Leita í fréttum mbl.is

Prófsessor Jesper Jespersen; Evran er dauðadæmd - sjö lygar um evru

Innan skamms munu þýskir skattgreiðendur fá nóg af því að halda uppi ríkisgjaldþrota evrulöndum og fara í pólitískt greiðsluverkfall (hint; sjá grein þýska Handelsblatt í dag; "sjö lygar um líf evrunnar" - Die sieben Lebenslügen des Euro - Google þýðing - Currency Crisis: The Seven Lies of life €). Myntbandalag Evrópusambandsins mun, eins og öll önnur myntbandalög hafa gert, leysast upp. Þetta segir prófsessor Jesper Jespersen við háskólamiðstöðina í Hróarskeldu. 
 
Ifølge Jesper Jespersen er Tyskland i dag der, hvor USA var for 40 år siden – garanten for at valutasystemet fungerer.
 
Þýskt útflutningsfyrirtæki hika við að taka á móti greiðslum í evrum sem gefnar eru út af ítölskum, spænskum og svo framvegis vandræðaevrulanda bönkum. Þessi mismunun á sér þegar stað og mun bara aukast, segir Jesper.
 
ØMU-chokket realiseres ifølge Jesper Jespersen den dag ECB’s direktør meddeler, at en række ØMU-landes banker ikke længere kan låne i ECB, fordi centralbankens egen troværdighed er blevet udfordret, eksempelvis af en nedgradering af kreditværdigheden.  

Um helgina sagði danski prófessorinn Torben M. Andersen, sem er einn virtasti þjóðhagfræðingur Norðurlanda, að Evrópu bíði langvarandi kreppa og kollegar hans sögðu enn fremur búið sé að rústa efnahag þeirra ríkja sem mynda það sem kallað er Evrópusambandið; draumalandi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Landi hinna pólitísku gasklefameistara Alþingis Íslendinga.
 
Ítalska lögreglan leitar í bílum 
 
Írski hagfræðingurinn David McWilliams segir í bloggfræslu sinni í dag að þessa dagana leiti ítalska lögreglan í fólksbílum og vörubílum sem aka frá Ítalíu yfir til Sviss. Þeir eru að leita að evrum. Svo mikil er örvænting ítalskra yfirvalda orðin. Massífur fjármagnsflótti er þar í gangi.

Hard currencies, soft heads

Maðurinn sem sagðist ekki hafa hundsvit á peningamálum þjóðarinnar hefur talað. Að þetta skuli vera stjórnmálamaður gerir meðferð hans enn erfiðari. Gleði þeirra evruríkja sem nú eru læst í 60 prósent of háu gengi evrunnar munu þau deila óskiptri með Össuri skarpa. Össur Skarphéðinsson ráðherra á Íslandi hefur í dag sagt að hann auki við trúarlegar evruathafnir sínar við ESB-altarðið á degi hverjum. Evran muni því styrkist. 
 
Krækjur
 
 
Tengt frá janúar 2009
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband