Leita í fréttum mbl.is

Hrunvaki Evrópusambandsins blæs í bátana

Þetta hlýtur að passa. Um daginn hækkaði seðlabankalingur Evrópusambandsins stýrivextina í 17 löndum evrusvæðisins. Og sem vel flest hanga á barmi hyldýpis. Nokkur þeirra eru þegar dottin þar dauð ofan í. Kreppan hlýtur því að fara að skella á. Og með enn meira afli en haustið 2008.
 
Hví segi ég þetta? Jú vegna þess að þá, fimm mínútur í hrun, hækkaði þessi sami seðlabankalingur Evrópusambandsins sömu stýrivextina, þ.e.a.s í júlí mánuði það ár. Bankinn sá þarna um það bil tvær mínútur inn í framtíðina, sem er afrek, því núna sér hann ekki að þrjú lönd evrusvæðisins eru dauðadæmd í prógrammi hjá AGS og gangandi ríkisgjaldþrota. Nema að þau segi skilið við einmitt þessa stýrivexti og mynt seðlabankans. Og svo sér bankinn ekki þá staðreynd að þriðji stærsti ríkisskuldari heimsins, Ítalía, hefur svo að segja misst allt aðgengi að fjármálamörkuðum heimsins. Og mun aldrei geta greitt skuldir sínar. Síðan eru það Spánn og Finnland og Kýpur og Slóvakía. 

Sem sagt; allt í steik á myntsvæði bankans og þá er auðvitað rétti tíminn til að hækka vextina. Það er nefnilega það sem Þýskaland vill. Ein stærð af peningapólitískum vöxtum sem passar engum nema einum - og varla það. Blásið því vinsamlegast í bátana. Bunkergleðin hefur tekið völdin í byrgjum Evrópusambandsins.
 
Dansað og gift! Tralla lalla la . .  
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dómur uppkveðinn í Þýzkalandi á morgun........

GB. (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 09:00

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Lágir (nánast engir) vextir hljóta að kosta eitthvað. Það má vafalítið réttlæta þá aðgerð í samhengi skammtíma brúunar, en verður tæplega viðhaldið til lengri tíma.

Ítalía hefur lengi vel silgt undir radar og fá viðvörunarljós hafa verið kveikt vegna þeirra (að vísu með skítmæltri undantekningu hjá þér Gunnar).

Leikritið er því að koma að hápunkti sínum, að því er virðist. Pólitískar bombur fara væntanlega fljótlega að springa, enda verður söguþræðinum varla haldið mikið lengur á lofti.

Úrlausnin (hver sem hún verður) verður áhugaverð...

Ég þakka fyrir að við búum í þessu mikla forðabúri, með nóg af orku, mat, vatni,.....

Haraldur Baldursson, 6.9.2011 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband