Nú er Reinfeldt kominn í aðra hvora vinnu og Steinbrück er laus við atvinnu. Tveir spámenn Evrópusambandsins. Hver tekur svona blómabeð alvarlega? Ekki ég. Er eitthvað sem getur bjargað þessu? Nei, ekkert. FT

Tvær teiknimyndir

Erlendar skuldir 20 ríkja

 

Lánshæfnismat ríkissjóða evrulanda febrúar 2010 

Fyrri færsla

Aðeins "járnagi" getur bjargað evrunni. Mörg ný Weimar lýðveldi í uppsiglingu í Evrópusambandinu. 

Eitt lag enn

 


Aðeins "járnagi" getur bjargað evrunni. Mörg ný Weimar lýðveldi í uppsiglingu í Evrópusambandinu.

Þetta minnir mig á eitt eða tvennt.

Ástand ríkisskuldabréfamarkaðs 16 ríkja undir einni mynt og ca 17 seðlabönkum

Það var ritstjórnargrein í Die Welt núna í vikunni. Höfundurinn vill að Grikkland segi sig úr myntbandalaginu. Það er eina leiðin til að bjarga Grikklandi sem sjálfstæðu ríki og samfélagi. Fyrir Grikkland virkar myntbandalagið eins og fangelsi, segir höfundur. Eina leiðin til frelsis fyrir Grikkland er að taka gömlu Drachma myntina sína í notkun aftur. Allt sem átti að tryggja líf myntbandalagsins er hrunið. Stöðugleikasáttmálinn svo kallaði er orðinn að pappírstígrisdýri. Það sem Evrópusambandið er að krefjast af Grikklandi, Spáni og Portúgal núna er það sama og Heinrich Brüning kanslari Þýskalands reyndi í Weimar lýðveldinu sem stofnað var í Þýskalandi eftir fyrri heimsstyrjöldina. Fyrir Grikki er það því til baka til gömlu myntar landsins með aðstoð AGS; Die Welt

Aðeins "járnagi" getur bjargað evrunni

Viltu fá þýska markið aftur eða halda evrunni. Já 76%

Í annarri grein á Die Welt er fjallað um sama efni, þ.e. evruna og myntbandalagið. Fyrirsögnin er "aðeins með járnaga getur Berlín bjargað evrunni". Það verður að stíga skuldabremsurnar á evrusvæðinu í botn, ef það á að bjarga evrunni. Sem betur fer er Grikkland loksins komið undir umsjá evrulanda, segir greinin. "Loksins vaknaði Berlín". Að öðrum kosti myndi Þýskaland segja sig úr myntbandalaginu eða það brotna upp. Annar möguleikinn er líka að Grikkland, Spánn eða Portúgal sé hent út úr myntbandalaginu, nema þau kalli á AGS sér til hjálpar strax.

Á síðunni er lesendum gefinn kostur á að kjósa um hvort þeir vilji taka gamla þýska markið í notkun aftur, eða halda fast í evruna. Tæplega 1000 hafa kosið. Heil 76% vilja fá þýska markið aftur. Aðeins 24% vilja halda evrunni; Die Welt

Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net

Fyrri færsla

Hinn hreini ráðgjafakynstofn Samfylkinga Evrópusambandsins 


Hinn hreini ráðgjafakynstofn Samfylkinga Evrópusambandsins

Eitt mikilvægt og fram til þessa vanrækt og óleyst verkefni í þessu sambandi, eru nýjar aðstæður og brýn þörf á viðbrögðum við málefnum landa suð-austur Evrópu. Samkvæmt efnahagslögmálinu um að gjöfum fylgja kvaðir, þá verða lífsvenjur fólks í þessum löndum að breytast. Að öðrum kosti mun "ferlið" stoppa einn góðan veðurdag. 

Prófessor Dr Heinrich Hunke, efnahagslegur ráðunautur Þjóðarsósíalistaflokksins, 1942 Berlín; ráðstefnuskjöl efnahagsmáladeildar (economic conference paper).

  

Ekkert hefur breyst.

Lesandi góður. Þú verður að breyta þér. Nú fer Grikkland á skurðarborð hinna rétttrúuðu Evrópumanna, eina ferðina enn. Næst koma svo Portúgal, Spánn og Ítalía. Ert þú næstur?

Sósíaldemókratar hafa hins vegar ekkert breyst. Allt hér í ESB er ennþá við það sama gamla. Hinn eini sanni og hreinræktaði stofn réttra ráðgjafa Samfylkingarinnar í ESB standa þér ávalt reiðir og vel búnir til aðstoðar.

Samfylkingin og Vinstri-grænir bjóða þig velkominn.  

Slóð: FT

 

Fyrri færsla

Frjálsir kjarasamningar í ESB í húfi? Óhug slær á Evrópubúa. 


Frjálsir kjarasamningar í ESB í húfi? Óhug slær á Evrópubúa.

"A monetray union too far".

Mótmæli í Grikklandi. Dagblaðið Politiken

Danska dagblaðið Politiken, þriðjudaginn 2. febrúar.

Dönsk verkalýðsfélög eru afar óánægð með að yfirmenn Evrópusambandsins geti þröngvað launalækkunum í gegn í Grikklandi. Í fyrsta skipti í sögu hinnar sameiginlegu myntar Evrópusambandsins er evruland það nálægt ríkisgjaldþroti að ESB er því sem næst að yfirtaka stjórnun ríkisfjármála og hins opinbera í landinu.

Í dag munu yfirmenn Evrópusambandsins afhjúpa fyrir ríkisstjórn Grikklands bindandi áætlun þar sem miklar og bindandi kröfur verða gerðar til innheimtu skatta og niðurskurðar launa hjá opinberum starfsmönnum í landinu. Hér er ekki um að ræða vinsamlega beiðni. Hér er um að ræða skuldbindingu. Ef Grikkir brjóta skuldbindinguna þá munu þeir þurfa að greiða miljarða evrur í sektir.

"Aldrei fyrr hefur verðið sett fram svo nákvæmt, þröngt og ósveigjanlegt eftirlitskerfi með skýrslugerðarkvöðum og heimildum til refsiaðgerða", segir evrukommissar Joaquin Almunia.

Það er óttinn við að ástandið í Grikklandi muni ná að smita allt evrusvæðið með skulda- og gjaldþrotaáhættu, sem fær ESB til að koma með svo harkalegar kröfur á hendur Grikkjum, segir blaðið.

Politiken segir að hætta sé á að aðgerðirnar í Grikklandi muni vekja upp mikinn óhug út um alla Evrópu. Blaðið hefur eftir formanni launþegasamtaka opinberra starfsmanna í Danmörku, Dennis Kristensen hjá FOA (verkalýðsfélag opinberra starfsmanna), að það að Evrópusambandið sé að grípa inn í launamyndun og kjarasamninga sé algerlega ósamþykkjanlegt.

Dennis Kristensen segir að verkalýðssamtökin hafi aldrei skipt sér af þjóðaratkvæðagreiðslum í Danmörku. En það sé alveg á hreinu að ef við erum komin svo langt út á plankann að ESB sé farið að skipta sér af kjarasamningum og krefjast launalækkunar í löndum sambandsins, þá munum við taka upp til endurskoðunar hvort við eigum ekki beita okkur gegn því að Danmörk taki upp evru. Því þá er í raun launamyndun og hið frjálsa kjarasamningakerfi okkar í húfi fyrir alla Danmörku;

Politiken | Krugman; a monetary union too far

Fleiri esb-fréttir í glugganum á tilveraniesb.net

Fyrri færsla

Stál- og Kolabandalagið árið 2010 

 

PS:næsta bloggfærsla gæti heitið: "Fara Grikkir í innkaupaferðir til Kaupmannahafnar og rápa þar um í verslunum Hennes & Martröð". Þetta er eðlileg spurning því Grikkir eru með evrur. Þetta væri verðugt rannsóknarefni fyrir kven- og karlkerlingar við efnahagsmáladeild Háskóla Íslands og Bifastekki. Evrópusamtökin á Íslandi gætu auðveldlega fjármagnað þessar rannsóknir með smáauglýsingum á bloggsíðu samtakanna. 


Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband