Leita í fréttum mbl.is

Legsteinn ECB rís. Evrópa leggst á bæn. ESB elítan hefur rústað Evrópu.

Taka þarf seðlabanka Evrópusambandsins úr umferð og loka honum, er ég viss um að flestir Þjóðverjar hugsi nú. 

Nýafstaðin stýrivaxtahækkun bankans ofaní hrynjandi efnahag evrulanda sýnir hversu veruleikafirrt þetta E-merki er. Það sama gerðist korteri fyrir síðasta hrun sumarið 2008. Veruleikafirrt vaxtahækkun þann og hinn daginn einnig núna.  

Enginn einn annar aðili en seðlabanki Evrópusambandsins hefur stuðalað eins mikið að eyðileggingu efnahags evrulanda. Hann stóð í fararbroddinum fyrir gengdarlausu ponzy lánabraski með ríkisskuldabréf evrulanda, sem hvatti banka- embættis- og stjórnmálamenn til að skuldsetja sig inn í anddyri allsherjar gjaldþrots í spilavítisorgíu myntbandalagsins.

Sannleikurinn er sá að gengisfyrirkomulagi evrulanda var læst, lyklinum hent í burtu og augunum lokað. Inni í þessum gasklefa ganga evruríkin nú hvort frá öðru. Samkeppnis og kostnaðar kapphlaupið niður á botn Þýskalands er án enda. Því sá botn verður bara lækkaður enn neðar um leið og einhver annar en Þýskaland lendir á honum. Það eina sem land eins og Þýskaland skilur og ber virðingu fyrir er swift gengisfelling.
 
Sláturhúsið Evrópa er orðin staðreynd. Ný Weimar eru þar í bígerð út um allt. Og nú á að fara að prenta peninga hverra sem enginn veit, og nota þá til að reyna að bjarga lánasvalli ECB með því að kaupa upp ríkisskuldabréf Ítalíu og Spánar. Regluverk myntbandalagsins sem þegnunum var lofað við upphaf þess, er þar með orðið þynnra en loftið blátt. Hvað næst?
 
Útskipun á skattgreiðslum borgara evruríkja er hafin á meðan niðurskurðar að beiðni þeirra sem rústuðu efnahag þeirra, er krafist. Skattgreiðendur horfa á eftir fé sínu siglt úr höfn. Heima fyrir bíður þeirra lækkun á lífskjörum m.a. vegna þeirra horfnu peninga sem skipað er út. 
 
Fólk farið þið frá, við þurfum að bjarga myntinni sem þið báðuð aldrei um. Framlengt er 28 ára massífu atvinnuleysi evrulanda upp í 100 ár. Heilu kynslóðirnar glatast hver af annarri á evraltari ESB elítunnar. Hér heima krefjast menn svo svara við því hvað íslenska krónan geti gert fyrir þá. Í Evrópu er þessa svars ekki krafist. Þar krefjast menn einfaldlega þess að þú fórnir þér fyrir myntina, sem sannarlega rústaði Evrópu. Fyrsta flokks og gagnlegum myntum þjóðríkja var hent fyrir róða. Í notkun var síðan tekinn elítu pólitískur tundurspillir. 

Það er ekki að furða að danski prófessorinn Torben M. Andersen, sem er einn virtasti þjóðhagfræðingur Norðurlanda, hafi um helgina sagt að Evrópu bíði langvarandi kreppa og að kollegar hans segi enn fremur búið sé að rústa efnahag þeirra ríkja sem mynda það sem kallað er Evrópusambandið; draumalandi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Landi hinna pólitísku gasklefameistara Alþingis Íslendinga.
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Magnússon

Gunnar

Þú hittir naglan á höfuðið. Hvernig geta Evrusinnar á Íslandi lokað augunum fyrir því, ser er að ske? Er draumurinn um feitan og sksttfrjálsan bitling í Brussel búinn að ræna þá öllu viti?

Geir Magnússon, 8.8.2011 kl. 08:38

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Takk fyrir Gunnar frábæra grein. Þú hittir svo sannarlega á naglann.

Ómar Gíslason, 8.8.2011 kl. 10:18

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

En áfram segir Össur með Samfylkinguna uppá vasann: Inn vil ek.

Ragnhildur Kolka, 8.8.2011 kl. 13:00

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrri innlitið

Viðbrögð markaða í dag eru eins og ég bjóst við.

1) Bandaríkjadalur hefur hækkað gegn evru 

2) Fjárfestar hafa aukið traust sitt á Bandaríkjnum og krefjast nú algerlega sögulega lágrar umbunar á massíft auknum innkaupum sínum á ríkisskudlabréfum Bandaríkjanna.

3) Aðgerðir Brussel-seðlabankans hafa haft takmörkuð áhrif. En þó viss áhrif. Hvort þau endist tel ég ólíklegt. 

Þessa dagana leitar ítalska lögreglan í fólksbílum og vörubílum sem aka frá Ítalíu yfir til Sviss. Þeir eru að leita að evrum. Svo mikil er örvænting ítalskra yfirvalda orðin. Massífur fjármagnsflótti er þar í gangi. Líklega vegna þess að Össur Skarphéðinsson ráðherra á Íslandi hefur í dag sagt að hann auki við trúarlegar evruathafnir sínar við ESB-altarðið á degi hverjum.

Lækkunn S&P á lánshæfnismati langtímafjárskuldbindigna Bandaríkja Norður-Ameríku hefur haft sömu áhrif á heiminn og að opinberir ESB-smekksdómarar segi að Jolly Cola smakkist betra en Coca Coala og Pepsi. Allir heimurinn hefur  fyrir löngu gert upp hug sinn. Og dómur heimsins í dag er algerlega á öndverðum meiði við dóma S&P.

That's how it is folks. 

Gunnar Rögnvaldsson, 8.8.2011 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband