Leita í fréttum mbl.is

Lenín verðbólga

 Vladimir Lenin sagði -

"besta leiðin til að henda samfélagi eða samfélagsskipan úr stólnum, er að pilla við gjaldeyri þess. Því þá mun manni takast að grafa undan trú flestra á valdhöfum og á sitjandi samfélagsskipan. Þá mun manni jafnvel takast að grafa undan trú harðsvíruðustu kapítalista á markaðssamfélagi sínu". Þegar verðgildi og eignir flytjast til á tilviljunarkenndan hátt, og þar sem allir eru Birnir og Bearish, jafnvel án þess að vita af því. Allir verða spekúlantar án þess að vita af því. Og þeir munu alltaf spekúlera á móti markaðinum, á móti þeim sem eiga verðmætin. Bjarnaröld ríkir. Ísar og ísbirnir koma.  

 

Spurningin er því - hvað munu Lettar, Litháar, Búlgarar og Eistlendingar gera núna? Hvað munu þeir gera samkvæmt verðbólgutölunum hér að neðan? Munu óánægðir borgarar þessara landa krefjast að löndin þeirra gangi úr þessu bandalagi eða í hitt bandalagið, eða að það komi ný bylting? Munu þeir hlaupa heim til mömmu sem passar gjaldmiðil þess og deilir gæðunum réttlátlega á milli "allra" þegna, alveg jafnt? Alveg allra? Alveg. Munu þeir hlaupa heim til Rússlands ?  Svarið er nei. Þeir munu ekki hlaupa heim til mömmu því mamma er dáin. En heyrðu, úr hverju dó hún?  Láttu ekki svona, ekki koma með svona bjánalegar spurningar Gunnar.

 

En biddu nú hægur, hmm. Eru þeir ekki nú þegar heima hjá mömmu? Heima hjá ESB? Nei þeir eru ekki heima hjá mömmu. Þeir hanga einungis í pilsfaldinum ennþá og bíða eftir að komast alveg heim til mömmu. En áttu þeir um eitthvað betra að velja þegar þeir fóru af stað? Eða voru þeir að flýta sér burt frá einverjum öðrum vandamálum? Já sennilega.  

 

En 

Var það þetta sem skeði hjá frændum vorum góðum? Var það þetta sem skeði hjá Svíum á því herrans ári 1992? Var það þetta sem fyrir alvöru  sjanghæaði Svíum inn í ESB? En á því ári skeði þetta:

 

  • 10 janúar - fjárlög Svíþjóðar kynnt og reynast vera með  71 SEK milljarða halla
  • 26. ágúst - sænski seðlabankinn hækkar stýrivexti í 16 prósent
  • 8. september - sænski seðlabankinn hækkar stýrivexti í 24 prósent 
  • 9. september - sænski seðlabankinn hækkar stýrivexti í 75 prósent
  • 16. september - sænski seðlabankinn hækkar stýrivexti í 500 prósent
  • 23. september - sænska ríkisstjórnin gefur út ábyrgð fyrir alla banka í landinu, "enginn banki má verða gjaldþrota"
  • 30. september - enn einn áfallapakkinn frá ríkisstjórninni kynntur
  • 19 nóvember - klukkan 14.28 er einhliða fastgengi sænsku krónunnar gagnvart EMS-gjaldeyrisbandalagi EB lagt niður, og á augnabliki fellur sænska krónan 10 prósent. Síðan þá hefur sænska krónan aldrei náð sér alveg.     

Leiddi þetta af sér að Svíar urðu hræddir og gengu í ESB? Gjaldeyrisbindinguna hafa þeir aldrei þorað að taka upp aftur. En það var risastór og illa rekinn ríkiskassi með hræðilega stórum opinberum velferðarkassa sem gat ekki fjármagnað sig lengur sem loks skar undan Svíum. 

Mun fara eins fyrir ESB ? Munu birnirnir koma og éta mömmu ?

 


Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll frændi góður. Gaman að les pistlana þína.
Af því að þú nefnir til Lenín þá er aðferð han margsönnuð. Þetta hefur verið helsta leið Bandaríkjanna gagnvart löndum S-Ameríku. Þetta var og er leið Nýnýlendustefnu gagnvart nýfrjálsum löndum þegar þau hafa reynt að koma sér á kreik.
Svo er það ESB. ESB er ekki fullkomið og á margan hátt frekar vanskapað. Það er skrifræðisbákn og fáránlegar reglur (líkist helst skrifræðinu í Sovét forðum) og það er greinileg viðleitni til samræmingar á pólitík landanna, m.a. til þess að þau vinni saman en ekki hvert gegn öðru.
Þér finnst staða Danmerkur í ESB ekki upp á marga fiska. Þú nefnir m.a. hækkandi verðlag. Varla eru verðhækkanir síðustu mánaða í Danmörku afleiðing 35 ára aðildar að ESB? Ég myndi heldur skoða hvernig dönum hefur tekist að halda á auði sínum þessi árin. Þjóðarauður dana er meiri en norðmanna, að olíunni meðtalinni. Munurinn liggur í mannauði, danir eru einfaldlega betur menntaðir og uppskera meira en norðmenn. Ávöxtun þessa sést m.a. í að viðvarandi atvinnuleysi áratugum saman (fyrir og efir aðild að ESB) er nú minna vandamál eða ekki vandamál.
Þú nefnir Svíþjóð og þann möguleika að svíar hafi verið hræddir til þess að gang í ESB með því að pólitískir ráðamenn hafi skapað óviðunandi efnahagsástand. Það er sjálfsagt rétt að pólitíkusar skópu óviðunandi ástand, þ.e. sænska velferðakerfið var vaxið öllum yfir höfuð og það var ekki lengur efnahagslegur fótur fyrir því að halda áfram. Það voru svo sósíaldemokratar sem undu ofan af þessu (ég segi sem betur fer, hinir hefðu rústað því alveg). Í dag sækja margir á ný til Svíþjóðar um fyrirmynd að velferðarerfi sem um leið er á heimstoppi í framlegð. Dæmið um Svíþjóð er gott dæmi um að land sem á í efnahagsöðruleikum getur bæði sótt um og orðið aðili að ESB án þess að bíða skaða af.
Varðandi Ísland og aðild að ESB þarf bara að svara einni spurningu. Hver á að að hafa forræði yfir náttúsuauðlindum á Íslandi, sérstaklaga fiskimiðum. Færist forræðið alfarið til ESB er kosturinn við aðild slæmur. Haldi íslendingar forræðinu telja kostirnir við aðild miklu meira. Og að síðustu Gunnar, er enginn munur á að reka fyrirtæki í ESB og EES. Allur sá kafli er sambærilegur, bara mismunandi eftirlitsstofnanir og dómstólar. Bless.

Albert Einarsson (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 07:54

2 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Komdu blessaður Gunnar,  gaman að rekast á þig þarna skælbrosandi á bloggsíðunni.

Þú ert ekkert smá málefnalegur í þessum færslum....það hálfa væri nóg HaHa !!

Eftir að hafa lesið yfir listann um bækur á náttborðinu hjá þér varð mér litið yfir á náttborðið hjá mér....HaHa!!

Stephen King: The Dead Zone

Sophie Kinsella: Shopaholic & Sister

Ken Follett: The Pillars of The Earth

Ein spurning...hvað lestu þér til skemmtunnar ?

Ég er nú ekkert í blogginu en það er oft gaman að sjá hvað landanum liggur á hjarta.

Því miður virðist sem fjármálageirinn hér sé að hallast að ESB aðild....ég kvíði þeim degi ef af verður, er algerlega mótfallin ESB....allt of mikil miðstýring og hún er aldrei til góðs.

Það væri kannski ekkert verra og jafnvel betra fyrir okkar fyrirtæki þar sem öll starfsemi hjá okkur fer fram erlendis og allt fjármagn sem inn kemur er í evrum....en mér dettur ekki einu sinni í hug að kanna málið !!

Jæja, hvað um allt það...ég er enginn sérfræðingur.

Hilsen

Anna Grétars.

Anna Grétarsdóttir, 21.5.2008 kl. 11:17

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll kæri frændi :)

Sumu svara ég þér í nýjum pistli sem ber yfirskriftina "Koss mömmu"

Vera Dana í ESB hefur lítið hjálpað hvað varðar matarverðbólgu. Danir framleiða mat til útsflutnings og eru því að missa samkeppnishæfni við önnur lönd ESB.

En staða Danmörku í dag er sú að raunverulegt atvinnuleysi er hærra en 12%. Það eru 800.000 manns á framfærslu ríkis og bæja (sem er 20% kjósenda - námsmenn, efturlauna og ellilífeyrisþegar hér undanskildir). 25% af þjóðinni eru opinberir starfsmenn. Þegar allt er talið saman þá fá um 75% af öllum kjósendum sitt viðurværi að hluta til eða að fullu úr hinum opinbera kassa. Allir vita að í svona umhverfi geta aldrei orðið neinar pólitískar breytingar því enginn kýs undan sér annann fótinn sem jú er deponeraður í ríkiskassann. Virkt lýðræði er í raun horfið og gömlu þjóðkirkjunni hefur í raun verið skipt út með kirkju ríkiskassans - trúnni á Ríkiskassann og á Ríkið. Hvorki meira né minna. Aðgerðaleysi sest að og athafnamenn, sem eru undirstaða velmegunar, eru lagstir fyrir inni í svefnámunni þarna innaf afgreiðslulúgunni hjá félagsmálaráðherra og kommissörum ESB.

Svíþjóð er engin undantekning hér. Þó svo að við myndum frysta hagkerfi Bandaríkjanna á hagtölum ársins 2002 og fram til ársins 2022 þá mun Svíþjóð ekki ná hagsæld Bandaríkjamanna fyrr en árið 2022. Fyrir ESB í heild þá er staðann þó mun verri, því árið 1985 nutu Bandaríkjamenn þeirrar hagsældar sem ESB nýtur í heild núna í dag - og fer bilið vaxandi og ekki minnkandi

Kærar kveðjur til þín og okkar góðu frænda í hinum fallega og enn sjálfstæða Norvegi.

Gunnar Rögnvaldsson, 21.5.2008 kl. 11:17

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hæ Anna

Til skemmtunar les ég það sem er á náttboðinu. Saga Evrópu er meira spennandi en flesta grunar. Og oft ótrúlegri en villtustu reyfarar megna að bjóða uppá :)

Kær kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 21.5.2008 kl. 11:24

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband