Leita í fréttum mbl.is

Finnland hefur plan B

Utan ríkis Finnlands ráðherra landsins sagði að Finnland hefði svo kallað Plan_B ef tilvistarkreppa myntbandalags Evrópusambandsins versnaði meira skyndilega en hún skyndilega hefur gert, til dæmis í Ríkisútvarpinu á Íslandi. Þetta opinberaði ráðherrann í dagbók sem hann heldur úti á interneti Internetsins.   

Finnsk dagblöð segja að ráðherrann hafi ekki opinberað í dagbók sinni hver þessi áætlun bé sé. Sérfræðingar efnahagsmála deila óvissunni um þetta plan bé ráðherrans með finnskum almenningi sem eins konar sameiginlegu getverki þjóðarinnar.  

Það er fínt að ráðherrann hafi áætlun bé tilbúna, segir blaðið. En það væri ennþá betra ef Finnland hefði sína eigin áætlun_A, því hingað til hefur landið ekkert aðhafst annað en að fylgja plani A stærstu ríkja evrusvæðisins. Og það plan segir dagblaðið að sé í besta falli gagnslaust því kreppan hafi ekki endað heldur hefur hún bara versnað og breitt úr sér. 

Eins og allir vita nema Ríkisúrvarpið þá hefur þetta plan A stærstu ríkja evrusvæðisins valdið mesta samdrætti í hagkerfi Finnlands síðan 1918. Hvorki meira né minna. Styrkur evrunnar er óumdeilanlegur. Nú fer hin upplýsta umræða um evruaðild Finnlands líklega og loksins að leggja úr svona eins og einni vör.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband