Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Ójarðtengd samanburðarárátta háir Íslendingum

Ég verð að lýsa mig sem verandi á algerlega öndverðri skoðun við sumt það sem Pétur Gunnarsson rithöfundur segir í þessu viðtali. Þ.e.a.s ef ég les viðtalið rétt og sé ekki að misskilja það sem ég bendi á hér fyrir neðan.

Það var einmitt samanburðarárátta Íslendinga sem bjó til banka- og útrásarbóluhrunið hér. Þar báru toppfígúrur innlensku senunnar sig saman við það sem þeir sáu í útlöndum. Og án þess að gera sér grein fyrir eðli samanburðarins og eðli þeirra hvata sem samanburðurinn hafði þrýst þeim út í.

Bólur eru í eðli sínu samanburðar-vopnakapphlaup um að verða ekki álitinn heimskari, minna ríkur og að minnsta kosti jafn mikið vouge-horuð eða svart-sólbrúnni en nágranninn. Þetta er "hedging your self against stupidity". Ótrúlega margir hoppa á þennan vagn þegar honum er ekið inn götuna. Þegar það gersit þá verður til bóluferli og eins konar innvortis samanburðar styrjöld. En sjálfur hvatinn er oftast samanburðurinn við það sem stuttlega hugsandi gestir fá nasaþefinn af á of stuttum ferðum sínum erlendis.

Stundum finnst mér að Íslendingar séu samanburðaróðir í eina átt þ.e. inn_á_við þegar þeir eru heima hjá sér, en hins vegar þveröfugt þegar þeir eru á erlendri grundu. Þetta er þó skárra en að vera danskur, sænskur, þýskur eða franskur, þar sem allt er alltaf best heima — alveg sama hvað — séð jafnt utan frá sem innan.

Tímaritin og blöðin; hér vandast málið að sumu leyti nokkuð. Vönduð umfjöllun um vitleysu er varhugaverð, datt mér í hug, þegar einn virtasti prófessor danskrar þjóðhagfræði lét kandídatsritgerð dóttur minnar bíða dóms og laga, með þeirri afsökun að hann væri að ljúka við vandaða blaðagrein í Berlingske, um að Danir ættu að taka upp evruna, korter í hrun hennar. Það væri greinilega ekki lengur nóg að upplýsa efasemdarmenn með vandaðri blaðagrein í ny og næ í Information. Sem annað og einfaldara dæmi um evrópska útgáfuvöndun má nefna horrenglu tímaritið Vogue. Það selst í um það bil í 2-3 þúsund eintökum (sem er kannski upplag hins eftirlifandi aðals) í allri Evrópu. Kaupendur eru næstum alfarið auglýsingastofur sem nota blaðið til að klippa í það og herma eftir því í sínum blöðum. En sannleikurinn er sá að tímarit og dagblöð koma hvergi út í stórum upplögum í Evrópu, nema einmitt á Íslandi. Sannleikurinn er einnig sá að almenningur í Evrópu les hvorki tímarit né dagblöð. Hann les heldur ekki bækur. Hann er illa upplýstur, óvitandi og ótrúlega alltaf án náins jarðsambands við það sem er að gerast í elítuvæddu samfélagi flestra ríkja gömlu Evrópu. Stærsta prentaða tímaritið sem kemur út á hverjum degi í Evrópu er þýska s___ritið Bild.

Miðað við mannfjölda, aðstæður og forsendur er Vikan líklega stærsta, besta og vandaðasta tímarit í allri Evrópu. Hægt er að nefna fleiri dæmi.

Á velmektar árum Morgunblaðsins kom blaðið út í jafn mörgum eintökum og stærstu blöð á Norðurlöndum gera nú. Og nú er blaðið einnig lesið á tölvuskjám í stýrikerfum og á interneti því sem Ameríka skaffaði gömlu Evrópu, sem því miður enn er að lesa niður um sjálfa sig í Vouge.

Þetta er mín skoðun: Ég bjó í 25 ár í Evrópu og þrautreyndi þar áhrifamátt margra tímarita og dagblaða með því að kaupa af þeim hundrað sinnum of hátt verðlagt auglýsingapláss, undir beina markaðsfærslu. Ýmislegt er hægt að læra um það fólk sem les evrópsku pressuna með því að tala við fólkið sjálft og þjónusta það. Að tala persónulega við 25.000 manns var ansi lærdómsríkt.

Þessar tvær skoðanir um ofangreind atriði í ágætisviðtalinu við Pétur, finnst mér nokkuð góð dæmi um það sem ég vil kalla "vanhugsaða sveitamennsku". Afsakið. Mesta sveitamennskan á Íslandi á enn þá heima í Reykjavík. En ekta, upprunaleg og vel gróin íslensk sveitamennska er einn af hinum duldu fjársjóðum okkar lands. Ekkert jafnast á við "the real thing". Það var einmitt þessi "real sveita thing" sem kom í veg fyrir að við gengum í Sovétríkin á sínum tíma og að við fengum loksins fast slegnar okkar eigin 200 sjómílur. Reykjavík hefði þó sennilega gengið í Sovétið sjálft, hefði hún ráðið, en Ísland þó ekki. Landið ekki.

Stundum velti ég því fyrir mér hvort Sovétríkin væru ekki ennþá lifandi hefði viljað svo illa til að Margaret Thatcher og Ronald Reagan hefðu ekki verið á sínum stað á einmitt réttum tíma. Rétt fólk sem hafði rétt fyrir sér á réttum tíma. Eiginlega er ég nokkuð viss um að Sovétríkin væru enn lifandi og þá með aðstoð samburðarmanna þess í Vestri. Og einmitt vegna ótta burðarmanna þeirra við hrunið. Nú er það evran og esb sem mega ekki falla. Það verður að hindra hrunið. 

Ekki var skrítið að Pelle skyldi fara til Ameríku í kringum 1900, tæpum tveim öldum eftir að átthagafjötrakerfið og bændaánauðin voru tekin upp í Evrópu

Fyrri færsla
 

mbl.is Samanburðarleysi háir Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spánn missir langtíma lánshæfnismat og einkunn. Evran virkar ekki

Fjármálakerfi evrusvæðis virka ekki. Tröllaukið 24,4 prósent atvinnuleysi ríkir á Spáni og skattatekjur ríkissjóðs féllu um 2,5 prósent á fyrsta fjórðungi ársins í þessu 12. stærsta hagkerfi heimsins.
 
Í gærkvöldi lækkaði matsfyrirtækið Standard & Poor's langtíma lánshæfnismat evruríkissjóðs Spánar um tvö þrep; niður í BBB+ flokk. Þarna missti ríkissjóður Spánar sitt síðasta A. Skuldatryggingaálag á ríkissjóð Spánar var 473 punktar í gær — 212 punktum hærra en á ríkissjóð íslensku krónunnar — og hver veit hvar það verður á morgun eftir tilkynningu gærkvöldsins.  

Sagði Standard & Poor's að horfurnar á því að ríkissjóður Spánar muni halda þessari nýju BBB+ einkunn áfram, væru neikvæðar, sem getur þýtt að lánshæfnismat ríkissjóðs landsins verði innan skamms lækkað enn frekar en fimm sinnum orðið er, frá 2008.

Helsta undirliggjandi orsök vandamála Spánar er sú að Spánn tók upp evru og situr fast undir skuldafjalli vanvita evrubankakerfis sem landið reis aldrei undir. Skuldirnar urðu til í stærstu byggingarbólu sögunnar — frá því pýramídar Egyptalands risu — þegar fjármálabóla evrunnar sprakk vorið 2009, eftir tíu ára peningastjórn ECB-seðlabanka Evrópusambandsins. Raunstýrivextir voru neikvæðir í langan tíma og peningar í landinu rangt verðlagðir. Fyrir þetta geldur nú varnarlaus spænska þjóðin með yfirvofandi ríkisgjaldþroti, tröllauknu atvinnuleysi, vaxandi óróleika, niðurbrotnu samfélagi og glötuðu fullveldi í peninga- og stjórnmálum.

Áður en þessi risavaxna fjármálabóla evrusvæðis sprakk, þá var ríkissjóður Spánar mun minna skuldsettur en ríkissjóður Þýskalands, þ.e.a.s hann skuldaði árið 2007 um það bil 35 prósent landsframleiðslu sinnar á meðan þýska ríkið skuldaði næstum tvöfalt hærra hlutfall sinnar landsframleiðslu. Skuldum einkageirans var síðan undir áföllum laumað yfir á ríkissjóð Spánar — skattgreiðendur — fyrir tilstuðlan og þrýsting yfirvalda evrusvæðis í örvæntingarfullum tilraunum þeirra til að bjarga myntbandalagi Evrópusambandsins frá óumflýjanlegri tortímingu. Yfirvöld evrusvæðis heita þýskir bankar í Þýskalandi og franskir bankar í Frakklandi. Svo getur farið að Spánverjar verði þjóðargjaldþrota eins og aðrar evruþjóðir eru nú þegar að verða í evrum og verði, evrunnar vegna, smá saman innlimaðir í nýtt ríki Evrópusambandsins, sem er í smíðum.

Össur Skarphéðinsson Samfylkingarráðherra er líklega fyrsta Evrópumennið í sögunni sem lýsir því opinberlega yfir að hin endanlega langtímalausn allra hagsmuna og vandamála þeirra, sé að finna í Evrópu. Ólíklegt er að nokkur annar í sögunni hafi áður þorað að stíga fram og segja þetta opinberlega. Krefst þessi vandamálagreining Össurar áður útgefinnar yfirlýsingar um hundsvit hans á banka- og peningamálum þjóðar?

Mikið hrun hefur verið og er nú í lánveitingum úr brotnum banakerfum evrusvæðis. Svo virðist sem bankakerfin séu að skrúfa evrusvæðið í sundur svo þau geti passað sig á því að verða ekki sá hluti þess sem lendir í langtímalausn Össurar. Þau draga til baka skuldbindingar sínar yfir landamæri evruríkja. Koma sér út úr öðrum evruríkjum eins hratt og þau geta. Þau eru að leysa evrusvæðið upp í reynd. Og ECB-seðlabanki Evrópusambandsins er búinn með peningana, einu sinni enn, segir FT

Sex vikna tímabili framtíðarlausnar evrunnar er nú lokið. Í millitíðinni hefur ECB notað tímann vel og gefið út margar neyðarskýrslur. Seðlabanki þessi án ríkis er að reyna að fylkja eftirlifandi mönnum á bak við þá seðla sína sem eftir eru, þ.e.a.s. áður en þeir stökkva fyrir borð og seðlabankinn glatar pólitískri viðskiptavild sinni meðal öxulvelda evrusvæðis. Ágætt er þá að rifja upp hið liðna;

Fimmtudagur, 15. mars 2012; Nýlegt "trilljón" evru upplausnar-neyðarlán ECB-seðlabankans til vissra bankakerfa evrulanda mun á móti upphaflegum væntingum aðeins hjálpa bönkunum og hvetja þá til að grafa sig enn dýpra niður í byrgi sín. Aðstoða þá við að einangra sig enn pottþéttar frá öðrum bankakerfum á millibankamarkaði evrusvæðis (loka landamærum) og undirbúa þá undir það sem koma skal. Þ.e.a.s lánin munu frekar leysa peningasvæði evrunnar upp en hitt. Ekkert af peningunum fer í útlán til fyrirtækja né heimila.
 
Veruleikafirrtur ECB-seðlabanki Evrópusambandsins ræður engu um hvað bankar gera við peninga sína. Hann veit að 3 ára LTRO-neyðarlánin hér fyrir ofan hafa mistekist. En kennir lélegri eftirspurn í hagkerfunum um að bankarnir noti peningana í annað en þeir áttu að fara í á sama tíma og hann og öxulyfirvöld evrulanda fyrirskipa enn meiri niðurskurð í þessum sömu hagkerfum sem eru hvort sem er að krypplast saman og þverra norður og niður skattagrunn sinn. Þetta er eins og Storm P. vélin í ríkisstjórnun Össurar á Helguvíkur Heidi í kofa Steingríms á Fjöllum með varalit Jóhönnu. Hér þarf greinilega að gefa út nýtt DIKTAT!

Fjárfestingarhlutfall í Danmörku fallið 30 ár aftur í ESB-tímann

Fjárfestingarhlutfall atvinnulífsins í Danmörku miðað við verðmætasköpun 
 
Til að finna samsvarandi lágt hlutfall fjárfestinga atvinnulífsins í hagkerfi Danmerkur, verðum við að leita aftur í tímann til ársins 1982. Alveg út í vinstri kant myndarinnar, sem gerð er af samtökum launþegahreyfinga í Danmörku, AE. Myndin nær því miður ekki lengra en 30 ár aftur í ESB-tímann, sem hófst í Danmörku árið 1973.

Þessi mynd sýnir okkur þróun hins svo kallaða fjárfestingarhlutfalls atvinnulífsins í einkageiranum miðað við þá verðmætasköpun sem kemur út úr öllum fyrirtækjum landsins (þ.e.a.s: velta þeirra að frádregnum launum, vörunotkun, sköttum, gjöldum og verðbólgu).
 
Falli þetta hlutfall óeðlilega mikið þá þýðir það aðeins eitt; fyrirtækin eru að vinna með meira og meira úrelt framleiðsluapparat. Þegar það úreldist þá gerist tvennt; 1. Ef nýjungar og tækniframfarir eru ekki á ný byggðar inn í framleiðsluapparatið þá verður það úrelt og ónothæft, óarðbært og ósamkeppnishæft - eða - 2. Þá verður sjálft vinnuaflið sem vinnur við framleiðsluapparatið ónothæft, því það er ekki hægt að auka framleiðni þess á meðan það stendur og stundar störf sín með úr sér gengnu framleiðsluapparati. Ný tækni verður að koma til og byggjast inn í apparatið. Annars er engin ástæða til að festa fé í því sem úr apparatinu kemur. Þú ferð á hausinn og fólkið missir vinnuna. Eða, þú lækkar laun þess, kaupir þér svipu og pískar það áfram til að hlaupa hraðar og hraðar fyrir lægri og lægri laun. Dæmi; hin endurfrumvarpaða sovéska síðutogaraáætlun Steingríms J. Sigfússonar, Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar.

Takið eftir því að inn í myndina getum við bókfært fjögur voðalega merkileg ESB-ártöl; Það fyrsta; gengisbinding dönsku krónunnar við snúrustaur niðri í Þýskalandi árið 1982, sem fyrir alvöru markar upphaf ERM II og uppþornunar Danmörku. Hið annað; Þjóðaratkvæðis greiðslu Dana til Brussel um "EF-pakkann" árið 1986, sem samanstóð af miklum lagabálki sem átti að samhæfa fyrirtækjalöggjöf og búa til hinn svo kallaða innri markað, sem enn í praxís er einungis kenning á blaði í skúffufélagi embættismannaveldis Brussels. Það þriðja; Gangsetningu fullveldis- og peningalegs sýklahernaðar evrunnar á 12 lönd árið 1999. Hið fjórða; gildistaka hinnar nýju stjórnarskrár Evrópusambandsins, sem eftir níu ára baráttu gegn fólkinu og á barmi hruns í desember 2007, var loksins staðfest. Hún átti að bjarga Evrópu, hvorki meira né minna. Bjarga henni frá öllu því sem ESB hefur kallað yfir álfuna. 

Þið hljótið að sjá hve allt þetta mikla og stórfenglega bjargræði Evrópusambandskommúnismans hefur gagnast fjárfestingum í atvinnulífinu í Danmörku. Ef þið sjáið ekki árangurinn, ja, þá er bara að stara fastar og fastar á myndina þar til hún breytist í Össur. Sumir myndu þó segja, nei sé ekki neitt þvert á móti, þegar þeir horfa á myndina.

Talnasería AE nær ekki lengra aftur í tímann en til ársins 1982. Hvað skyldi gerast ef við förum lengra aftur í tímann. Aftur fyrir sköpun hins innri alheims Evrópusambandsins í Danmörku árið 1973. Út fyrir myndina (OMG)

Við finnum fram nýja en gamla og svipaða mynd úr skjalasafni danska seðlabankans. Hvað sýnir hún? Jú, hún sýnir okkur það sama og myndin frá AE. En hún nær hins vegar miklu lengra aftur í tímann. Og skali myndarinnar er annar. Hér er þetta fjárfestingarhlutfall atvinnulífsins sýnt sem hlutfall af allri landsframleiðslunni. Hin fyrri sýndi okkur hlutfallið og breytingar þess miðað við verðmætasköpun atvinnulífsins, aðeins. 
 
Fjárfestingarhlutfall atvinnulífsins í Danmörku miðað við landsframleiðsluna
 
Hér sjáum við að fjárfestingarhlutfall atvinnulífsins var miklu miklu meira áður fyrr. En svo kom big bang: Danmörk gekk í ESB árið 1973. Siðan þá hefur landinu hreint ekki farnast vel hvað varðar fjárfestingar atvinnulífsins.

Úr heimilisgeira dönsku þjóðarinnar — sem dæmi um ESB styrkleikann — er vert að minnast þess að íbúðarbyggingar á Reykajvíkursvæðinu voru í langan tíma fleiri að fjölda til og að fermetratölu á ári hverju en þær voru á öllu Kaupmannahafnarsvæðinu. Jafnvel áður en Ísland fór út í bankagröft. Og ekkert nýtt veglegt hótel var til dæmis byggt á öllu Kaupmannahafnarsvæðinu frá cirka 1977 til 2002. Mynd 3.A (Investeirngskvote B&A) á blaðsíðu þrjú í skýslu AE, sýnir okkur fjárfestingarhlutfallið í bygginga- og mannvkirkjagerð fyrirtækjanna á móti verðmætasköpun þeirra. Byggingar endast lengur en sjálf framleiðslutækin. En hlutfallið er samt sífellt og næstum án 30 ára afláts niður á við.

Í Danmörku búa nú um 5,45 milljón sálir
  • 1.200,000 eru eftirlauna- og ellilífeyrisþegar á framfræslu hins opinbera að mestum hluta til
  • 840.000 manns á fullri framfærslu hins opinbera við að gera ekki neitt
  • 700.000 eru opinberir starfsmenn á fullri framfærslu verðmætasköpunar einkageirans (búa ekki til nein verðmæti)
  • 900.000 eru börn undir 14 ára aldri
  • 300.000 eru námsmenn eða álíka
  • Atvinnuleysi hefur ekki farið niður fyrir bankakreppuhlutfall í samfellt 30 ár, að fimm árum undanskildum; þ.e. á fjármálabóluárum ECB-seðlabanka Evrópusambandsins. Það er nú um 8 prósent.
3 af hverjum 4 kjósendum eru á framfærslu hins opinbera, að fullu leyti, að hluta til eða eru opinberir starfsmenn. Þetta er nokkurs konar dópsala stjórnmálamanna.
 
Vilt þú fjárfesta þig í bremsuklossum ESB?
 
Fyrri færsla
 

Stjórnmálaflokkar þurfa að eiga meira en góð stýrikerfi - og engin símafélög

Sjálfsagt hafa sumir — með öðru eyranu — veitt því eftirtekt að í kvöld kom þrítugasta og annað uppgjör Apple í röð þar sem markaðurinn (fjármála) hafði að miklu leyti rangt fyrir sér, gleymdi sér í þoku smáatriða, en sást yfir grundvallaratriðin. Markaðurin mun lenda smá stund, smjatta á staðreyndum, en síðan vefja sig á ný inn í þokuslör spunans. Að hafa á röngu að standa í þrjátíu og tveimur kosningum í röð verður að teljast visst afreksverk.

Þannig stjórnmálaflokka þekkjum við flest. En hvað er þá að hjá sumum þeirra? ef svo mætti að orði komast.

Spain is having a terrible economic situation - it's an unusual case

Á fertugustu og þriðju mínútu símaráðstefnunnar sagði Tim Cook þetta: "Spánn er í hræðilegu efnahagslegu ástandi." Greinandi Barclays spurði greiningarlega spurninga sinna í símann alla leið frá Grillstöðum á fjöllum. Skyldi greinandinn vita að Spánn er í evrum í ESB og að 50,5 prósent ungs fólks gengur þar um atvinnulaust? Athugasemdir Tims Cook um þann áttavita sem símafélög verða að stýra rekstri sínum eftir, komu mér ekki á óvart. Vel að merkja; þetta eru símafélögin sem einu sinni ætluðu að stýra innihaldi og framboði á netinu í stað þess að einbeita sér að frumhlutverki sínu; að afhenda innviði. Ætluðu að stjórna því hvað færi og færi ekki í gegnum tæki þeirra. Þau þurfa að fara að passa sig.

Það er ekki nóg að eiga gott stýrikerfi. Maður þarf einnig líkamlega að eiga þann stökkpall sem maður stendur á og tekur stökkið frá.

Hver er stökkpallur þinn? Og hefur þú, flokkur, verið honum trúfastur. Alltaf.

Fyrri færsla

Seðlabanki Vestfjarða yfirgefur krónuna 


Seðlabanki Vestfjarða yfirgefur krónuna

Úrsögn Vestfjaðra úr landshluta myntbandalagi Íslands kom seint í gærkvöldi. Þolinmæðin var þrotin. Vestfirðir hófu á miðnætti stimplun peningaseðla í umferð. Fjöldi manna voru að störfum í viðskiptabankakerfi Vestfjarða í nótt. Allir seðlar í viðskiptabönkum voru stimplaðir. Þegar þeir opna á ný mun hin nýja merkta mynt Vestfjarða taka gildi. Nýir peningaseðlar eru í prentun og koma þeir til seðlabanka Vestfjarða með næstu skipum. Þeir verða þá samstundis settir í umferð. Gömlu og stimpluðu seðlarnir munu strax verða innleysanlegir á genginu einn á móti einum. Gengið gagnvart Reykjavíkurhéraðskrónu mun líklega þróast á þeirri forsendu að bankakerfi Reykjavíkurhéraðs eru afar illa farin og útflutningstekjur þess svæðis myntbandalagsins litlar.

Enn fremur er talið að Reykjavíkurhéraðssvæðið hafi um all langt skeið lifað langt um efni fram. Atvinnuleysi í íslenska myntbandalaginu er hæst á Reykjavíkursvæðinu og hefur það verið mjög hátt of lengi. Telja hagfræðingar að framtíð Reykjavíkurhéraðs sé háð hæfni svæðisins til að fæða sig og klæða undir mynt sem þá er komin er út tengslum við það sem áður var.

Byggingariðnaður og hinar skapandi listir héraðsins munu eiga erfitt uppdráttar því öll innflutt aðföng og allur sá flugvéla- og skipafloti sem svæðið hefur notfært sér hingað til, hefur að mestu leyti verið fjármagnaður með gjaldeyristekjum sjávarútvegs ásamt gjaldeyrissparandi afurðum landbúnaðar; sem og íbúar Reykjavíkurhéraðs hafa einnig neytt. Hann er þá er ekki lengur viðstaddur á svæðinu, þ.e.a.s ef illa fer og myntbandalagið leysist alveg upp. Ljóst er að kvikmynda- og þáttagerð getur ekki staðið undir innflutningi matvæla fyrir alla íbúa Reykjavíkurhéraðs. Þróunaraðstoð frá alþjóðasamfélaginu þyrfti því að koma til. Hún væri væri æskileg sem fyrsta skref til að koma í veg fyrir hungursneyð. Á meðan vinnst tími fyrir skipulagsarkitekta svæðisins til að afmarka garða og beð fyrir þann aðkeypta búfénað sem hin skapandi stétt svæðisins gæti mögulega aflað. Einnig myndi þá skapast viss tími til að vinna margslungið skipulag fyrir húsdýrahald í bílskúrum svæðsins, samkvæmt ítarlega þróaðri byggingareglugerð hinna umsvifamiklu yfirvalda.

Skuldbindingar seðlabanka Reykjavíkurshéraðs gagnvart seðlabanka Vestfjarða er óleyst mál. En ljóst er að ef Norðurland, Vestmannaeyjar og Grímsey segja sig einnig úr myntbandalaginu, að þá mun gengi Reykjavíkurkrónu falla mikið sökum fyrrgreindrar innri ósjálfbærni. Innbyrðis ójafnvægi myntbandalagsins var orðið þannig að þegar Vestfirðir köstuðu einni krónu út í sameiginlegt hagkerfi myntbandalagsins, þá höfnuðu 80 af 100 aurum hennar í vösum íbúa Reykjavíkurshéraðs. Aðeins 20 af 100 aurum hverrar krónu sem leyst var úr læðingi í hagkerfi Reykjavíkurshéraðs enduðu í hagkerfum utan þess.

Aðalseðlabanki myntbandalagsins á Surtsey mun ekki geta jafnað út innbyrðis stöðu seðlabankakerfis svæðisins að svo stöddu. Fullt samkomulag allra seðlabanka þarf fyrir slíkum aðgerðum. Og sameiginleg mynt gæti þá þegar verið horfin. Því er líklegt að seðlabanki Vestfjarða muni hið fyrsta hefja beinar innheimtuaðgerðir upp á eigin spýtur og hefjast þær þá væntanlega á handritunum. Símsvarar sambandsins í aðalstöðvum þess á Surtsey eru hættir að taka við skilaboðum. Hið sama gildir um yfirstjórn fiskveiðilögsögu sambandsins. Líklegt er að embættismenn sambandsins séu þegar hættir að fá greidd laun og farnir.

Ekki er enn vitað hvort varðskýli Hvalfjarðarganga verður flutt yfir fjörðinn og spöl upp fyrir afleggjarann. En gjaldskránni hefur þegar verið breytt yfir í Vestfjarðakrónu. 

Heilbrigðisyfirvöld Vestfjarða gera ráð fyrir að stór hluti starfsmanna heilbrigðiskerfis Reykjavíkurshéraðs muni flytja og sækja þangað atvinnu sökum hærri launa, lægri skatta og betra gengis. En fyrst þurfa umsækjendur að læra vestfirsku og flýta sér að selja eignir sínar fyrir sunnan áður en þær falla í verði og ferli eignaupptöku fer af stað. 
 
Heppilegra hefði verið ef byggðastefna Íslands hefði verið hugsuð upp á undan byggingareglugerð. Þá hefði þetta varla getað gerst og 100 þúsund ferkílómetra tækifæri gæti þegar staðið opið
 
Fyrri færsla
 
 

Dómskerfið misnotað í pólitíksum tilgangi - aðfarastjórnin

Málið gegn Geir Haarde snérist ekki um neitt annað en pólitískar ofsóknir og hefndarför vinstri manna, sem svo lengi höfðu þurft að lifa undir skuggafalli eigin Sovétríkja ofan á þá seka sjálfa.
 
Þjóðin vildi ekki kjósa þetta fólk svo langa lengi vegna einmitt brenglaðrar dómgreindar stærsta hluta þessa vinstri vængs; bæði í lýðræðislegum, pólitískum, mannlegum og stjórnarfarslegum skilningi. Fyrstu póltísku réttarhöldin eftir fall Sovétríkjanna fylgdu því strax með þessu fólki inn á eldhúsborð þjóðarinnar, eldingar fast í kjölfar kosningar þess.

Sovétskuggamenn á vinstri vængnum voru orðnir leiðir á því að vera sífellt hafnað. Nú býðst þjóðinni brátt tækifæri á ný til að hafna þessum skuggasveinum gamallra sem nýrra Sovétríkja Evrópu. Alþingiskosningar verða bráðum. Út með ESB og skuggamenn þess. Þetta er einungis hægt svo lengi sem við stöndum fullvalda frjáls fyrir utan hin nýju sovétríki ESB
 
Það var mjög merkilegt að horfa á hið pólitíska svarthols-kastljós DDRíkisútvarpsins leggja að jöfnu vinnubrögð í fordæmalausum aðdragana alþjóðlegs fárviðris á fjármálamörkuðum og hins vegar skipulagðra vinnubragaða sitjandi stjórnvalda við aðförina gegn pólitískum andstæðingi sínum, með allt báknið reitt honum til höggs. Afar ógeðfellt.
  1. Aðförin að Seðlabankanum sem æðstu stofnun peningamála
  2. Aðförin að lýðræðinu með kosningasvikum Vinstri grænna
  3. Aðföin að lýðræðinu í framkvæmd með svikaumsókn í ESB 
  4. Aðförin að Geir Haarde
  5. Aðförin að Hæstarétti
  6. Aðförin að stjórnarskránni
  7. Aðförin að þjóðinni í tvígang í Icesave
  8. Aðförin að sjávarútvegi
  9. Aðförin að fullveldi og sjálfstæði íslenka lýðveldisins

Þessi ríkisstjórn heitir hér með aðfarastjórnin
  

Lokun landamæra: tímabær undirbúningur undir hrun evrunnar?

Hví skyldi eitt lokaðasta hagkerfi Evrópusambandsins og OECD-landa þurfa á enn meiri lokun af frá heiminum að halda? Enn meiri lokun en landið glímir við þegar í dag. Frakkland er eitt lokaðasta hagkerfi hins Vestræna heims og á svipuðu lokunarstigi og Grikkland. Svífur um sjálft sig i sínu 400 lokaða osta veldi. Heimsveldinu þar sem herra De Gaulle gékk án árangurs á ostavegg.

Væri nú ekki heppilegt ef hægt væri að setja upp landamæravörslu út um allt þegar bankakerfi Ítalíu hrynja ofan á bankakerfi Frakklands. Sem síðan hrynja yfir evruna. Þá væri nú gott að geta stöðvað alla umferð í svona eins og 30 daga og leitað vel. Eða bara yfir eina langa helgi. Á meðan skipt er um peningalegar kennitölur og búsáhaldabylting barinn inn. Og svo eru það hin rafmögnuðu viðskipti á milli landa. Að loka á rafmagnið til þeirra í þágu þjóðaröryggis?
 
Ég trúi ekki nema helmingnum af helmings spuna þessarar fréttar. Hér liggur meira á bak við
 

  

Verða franskir sparifjáreigendur neyddir til að fjármagna skuldir franska ríkisins?

Credit Agricole 2012-04-21 lokun
 
Úr frönsku kosningabaráttunni berast afar slæmar fréttir. Að erfitt sé orðið fyrir franska ofurríkið að fjármagna skuldir sínar undir myntinni evru. Að bæði lofuð lánskjör og vaxtalag undir sameiginlegri mynt sé orðið falskt og komið úr samhengi við það sem upphaflega átti að réttlæta heilaga upptöku evru og niðurlagningu frankans. Að of dýrt sé nú orðið fyrir Frakkland að sækja sér lánsfé á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Því er lagt til að sparifjáreigendur landsins verði heimsóttir í buddur sínar í þeim tilgangi að þeir láni stjórnmálamönnum fyrir áframhaldandi taprekstri þeirra með góðu eða illu. Líklega mest með illu.

Atvinnuleysi í Frakkalandi hefur verið fastfrosið á um það bil 10 prósentum í samfellt 30 ár. Enginn árangur er af neinu þar hvað varðar Evrópusambandsaðild landsins. Ætli maður að vera kurteis já-já-maður sem spyr háttsetta í atvinnulífi landsins hvort ESB hafi ekki gert voðalega mikið gagn í landinu, já, þá fær maður bara yfir sig reiðilestur um ESB-báknið sem er að eyðileggja Frakkland. Ég er varla búinn að jafna mig eftir reiðilesturinn um möppuverkið, glataða samkeppnisaðstöðu, eymd, volæði og heilaflóttann frá landinu enn.

Hlutabréfaverð franskra stórbanka hefur lækkað um það bil 90 prósent á síðustu 5 árum og er öll CAC40 vísitalan nú 50 prósent lægri en hún var fyrir franskt hrun. Hún heldur krónískt áfram að lækka. Enginn bati er í augsýn næstu áratugina m.a. vegna þess að Frakkland er í krónísku Evrópusambandi sem það getur ekki losnað úr. Þjóðnýting franskra banka færist nær og nær. Peningum franskra sparifjáreigenda verður líklega einnig dælt inn í gangandi dautt bankakerfi landsins, svo það geti haldið áfram að kaupa bréfsefnin af ríkissjóði sem getur ekki fjármagnað sig lengur vegna einmitt evruupptöku embættis- og stjórnmálamanna ESB-elítunnar. Þetta er eins og tromla bakkandi steypubíls sem snýst öfugt og steypir sig sjálfur í kaf inn í efnahagslegan tjernóbyl.

Mynd, euroland.com; hlutabréfaverð stærsta banka Frakklands, Credit Agricole, síðustu fimm árin.
 
Fyrri færsla
 

Óttast um afdrif ECB-seðlabanka Evrópusambandsins

Átta leiðandi efnahagsrannsóknarstofnanir Þýskalands óttast um afdrif ECB-seðlabanka Evrópusambandsins. Segja þær að sjálfstæði seðlabankans sé í hættu vegna ástandsins á myntsvæði evrunnar.
 

Og einnig segja þær að svo kallaður trúverðugleiki hans sem seðlabanka sé teflt í tvísýnu með allskonar neyðar þessu og neyðar hitt. Að seðlabankinn muni ekki lengur geta varist því að sogast ofan í þá atburðarás á evrusvæðinu sem öllum var upphaflega sagt að aldrei myndi geta gerst. Skýrsla stofnanna verður lögð inn á borð ríkisstjórnarinnar á morgun; FAZ

Der Spiegel um þýska seðlabankann

Seðlabanki Þýskalands, Deutsche Bundesbank — sem nú heyrir undir ECB-seðlabanka Evrópusambandsins og sem þessi skýrsla átta stofnana fjallar um — var gjöf Bandamanna til Þýskalands í kjölfar síðustu heimsstyrjaldar Evrópu.

Sjálfstæði þýska seðlabankans átti að koma í veg fyrir að hið efnahaglslega vald í Þýskalandi félli aftur í hendur brjálaðra embættis- og stjórnmálamanna; S 

Kýpur

Þetta smáríki ásamt Möltu tók upp evru þann 1. janúar 2008. Lánshæfnismat og lánstraust Kýpur hefur því verið lækkað niður í ruslflokk. All fjármála- og banakerfi landsins hefur verið lokað úti og einangrað af frá alþjóðelgum fjármálamörkuðum í meira en eitt ár. Atvinnuleysi er nú orðið það mesta í sögu lýðveldis Kýpur.

Fiscal slippage and heavy exposure of Cyprus’ banking sector to Greece have seen the island's credit ratings cut to junk by two of the world's three ratings agencies. The island has been shut out of international debt markets for almost a year (CM)
 
Fyrri færsla
 

Fanga mark ríkisstjórnar - ekki þjóðar

Lögbergsgangan á Þjóðfundinum 1907 - Morgunblaðið 21 nóvember 1956
 
Þegar fréttir fóru að berast af hinni skipulögðu hungursneyð yfirvalda Sovétríkjanna og enn fremur af hungursneyð fólksins í sjálfu kornforðabúri Sovétríkjanna —árið 1932— þá sátu kommúnistar á Vesturlöndum og lásu um allsnægtir Sovét kommúnismans í blöðum, tímaritum og auglýsingabæklingum, útgefnum af yfirstjórn hungursins í Kreml. Milljónir og aftur milljónir dóu úr hungri, samkvæmt áætlun.

Í dag berast okkur fréttir af hungruðu fólki í Grikklandi Evrópusambandsins. Miðstýrt Evrópusamband hefur nú eyðilagt tilveru Grikkja í eigin landi. Þeir eru orðnir fangar Evrópusambandsins. Samkvæmt áætlun.
 
Það er því átakanlegt að þessa sömu daga hungursins í Grikklandi, vinnur ríkisstjórn Íslands að því með hörðum fölskum höndum sósíalismans að afvegaleiða ungt lýðveldi Íslendinga inn í þetta helvítis samband evrunnar.

Árið 1906, fyrir aðeins 106 árum síðan, börðust íslenskir þjóðfrelsismenn fyrir því að við Íslendingar fengjum okkar eigin fána. Að fáninn væri eins konar "fangamark þjóðarinnar". Og "fyrir þá sök vildum vér hafa sérstakan fána". Íslenskan fána. Þetta sagði Guðmundur Finnbogason á fundi 1906.
 
Í afturljósi frelsisins sem vannst, væri —kannski og hugsanlega— hægt að útleggja þetta svona í dag: Ef við værum eða yrðum nokkurn tíma fangar, þá væri best að við værum fangar okkar sjálfra undir eigin þjóðfána, en ekki undir fána annarra. Notkun orða breytist oft með tímanum. Í dag myndu sumir nota orðið aðfangamark eða búmerki. En hugsanir eru þó alltaf vöðvaafl frelsisins. Og merki frelsis okkar varð og er þjóðfáninn.

En þessi þjóðfáni okkar er greinilega ekki fangamark ríkisstjórnar Íslands. Fanga mark ríkisstjórnarinnar er blátt með gulum stjörnum.

Ég varð bæði glaður og stoltur þegar ég sá Hjört langafa minn á myndinni hér að ofan sem sýnir Lögbergsgönguna á Þjóðfundinum 1907. Myndin er úr grein Morgunblaðsins 21. nóvember 1956. En mikið skammast ég mín fyrir ríkisstjórn Íslands. Að við skulum þurfa að standa í þessu svo stuttu eftir 1944. Og Sovétið varla kólnað í kistunni enn. Hér er greinilega ekkert síðasta orð!

 
Krækja
 
 
Fyrri færsla
 

Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband