Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

"Magtudredningen"; pópenklíkusamfélagið

Ég var að lesa Moggann minn, helgarblaðið.
 
Reykjavíkurbréfið er satt. Svo mikið er víst. 

Í "af innlendum vettvangi" minnir Styrmir Gunnarsson mig á minn innlenda en nú erlenda vettvang í 25 ár. Það var — og er enn — þannig, að í fimm komma fjögurra milljóna sála samfélagi Danmerkur stóðu athugulir menn fast á því að lítil klíka "réði öllu" í Danmörku. Þetta beit sig fast í "umræðunni". Svo fast að ekki var hægt að horfa fram hjá staðhæfingunum. 

Hvað gerðu Danir þá? Jú, danska þingið veitti 30 milljón dönskum krónum í "rannsókn" á málinu. Hún var kölluð d. "magtudredningen" eða "valdarannsóknin". Nefndin vann og vann, starfaði og starfaði í sex ár og eyddi 50 miljónum dönskum krónum. Niðurstaða hennar kom. Og hver var hún? Jú, hún var meðal annars sú að 120 einstaklingar "réðu öllu" í Danmörku og að lýðræðislegur halli væri fastur fylgifiskur aðildar að Evrópusambandinu. Og hverjir voru þeir, þessir 120, ef ég mætti spyrja? Það færð þú ekki að vita væni minn, því lagt var lögbann á birtingu listans. Svona fór um sjóferð þá. Listinn var aldrei birtur.

Spurningin er sú hvort listahneigð vissra — sem hér skulu eigi nefndir á nafn — yfir "sekt" fólk í öðrum löndum hafi ekki verið listi ömmu andskotans, en þó í þeirri öfugu merkingu, að líklega er um og yfir svo margt hægt að gera lista með tölulegum upplýsingum og nöfnum sem byggist á regluverki hins hlutfallslega en sjúka stöðugleika - þ.e. hið stöðuga og hlutfallslega pólitíska klíkusamfélag allra landa; pópenklíkusamfélagið. Þetta virðist eiga við hér. Hlutfallslegur stöðugleiki. Kannski er hann úniversal. Eðli mannsins er að minnsta kosti úniversalt.  

Hundrað og tuttugu deilt með sautján eru sjö. Við erum ekki eins slæm og mætti halda. Því fer fjarri. Sjö menn ráða ekki flestu hér. No way. Við erum ekki Evrópa. Og höfum aldrei verið það. Blóð Íslendinga hefur alltaf verið rautt og aldrei blátt. 
 
Hárrétt, umræða er oft betri en rannsóknir og réttir þeirra. 
 
Fyrri færsla
 
 

Peninga- og fjármálamarkaður evrusvæðis steiktur á pönnu í ólífsolíu

Gengi evru gagnvart dollar 2 ár
Óstöðugleiki.
 
Í dag hefur vaxtamunurinn á milli Þýskalands og Ítalíu galhoppað upp yfir evruskjólveggi Samfylkingarinnar og hundskast nú með ráðamenn evruríkja frá stað til staðar í hengingaról myntvafningsins fræga. Allir eru að flýja hina óhjákvæmilegu upplausn sem bíður evrusvæðisins.

Ekkert virkar á peningamörkuðum evrusvæðisins. Hvorki fjármálamarkaður fyrirtækja né fjármálamarkaður heimilanna. Í Þýskalandi hefur enginn vöxtur verið í útlánum til hvorki fyrirtækja né heimila síðustu sjö árin. Allt er þar flatt og steindautt. Aldraðir íbúar þessa elliheimilis gátu vegna 20 ára stöðnunar hvergi ávaxtað fé sitt nema í bólugröfnum löndum seðlabanka Evrópusambandsins, sem nú eru öll hvellsprungin. Sparifé Þjóðverja var og er alveg óhult fyrir nokkrum ávexti, því allt myntsvæðið er að breytast í eitt allsherjar skuldafangelsi. Það verður gert upptækt.
 
Valkostir á ríkisskuldabréfamarkaði. AAA einkunnir
Mynd, FT: Útistandandi ríkisskuldir á skuldabréfamarkaði heimsins. Alternatives to the USAAA – there’s not much. Valkostir á ríkisskuldabréfamarkaði. Bandaríkin eru um það bil 28 prósent af efnahag heimsins. Ríkisskuldir þar á hvern mann eru ekki miklar. Og skattagrundvöllurinn er þar frekar lítið nýttur miðað við lönd Evrópu.
 
Á meðan fellur vaxtakrafan á 10 ára ríkisskuldabréfum Bandaríkjanna því enginn maður með fullu viti hefur áhyggjur af því að ríkið þar hætti að greiða laun og reikninga í nokkrar vikur eins og það gerði í stjórnartíð Bill Clintons — reyndar í tvígang — frá 14. nóvember til 19. nóvember 1995 og frá 16. desember til 6. janúar 1996. Á meðan héldu Dow og S&P áfram að hækka: Ekkert gerðist. Ekkert, zero, núll.     
 
Krækjur
 
Paul Krugman; Eurofail 
 
Fyrri færsla
 


Paul Krugman talar um skuldavanda Grikklands og lífvænleika bandaríska hagkerfisins

Barak Obama er Steingrímur J. Sigfússon Bandaríkjanna í teiknimyndaútgáfu. Orð án innistæðna. Aðgerðir án vits. Völd án valda (e. power without authority). Tungufoss án afls. 

Þessi krækja hefur sjaldan eða aldrei átt betur við um pólitík Steingríms J. Sigfússonar en í dag: Er ég geðbilaður? Verndað viðtal við fjármálaráðherra

 

 

Fyrri færsla

Misstu skipin, misstu gengið, misstu sjálfstæðið og fullveldið 

 


Misstu skipin, misstu gengið, misstu sjálfstæðið og fullveldið

Þorskur Nýfundnalands á frímerki á meðan landið var sjálfstætt ríki.
Nokkrum árum áður en fullveldi og lýðræðislegri sjálfsstjórn Nýfundnalands — og 380 þúsund íbúum þessa sjálfstæða ríkis — var hent sem endanlegu veði inn í bankahólfin í sambandsríki Kanada árið 1949, hafði landið misst allt bankakerfi sitt til útlendinga. Það sama gerðist með fragtskipaflotann og alla vinnu þjóðarinnar við hann. Það sama gerðist í myntmálum Nýfundnalendinga. Þeir höfðu álpast til bindast við og að taka upp Kanadadal.

Sem afleiðing verslaði Evrópa og Bretland frekar við Íslendinga því þeir voru skyndilega komnir með vélknúin gufuskip og gátu afhent fiskinn — á samkeppnishæfu verði — samkvæmt stundaskrá. Þetta gátu Nýfundnalendingar ekki því þeir réðu ekki lengur yfir samkeppnishæfum skipaflota og gátu ekki endurnýjað hann, því þeir höfðu misst gengið, bankakerfið og markaðina. Þeir gátu lítið annað gert en það sem Grikkland, Spánn, Portúgal, Ítalía og Írland eru að gera í dag; að drepast lokaðir inni í eigin landi í umsátri þeirra sem halda orðið alfarið á peningamálum þeirra. 

Þetta er draumur Samfylkingarinnar. Að Ísland deyi í Evrópusambandinu. Drepst flest sem þangað fer.
 
Tengt
 
 
Fyrri færsla
 

"Aðgerðarsinni" sem gekk einni "aðgerðinni" of langt

SIGUR RUV.002 
Mynd; Útsending Ríkisútvarpsins; Alþingiskosningar 25. apríl 2009 

Fjölmiðlar Evrópu hafa blástimplað hugtakið "aðgerðarsinni". Það er daglega notað yfir fólk sem tekur landslög í sínar eigin hendur. Og oft gengur það skrefinu lengra og tekur sér í eigið vald dómarasætið yfir réttu og röngu.
 
Í Noregi tók maður einn öll lögin í sinar eigin hendur og hóf "aðgerðir". Hryllings"aðgerðir". 

Á þessi þróun fjölmiðla Evrópu á vörumerkjum góðs og ills að halda óheft áfram?
 
Ég votta Norðmönnum og aðstandendum samúð mína. Þetta verður erfitt.
 
Fyrri færsla
 
 
 

"Doing a Newfoundland" - Aðstöðu Grikklands líkt við afnám sjálfstæðis Nýfundnalands 1949

Í ágætis grein á vef Financial Times er stöðu lýðveldis Grikklands í dag líkt við þá ömurlegu aðstöðu sem skuldir Nýfundnalands komu landinu í á fyrri hluta tuttugustu aldar. Aðstæður sem leiddu til þess að Nýfundnaland missti sjálfstæði og fullveldi sitt og var lagt niður sem sjálfstætt ríki.
 

 

The Amulree Commission on a peripheral debt crisis, 1933

 

Lord Amulree

No part of the British Empire has ever yet defaulted on its loan obligations; in the absence of any precedent, the consequences which would follow from a default by Newfoundland must remain to some extent a matter for speculation. But if no precedent can be drawn from the history of the Empire, instruction may be derived from the experiences of other countries, and it is clear from these that any play of default such as that outlined above could be approved with the greatest apprehension…

 

 

The Brussels Summit on a peripheral debt crisis, 2011:

 

Jean Claude Trichet

As far as our general approach to private sector involvement in the euro area is concerned, we would like to make it clear that Greece requires an exceptional and unique solution.

 

All other euro countries solemnly reaffirm their inflexible determination to honour fully their own individual sovereign signature and all their commitments to sustainable fiscal conditions and structural reforms. The euro area Heads of State or Government fully support this determination as the credibility of all their sovereign signatures is a decisive element for ensuring financial stability in the euro area as a whole.

 

Krækja á grein Financial Times; Doing a Newfoundland (bendi sérstaklega á góðar krækjur til frekari heimilda í athugasemdum við greinina) 
 
Nýfundnaland og Ísland - hver er munurinn?
 
Ég bendi lesendum einnig á ágætis viðtal við kvikmyndahöfundinn Barbara Doran sem gerði myndina "Hard Rock and Water" sem fjallar um hvers vegna Íslandi farnaðist svona vel þegar það faðmaði gjöfula framtíð okkar í fangi ársins 1944, þegar lýðveldi Íslands var endurreist. Aðeins fimm árum síðar varpaði Nýfundnaland sjálfstæði landsins fyrir róða og landið hætti að vera til sem sjálfstætt ríki; 
 
Kvikmynd: Nýfundnaland og Ísland - hver er munurinn?
 
Þakkir til Gunnars Ásgeirs Gunnarssonar fyrir að benda mér á ofangreint viðtal og kvikmynd.
 
 
 

Aðalfundur í skiptaráði Evrópusambandsins; bara Merkshell áætlun í boðinu

Opinbert er skyndilega orðið að þátttaka í myntbandalagi Evrópusambandsins jafngildir fullveldis- og efnahagslegum afleiðingum gereyðingar á borð við þátttöku í heimsstyrjöld - og þá á hinni vondu hlið baráttunnar og gegn frelsi mannanna. 

Hinn innri eyðileggjandi áhrifamáttur myntsamstarfsins hefur hér með sannað sig sem verandi áhrifaríkari en vopnaglamur innrása gráum fyrir járnum.

Skilaboðunum um þessar nöktu staðreyndir öxulvelda ESB var lekið sem hvítum reyk upp úr skorsteinum nálægt þeim sem fyrir langa löngu voru notaðir til að eyða vandamálum Evrópu. Menn eru heldur betur að vakna upp við vondan draum Evrópusambandsins. Hvað næst?
 
Ekki skal neinn undra að Rússar skuli hafa reynt myntleiðina inn í Georgíu. 
 
Í dag í Bretlandi -
 
FT; Friday 16.00 BST. Hopes that a second eurozone deal to bail out Greece can cure the bloc’s sovereign debt contagion are showing signs of fading as traders endure another difficult day at the end of a painfully volatile week.
 
Í gær í Bretlandi -
 
FT; As stated in the text, an important lesson of the Argentine crisis is that market-based and voluntary financial engineering operations, such as debt swaps transacted at current market yields, do not work during a crisis - They were talking about Argentina’s first debt swap, in June 2001. Only the second, in November, triggered ‘selective default’ ratings
 

Krækja

Frá vígstöðvum Evrópusambandsins; "Marshall Plan" for Greece - Bailout gives hope but no game-changer for Greece; Reuters

 

Fyrri færsla

Svissnesku húsnæðislán íbúa evrusvæðis hafa hækkað um 44 prósent


Svissnesku húsnæðislán íbúa evrusvæðis hafa hækkað um 44 prósent

Gegni evru gagnvart svissneska franka frá 2. nóv 2007 til 20. júlí 2011 
Mynd; gengi evru gagnvart svissneskum franka
 
Evran hefur nú fallið um 30,5 prósent gagnvart svissneskum franka síðan 2. nóvember 2007. Þetta er ívið minna gengishrun en þegar ESB-útrásarfjármálamiðstöð Samfylkingarinnar hrundi ofan á íslensku krónuna. Þá gaf krónan strax 39 prósent eftir gagnvart evru og hóf lækningu og afruglun íslenska hagkerfisins samstundis. Síðan jafnaði krónan sig um tíma en féll svo enn frekar. Allt í allt féll krónan um það bil 49 prósent gagnvart evru. Í millitíðinni hafa myntlausu evruríkin Grikkland, Írland og Portúgal náð frá því að vera "við erum ekki Ísland" til að vera ekki neitt. Ekki segjast þau heldur vera Ítalía og alls ekki Spánn.
 
Vísitala gengis ISK gagnvart EUR frá ágúst 2008 til 20. júlí 2011
Mynd; Vísitala gengis íslenskrar krónu gagnvart evru frá ágúst 2008 til 20. júlí 2011
 
Á milli þessara ríkja og Íslands skilur fullveldi okkar í peningamálum sem og öðrum málum. Við stungum ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna í steininn og sögðum þeim að fara með sitt Icesave_banka_ESB_brask til síns heima í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum. Þar situr þessi ríkisstjórn Íslands enn. Svört og yfirþreytt af skömm.

Sem sagt; bankakerfið hrynur ofan á þjóðina. Gjaldmiðillinn gefur samstundis og eðlilega eftir — fyrst um 39 prósent — og botnar svo á 49 prósenta falli gagnvart gjaldmiðli seðlabankalings Evrópusambandsins. Nú á krónan okkar — og við að sjálfsögðu með henni — uppstigið eftir, og okkur til góða. En það mun aldrei verða svo lengi sem þessi ESB-ríkisstjórn er hér við völd.

Í Austurríki neyddust yfirvöld stuttu seinna til að þjóðnýta tvo af sex kerfislega mikilvægum bönkum landsins sem höfðu meðal annars tekið upp Samfylkingarmódelið og hafið skæða útlánaútrás niður Balkanskaga og út og suður Austur-Evrópu. Ástandið var svo alvarlegt að seðlabankastjóri Evrópusambandsins neyddist til að gista og borða mat í Austurríki, sem kom ekki, svo vitað sé, alla leið frá Finnlandi. Um leið komust Austurrísk yfirvöld að því að allt að þriðjungur af nýlegum fasteignalánum landsmanna höfðu verið veitt í svissneskum frönkum og japönskum yenum, því þar, já þar, voru vextir svo miklu hagstæðari en í myntvafningi Evrópusambandsins sem nú er að rakna upp. Þessi lán voru þar næst bönnuð með gjaldeyrishöftum á alla nema auðvitað ríkt og sérstaklega mikilvægt ofurfólk landsins.

Nú eru (ó)lán þessi í erlendum gjaldmiðlum og lán þau sem austurískir bankar jusu yfir lönd Austur-Evrópu og niður Balkanskaga, orðin svo dýr, að í sumum löndum hefur greiðslubyrðin af þessum lánum margfaldast. Tifar þessi klukka nú vænt undir bankakerfum nokkurra evruríkja og sem lítið er minnst á í dag, því aðrir og verri fyrirburðir um hálsbrot myntvafningsins yfirskyggja allar fréttir, nema auðvitað þær sem eru ekki sagðar undir talibanni DDRÚV.  

Eina leiðin til að koma í veg fyrir svona ástand í svartri framtíðinni í Evrópusambandinu á ný, er auðvitað það að loka þarf ytri landamærum ríkjanna, taka völdin af ríkjunum, taka myntina af ríkjunum, taka ríkisfjármálin af ríkjunum og endurlífga Herra hringsins. Það gengur ekki lengur að ríkin séu að reyna að burðast með þetta litla fullveldi sitt í neinum málum. Það sjáum við greinilega.

Evrópusambandið hefur alltaf — og eingöngu — stækkað og treyst sig í sessi í krísum. Þetta er almenna reglan hjá þeim aðilum sem lifa best á óförum annarra. Og það er alltaf nóg af krísum í Evrópu.
 
Ó Sovét-Evrópa komi þú. Komdu og fáðu þér einn annan sjúss úr flösku minni, væni minn.
 
Tengt efni
Fyrri færsla
 

Grikkland án seðlabanka - á leið í ríkisgjaldþrot. Nýlendustaða

Steypireiður bankastjóri seðlabanka Evrópusambandsins, Trichet frá franska Lyon, segir að hann og seðlabanki hans muni ekki taka á móti ríkisskuldabréfum gríska lýðveldisins sem veðhæfum tryggingum ef landið fellur niður um eitt lánshæfnismatsþrep í viðbót. Næsta þrep fyrir neðan núverandi lánshæfniseinkunn Grikklands er D = ríkisgjaldþrot (e. sovereign default).

Sem sagt; Grikkland er á leiðinni í ríkisgjaldþrot án eigin myntar og eiginlegs seðlabanka. Hann er í Frankfurt. Engin mynt, engir seðlar, ekkert vaxtavopn. Ekkert nema ein gagnslaus mynt sem flýr landið hraðar en talnakerfi útrásarmiðstöðvar Samfylkingarinnar gat talið sér trú um að hafa þénað sér inn einn raunverulegan tíkall í hönd.

Annað kvöld fáum við líklega að sjá og heyra enn á ný þokulúðrasveitir evrunnar spila sinn reglulega aftansöng. Munið eftir poppkorni og evruhöttum úr áli. Allt getur gerst. Verið því viðbúin. 

Það er svo spennandi þetta út og suður myntbandalag sem spilast nú daginn út og inn á hverjum einasta helvítis degi Evrópusambands Brusselveldisins.
 
Vissir þú þetta; Nú er svo komið að ríkisstjórnar málgagnið talibann DDRÚV er jafnvel meira - en stundum minna - lesið á vefnum en veðurfréttir Veðurstofunnar. Þetta er Össurareffektinn í fjölmiðlun. Samkomuhúsið í sandinum.
 
Tengt efni;
 
 
Fyrri færsla


Evruskjól Samfylkingarinnar og ASÍ; 40 prósent okurvextir

ESB-sauðaburður ASÍ og Samfylkingarinnar. Er einhver heima?
 
Vaxtakostnaður evrulandsins Grikklands; tveggja ára lán til ríkissjóðs Grikklands, skyldi slíkt lán fást pr. 20 júlí 2011
Mynd Bloomberg pr. 20 júlí 2011;
 
Gríksu tveggja ára GGGB2YR ríkisbréfin í evruskjóli Samfylkingarinnar og ASÍ. Þessi dagur sem grískt evruland í samfellt 10 ár — og sem ESB-land í 30 ár — hófst með því að gríska ríkið þurfti að bjóða fjárfestum 40,37 prósenta ársávöxtun sem áhættuþóknun fyrir lán til tveggja ára, þ.e. skyldu yfir höfuð finnast svona áhættusæknir fjárfestar.
 
Þeir, fjárfestarnir, eru yfirleitt kallaðir spekúlantar þegar á móti blæs og þegar ríkisstjórnir og yfirvöld þurfa að ljúga sig frá gjörðum sínum. Þá heita þeir spekúlantar. En þegar ríkinu vantar peninga þá eru þeir kallaðir fjárfestar.
 
Alltaf er eitthvað nýtt á hverjum degi til að gleðja og glepja sig yfir sem evruríki. Vaxtakrafan á tveggja ára lánum til gríska evruríkisins fór sem sagt upp yfir 40 prósent ársvexti nú í morgun. Evran virkar. Skjaldborgin glæsilega. Óði hattarinn í ESB. 
 
 
Dear Uncle Trichet

Would you please be so kind as to whip out your impressive chequebook in the next few days and stem this self-fulfilling crisis in Europe.

The market is aware of your penchant for bizarre policy moves (e.g. rate rises when all around you is collapsing) but prepared to forgive and forget so long as you embark on another round of bond purchases. In addition, would you please be so kind as to change the rules once more as regards collateral eligibility . . No need to go as far as permitting office furtniture and window fittings into the collateral pool . . lesa meira
 
Fyrri færsla
 

Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband