Leita í fréttum mbl.is

Komst ekki upp í MiG-25 flughæð

Hin rússneska MiG-25 frá 1964 hefur komist upp í 130 þúsund feta hæð, sem er mun hærra en svo kölluð Starship SpaceX komst í gær

****

Þetta er sprenghlægilegt. Þessi svo kallaða, og nú sannarlega aleldaflaug frá Space-X (bráðum ex-Space) komst varla upp í þá flughæð sem sovéska MiG-25 herþotan náði auðveldlega, það er að segja upp í 100 þúsund feta hæð, sem er rétt rúmlega þreföld flughæð farþegaþota. MiG-25 hefur reyndar komist upp í 130 þúsund feta hæð, enda er hún frá árinu 1964

Greinilega sást í gær að SpaceX Starship flaugin var of hægfara alveg frá byrjun, skildi seint og illa við pallinn, hitaskildir byrjuðu strax að hrynja af henni, sprengingar í Raptorhreyflunum hófust snemma, og sem reynst hafa misfóstur frá byrjun. Flaugin skemmdi allt í kringum sig, mannvirki og byggingar, og stórskemmdi steypuna undir henni. Skotið var því fíaskó frá upphafi til enda og óvíst er um framtíð og traust fyrirtækisins, sem nú þegar er á niðurgreiddum brauðfótum

Burðargeta þessarar SpaceX Starship flaugar sem sprakk þarna í gær er sögð vera 150 tonn. Saturn-5 frá 1967 og sem fór með þrjá Bandaríkjamenn á sporbraut um tunglið og lenti tveimur þeirra þar sumarið 1969 og flaug þeim síðan til baka heim, hafði 140 tonna burðargetu og var þyngd hennar á skotpallinum ekki nema tæplega þrjú þusund tonn á móti fimm þúsund tonna þyngt SpaceX Starship

Þessir snillingar hjá SpaceX hafa sem sagt aukið þyngd flaugarinnar um tvö þúsund tonn til að koma tíu tonnum meira á sporbraut um jörðu. Athugið að 56 ár eru liðin frá því að Saturn-5 gat sent 140 tonn á sporbraut um jörðu. Það er rúmlega hálf öld. Histerísk og jafnframt krónísk múgsefjunin í kringum SpaceX leyndi sér ekki í gær. Fólk klappaði jafnvel þegar flaugin sprakk

SpaceX Starship flaugin fór því sömu leið og hlutabréfin í Tesla sem hrundu aukalega um 10 prósentur í gær, eftir að hafa fyrst hrunið um tæpar 60 prósentur frá því í október 2021, þegar í ljós kom að Tesla er bara venjulegur bílaframleiðandi en ekki tæknifyrirtæki. Eiga þau bréf því eftir að falla um 80-90 prósentur í viðbót eða niður á það sem markaðurinn metur aðra bílaframleiðendur á - eða úr v/h-51 niður á verð/hagnaðarhlutfallið 5 til 20. Reyndar féll v/h hlutfallið hjá Tesla úr 51 niður í 46 á einum sólarhring í gær

Áskorunin - geimbíómynd

Á meðan taka Rússar heilar bíómyndir upp úti í geimnum og þurfa því ekki tölvueftirhermur, enda ráða þeir yfir eigin farskjótum og geimstöðvum og eru því fullvalda ríki í geimferðum og geimferðatækni

****

Rússneska bíómyndin Áskorunin fer nú í dreifingu erlendis, sagði Tass í gær. En hún er fyrsta leikna bíómynd veraldar sem tekin er upp úti í geimnum. Frá og með 27. apríl verður hún sýnd í kvikmyndahúsum í Serbíu, Bosníu og Hersegóvínu, Svarfjallalandi, Króatíu, Slóveníu, Makedóníu, Barein, Egyptalandi, Jórdaníu, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbanon, Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, Óman, Palestínu, Sádi Arabíu, Sýrlandi og Súdan.

Telur þá sýningarsvæðið 542 milljón manns

Vesturlönd eru að brenna sig upp að innan í einu allsherjar rauðgrænu sjálfsvígi og úrkynjaðri baneitrun, eins og sjá mátti til dæmis hér hjá ítalska Ansa í fyrradag. Evrópusambandsaðild og evruupptaka hafa eyðilagt Ítalíu

Fyrri færsla

Þið eruð næst


mbl.is Geimflaug Musk og SpaceX sprakk í háloftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Ég vil helst trúa því að eftir hrun í haust þá verði horfið frá þessari grænmyglu- kynja- glóbalisma og farið að gera eitthvað fyrir fólkið. Er svo sem ekki góður spámaður en það má halda í vonina.

Rúnar Már Bragason, 21.4.2023 kl. 10:39

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Rúnar

Vel mælt og vinsamlega.

En nú hafa svo kölluð "yfirvöld" nú þegar gert svo mikið fyrir "fólkið" að meira er varla hægt að gera fyrir það eða fara fram á að sé gert. Til dæmis hafa yfirvöld látið Google ljósmynda hverja einustu bygginu í landinu til birtingar fyrir alla jarðarbúa á alnetinu og Já-punkti-ís heimilað að gera hið sama, plús látið birta allar teikningar af öllum byggingu í landinu fyrir alla jarðarbúa. Hið sama má segja um marga aðra innviði landsins. Af hverju skildu Rússar skera á kaplana sem skaffa þeim allar þessar upplýsingar plús grobbið í vestrænum stjórnmálamönnum á smáfélagsmiðlunum?

Svo þykjast Moggamenn vera að baksa við að baka nýja njósnaseríu í gamla Kaldastríðs-ofninum núna. Gott ef að njósnarinn mikli sem Björn Bjarna er sífellt að leita að er ekki bara sjálfur Bjarni Ben fjármálaráðherra, því enginn annar hérlendur maður situr í bankaráði með sjálfum Kínverska kommúnistaflokknum en einmitt hann. Svona virka fyrirmyndarbjálfar. Fyrstir til alls.

Og nú er búið að gera svo mikið fyrir fólkið í Wuhanveirumálum í landinu að skuldir ríkissjóðs hafa hoppað upp í nýjar kreppuhæðir og þær þurfa skattgreiðendur jú að borga. Og gott ef að þessir bjálfar sem kallast yfirvöld séu ekki einmitt núna að skera undan Flugleiðum (Icelandair) og sjálft fullveldið undan íslensku þjóðinni.

Ég er ansi hræddur um að lítið meira verði gert fyrir "fólkið" annað en meira af samskonar slæmu. En það er einmitt það sem glóbalisminn gengur út á: Ég skal gera þjóð minni slæmt ef þú lofar að gera þinni þjóð að minnsta kosti jafnslæmt.

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.4.2023 kl. 14:10

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tilraunaskotið var ekki meira "fíaskó" en svo að árangurinn var umfram væntingar. Eintakið sem var skotið á loft var þegar orðið úrelt því næst í röðinni koma eintök sem er búið að smíða og fela í sér um 100 uppfærslur á hönnun og smíði. Meðal annars uppfærslur sem eru til þess fallnar að bæta úr ýmsu af því sem hefði getað farið betur í gær.

Þegar verið er að prófa nýja tækni má alltaf búst við því að sumt virki ekki eins og til er ætlast í byrjun. Með frekari prófunum og endurbótum lagast það svo smám saman.

Við myndum í dag varla kalla það fíaskó þó að fyrsta vélknúna og mannaða flug Wright bræðra árið 1903 hafi aðeins náð 37 metrum. Ekki ef við horfum til þeirra miklu framfara sem hafa orðið síðan þá og gert millilandaflug mögulegt.

Einhversstaðar þarf að byrja.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.4.2023 kl. 15:21

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Guðmundur.

Það er lítið nýtt að gerast þarna og enginn séns að líka þessu dóti SpaceX við neinar fyrstu flugvélar mannkyns. Það er rúm hálf öld síðan að tvö þúsund tonna léttari Saturn V með 140 tonna burðargetu fór með þrjá menn til tunglsins og skilaði þeim heilum heim.

SpaceX er með ranann hálfan ofan í ríkissjóði og þetta mun kosta bandaríska skattgreiðendur dýrt, því reikningurinn fyrir næsta skot mun hækka heldur betur við hverja svona vel heppnaða sprengingu eins og þessa.

Já að því leytinu var þetta vel heppnað jarðskot, fyrst að það gekk svona vel að sprengja allt dótið í tætlur og seinka öllu um mörg ár. En slíkt er auðvitað mælikvarði nútíma fáráðlinga.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.4.2023 kl. 15:58

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

SpaceX er vissulega að senda upp gervihnetti og geimfara fyrir bandarísk stjórnvöld, með Falcon eldflauginni, ekki Starship. Mikilvægt að rugla þessu tvennu ekki saman. Ríkið greiðir ekki fyrir þróun Starship heldur greiðir SpaceX fyrir það úr eigin vasa, líka skotið í gær og allt sem því fylgir. Hvort ríkið muni svo kaupa far með Starship fyrir farm og farþega í framtíðinni á svo bara eftir að koma í ljós.

Varðandi þyngd og burðargetu, þá er hér samanburður:

Saturn V vs SpaceX Starship: How These Mega Capacity Rockets Compare - History-Computer

Saturn V: Þyngd 207 tonn, burðargeta 48-118 tonn.

Starship: Þyngd 330 tonn, burðargeta 110-165 tonn.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.4.2023 kl. 17:28

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Af öllu þessu má ráða að SpaceX treystir sér ekki til að stíga hænufet inn í framtíðina án tækni síðustu aldar.

Það verður erfitt að fá fólk um borð í þetta yfirhannaða SpaceX klambur. Það er yfirhannað vegna þess að endurota á það sem reynt er að halda fram hér að kosti ekki neitt að framleiða og geri því ekkert til að springi í loft upp.

Þeir mörgu Raptor-hreyflar sem brunnu þarna yfir ollu líklega skökku átaki á alla flaugina þannig að hún bognaði í stað þess að detta í sundur og fór í hringi langa löngu áður en hún átti að skilja við fyrsta þrepið. Ofhönnunin vegna endurnotkunar útskýrir hina brjálæðislegu þyngd flaugarinnar.

Það er einnig firra að segja að menn hafði lært eitthvað á þessu því enginn hefur enn farið yfir gögnin og enginn veit enn hvort að þau séu yfir höfuð til. Það er alls óvíst.

Svona syngja menn sig inn í múgsefjunarsvefn já-já-mennskunnar og síðan verður kompunni allt eins lokað fyrirvaralaust og ekki meira talað um níu mánaða tilveru í lokuðum sturtuklefa á leið til Mars.

Gunnar Rögnvaldsson, 21.4.2023 kl. 17:36

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þú ert að tala um tómar flaugar Guðmundur. Saturn V var 2965 tonn fullhlaðin á skotpallinum. 64 milljón hestöfl fyrir 54 árum síðan. 

Space X flaugin í gær var 5000 tonn á pallinum og með aðeins 10 tonnum meiri burðargetu, ef endurnota á þrepin.

Gunnar Rögnvaldsson, 21.4.2023 kl. 17:43

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Dæmi:

Saturn V stóð í 2965 tonnum fullhlaðin af eldsneyti og farmi á skotpallinum árið 1969. Ef þurrþyngd Saturn V var 207 tonn eins og þú segir þarna (hef ekki gáð), og ef farmurinn var 140 tonn, sem hann var þegar um lágsporbraut um jörðu var að ræða (LEO), þá var flaugin með 2618 tonn af eldsneyti um borð.

Það þarf ofboðslegt afl og því ofboðslega orku til að senda stóran skuttogara þráðbeint upp í loftið og koma vissum hluta úr honum fyrir á réttri sporbraut um jörðu. Þetta er byltingarkennd tækni síðustu aldar og ekkert er á tröppunum sem komið getur í staðinn fyrir þessa tækni. SpaceX notar þessa tækni í dag. Bruni er eina leiðin.

Svipað gildir um orku fyrir ökutæki. Eitt kíló af bensíni inniheldur 4000 watt-stundir af orku á meðan eitt kíló af litíum-ion rafhlöðu inniheldur aðeins 200 watt-stundir af orku. Rafhlaðan er einfaldlega lélegasta orkuformið sem til er og því ónothæfur, óarðbær og drápslega lélegur orkugeymslumáti, eða eins og að draga björg á eftir sér.

Gunnar Rögnvaldsson, 21.4.2023 kl. 19:03

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Saturn V afvélin (notuð í Apollo leiðangra) ásamt rússnesku Energomash RD 170/171M (notuð í Energia, Zenit og Soyuz-5 leiðangra) eru enn þann dag í dag aflmestu vélar/hreyflar sem framleiddar hafa verið hér á jörð.

Báðar vélarnar eru færar um að skapa rúmlega 1,7 milljóna punda þrýstiafl, hver um sig. Fyrsta þrepið í Apollo 11 var með fimm Saturn V vélar.

Raptorvélin sem notuð var í SpaceX Starship skotinu er einungis minniháttar vél miðað við þessar tvær vélar, enda þurfti 33 stykki af þeim til að koma gerræðislega þungu stálklessuverkinu SpaceX Starship á loft frá jörðu. Þær framleiða aðeins hálfa milljón punda þrýstiafl hver.

Þessi flaug verður aldrei annað en óviðráðanlegt stál-misfóstur með óendanlegt flækjustig. Best gæti ég trúað því að aflvana Raptorvélin sé búin að vera sem hönnun, enda eru Bandaríkin orðin uppiskroppa með eldflaugaverkfræðinga miðað við Rússa. Í dag læra Bandaríkjamenn lítið í raunvísindum en mest í þvæluvísindum, eins og sést.

Miðað við það sem gerðist í sprengi-skotinu þarna er allt eins líklegt að þvæluvísindamenn Bandaríkjanna (bráðum Brandararíkin, því miður) og stofnanir þeirra hefji baráttu fyrir því að senda SpaceX Starship sömu leið og þeir sendu Concorde næstum strax og hún lenti þar vestra. Möguleg lausn fyrir SpaceX væri þá að flytja framleiðsluna til Rússlands.

Menn ættu aldrei að vanmeta þvæluvísindin.

Gunnar Rögnvaldsson, 22.4.2023 kl. 04:32

10 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Ég kann ekki að meta þvæluvísindin sem hafa dunið á okkur árum saman en ekki skal heldur vanmeta skaðsemi þeirra. Ríkisútvarp okkar allra landsmanna er harðasta klappsýra þvæluvísindanna og um leið böl Íslendinga. Er enginn möguleiki að loka sjoppunni?

Eru Rússarnir ekki að tapa stríðinu???

Kristinn Bjarnason, 24.4.2023 kl. 17:49

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Kristinn.

Þeir sem halda að Rússneski herinn tapi stríði í Úkraínu eru sennilega þeir sem trúa því að hægt sé að hægja á snúningi jarðar með því að reka munnvotan vísifingur upp í loftið.

Það er gaman að fylgjast með SpaceX múgsefjuninni. Hún er eins og helmingur alls þess efnis sem er á YouTube, í fjölmiðlum og ríkisbubbamiðlum: "coming soon" eða "kemur bráðum". Svo er klappað, en þetta bráðum rennur hins vegar aldrei upp. Og þá er klappað enn meira.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.4.2023 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband