Leita í fréttum mbl.is

ECB: Heimskulegasti seðlabanki mannkynssögunnar?

ECB => seðlabanki Evrópusambandsins og myntin fræga

Vaxtahækkun seðlabanka Evrópusambandsins í byrjun haustsins 2008 - þegar heimurinn rambaði á brún hyldýpis - er sennilega heimskulegasta og ábyrgðarlausasta vaxtaákvörðun allra tíma í meiriháttar hagkerfum heimsins. En einmitt þá - klukkan tvær mínútur í hrun - hækkaði seðlabanki Evrópusambandsins stýrivexti á öllu Evrusvæðinu - því það er auðvitað bara til einn gír í gírkassa ECB fyrir 16 hagkerfi - og þá þverbraut þessi seðlabanki bakið á mörgum hagkerfum evrusvæðis á einum og sama deginum. Hann lagði hér grunninn að mestu niðursveiflu í heiminum. Ekkert meiriháttar hagkerfi mun fara eins illa út úr þessari kreppu eins og evrusvæðið og alveg sérstaklega Þýskaland

Það var í raun eingöngu verið að taka stýrivaxtaákvörðun fyrir Þýskaland. Hin löndin fylgdu bara með því þau hafa engan annan seðlabanka lengur. Þau réðu þessu ekki. Hverjir aðrir en þýskir verðbólgunasistar og stöðugleika-fethisistar taka svona hræðilega rangar ákvarðanir? Hver? Svar: það gerir enginn nema plat-seðlabanki í hræðslukasti. Enda gerði það heldur enginn annar seðlabanki. Ekkert í kjarnaverðbólgutölum benti til að það væri þörf á þessari vaxtahækkun. Hverjir aðrir en jarðsambandslausir Evrópukratar taka svona innheimska ákvörðun saman í hópvinnu í embættismannaskólum Brussels? Enginn. Þetta var heimskulegasta vaxtaákvörðun efnahagssögunnar  

Nýi seðlabanki Þýskalands og Frakklands; nýlendubankinn  

Seðlabanki Evrópusambandsins er seðlabanki þar sem öll bankastjórnin mætir með magapínu í vinnuna á hverjum morgni af ótta við að myntin sem þeir eiga að passa muni hrynja við hvert einasta fótatak þeirra á peningagólfi heimsins. Það sem stýrir ECB er ótti. Þar er aldrei hægt að gera neitt sem þarf nauðsynlega að gera af ótta við að myntbandalagið springi í loft upp og að myntin fræga verði að gjalli. Enda er hagvöxtur evrusvæðis einn sá allra lélegasti í heiminum. Hagvexti hefur þegar verið fórnað svo myntbandalagið hrynji ekki. Núna er það velmegun og velferð sem er verið að fórna svo myntbandalagið hrynji ekki. Þið kannist við þetta þegar þið byggið snjóhús. Annað hvort er allt frosið fast eða þá að allt er byrjað að hrynja. Snjóhús eru best í frosti 

Sjálft myntbandalagið er sennilegasta heimskulegasta peningafyrirbæri sem glysgjarnir stjórnmálamenn Evrópu hafa látið hafa sig út í. Þeir gerðu það vegna þess að þeim finnst svo gaman að koma í fjölmiðla og sýna að þeir eru með í Brussel. Þeir eru vinsældafíklar og þeim er alveg húrrandi sama um það sem þeir allra mest ættu að hugsa um á hverjum degi ársins, nefnilega um ÞJÓÐARHAG! Einn angi af svona fyrirbæri er til á Íslandi núna. Hann heitir Samfylking. Því fyrirbæri er 100% húrrandi sama um þjóðarhag Íslands

Efnahagslíkan Þýskalands er svo aumt og þungt að það þolir ekki bara smá verðbólgu án þess að hrikalega stór og þung ríkisútgjöld þess elliheimilis fari í offitukast. Fari í þunglyndiskast undan helþungri verðtryggðri framfærslubyrði hinnar botnlausu hítar öldrunarhagkerfis þessa stærsta lands myntbandalagsins. Það er raunverulega þessi ótti Þýskalands sem stýrir öllu innanborðs í seðlabanka Evrópusambandsins (í plati). Auðvitað er þetta ekki seðlabanki alls Evrópusambandsins. Þetta er bara nýi seðlabanki Þýskalands og Frakklands. Seðlabankinn fyrir Þýsk-Franka-markið og nýlendur þeirra á nýja evru-nýlendusvæðinu

Þessi seðlabanki stendur fyrir afskræmingu, bólugreftri og hruni margra hagkerfa Evrusvæðis. Listinn er langur 

  • FINNLAND
  • SPÁNN
  • ÍRLAND
  • GRIKKLAND
  • ÍTALÍA
  • PORTÚGAL
  • LETTLAND
  • LITHÁEN
  • EISTLAND 

Annað hvort eru raunstýrivextir neikvæðir árum saman - eða þá að þeir eru of háir árum saman - eða þá að þeim er breytt á röngum tímapunkti. Svo er það gengið sem alltaf er kolvitlaust fyrir helminginn af löndunum helminginn af tímanum. Allt er hér eins heimskulegt og hugsast getur. Enda er þetta óskabarn embættismanna. Næstum engir þegnar landana voru spurðir hvort þeir vildu fá þennan þýsk/franska seðlabanka heim til sín. Embættismenn og stjórnmálamenn þorðu ekki að spyrja fólkið. Þeir vildu ekki taka sig illa út í Brussel. En þegar fólkið var spurt þá sagði það yfirleitt nei. Núna geta löndin ekki komist út úr þessu snjóhúsi ESB aftur. Aldrei. Þau eru frosin föst þarna inni í jökli ESB. Þangað inn á maður aldrei að stíga fæti sínum, því þá hættir velmegun og velferð ykkar alveg af sjálfu sér

Gamla Evrópa er búin að vera fyrir fullt og allt. Þar er framtíðin ekki björt og öfundsverð. Hún er reyndar kolsvört. Ísland þarf bráðnauðsynlega að endurskoða vegakort sitt gaumgæfilega. Ekkert ætti að vera sjálfsagðara. Við skulum ekki taka fanga á leið okkar    

EKKERT ICESAVE EKKERT ESB. Við höfum séð svona snjóhús áður. Þau eru öll bráðnuð núna. Öll bara pollar á gólfi sögunnar 

Fyrri færsla

Munchausen Íslands, herra Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, talaði á Alþingi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þetta er skuggaleg lýsing, Gunnar og líklega margt til í henni. En heldur þú ekki að Seðlabanki Íslands hafi samt toppað heimskuna mánuðina fyrir hrunið á Íslandi?

Þórir Kjartansson, 5.12.2009 kl. 08:57

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Orð í tíma töluð Gunnar.

Hæfur meiri hluti Seðlabanka Evrópu, Kerfi Seðlabanka Evrópu, Bankans Evrópu Fjárfestinga, og 30 hlutar í Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum ræður miklu um þróun mála á megin landi Evrópu.

Í augum meira sem sem trúa að peningavaldið sé sterkar öllu valdi í Siðmenningunni í framkvæmd. Aukaatriði þeirra sem eru á miðjunni í stjórnmálum.

Þetta kerfi mun eiga sjá um að innbyrðis hlutfall milli vergra þjóðartekna Meðlima-Ríkja haldist óbreytt og standa skil á staðgreiðslu Miðstýringarskatta.   Þar munu líka jöfnunargengi Meðlima-Ríkja ákvörðuð það er hvað hvert Meðlima-Ríkjanna greiðir fyrir evrurnar.

Þetta stöðuleikakerfi [hlutfallalegrar skiptingar] mun tryggja að ef hæfur meiri hluti eykur vergar tekur sínar hlutfallslega jafnt þá gera öll Meðlima-Ríkin það hlutfallslega jafnt, þó að því tilskildu að þau uppfylli aðstæður líðandi stundar ákvarðaðar af sama hæfa meirihluta.

Hins þegar um samdrátt hæfs meirihluta er að ræða þá munu öll Meðlima-Ríki líða hlutfallslega jafnan samdrátt.

Búið er gera ráð fyrir að Bretar geti hvenær sem er gengið inn án nokkurs fyrirvara. Telja sig geta grætt meira á sínu gamla heimsveldi einir sér í augnablikinu. 

Seðlabankinn hér óháður Íslensku efnahagstjórninni í framkvæmd mun geta lagt fram lán IMF sem inngönguframlag til ráðstöfunar hæfs meirihluta. Svo fremi sem Ísland innlimast, EES bindur hann við upplýsinga öflum um innri mál Íslendinga.

Júlíus Björnsson, 5.12.2009 kl. 10:45

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið

Þórir: ég skil ekki spurninguna. Hvaða "heimsku" áttu við?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.12.2009 kl. 18:25

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er fín lýsing hjá þér Gunnar, á ástandi peningamála innan Evrópusambandsins og fyrir þá sem ekki vita, þá nefnist sú peningastefna sem þar er rekin: “torgreind peningastefna” (discretionary monetary policy). Einkenni hennar eru glórulausar ákvarðanir, sem bankastjórar seðlabankans halda að séu tær snilld, en ávallt kemur í ljós að er aumur fávitaháttur.

 

Er hægt að komast nær sannleikanum en þú gerir hér ?

 

Seðlabanki Evrópusambandsins er seðlabanki þar sem öll bankastjórnin mætir með magapínu í vinnuna á hverjum morgni af ótta við að myntin sem þeir eiga að passa muni hrynja við hvert einasta fótatak þeirra á peningagólfi heimsins.

 

Þú lýsir vel dæmigerðri “torgreindri peningastefnu” þegar þú segir:

 

Annað hvort eru raunstýrivextir neikvæðir árum saman - eða þá að þeir eru of háir árum saman - eða þá að þeim er breytt á röngum tímapunkti. Svo er það gengið sem alltaf er kolvitlaust fyrir helminginn af löndunum helminginn af tímanum. Allt er hér eins heimskulegt og hugsast getur. Enda er þetta óskabarn embættismanna.

 

Eru þessir stjórnarhættir í ESB ekki furðulegir, þegar haft er í huga að Austurríski hagfræðiskólinn er upprunninn við nefið á þessum sletti-rekum ? Er ekki verið að leita langt yfir skammt, að sækja “torgreindu peningastefnuna” vestur til Chicago ? Menn munu líklega ekki átta sig á kostum “reglu-bundinnar peningastefnu” fyrr en hagkerfi Evrópusambandsins er endanlega hrunið. Þá fyrst mun Evrópusambandið átta sig á nauðsyn “alvöru penings” og “fastgengis undir stjórn Myntráðs”.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.12.2009 kl. 17:01

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir innlitið Loftur

Því meira sem ég hugsa um það sem er að gerast hér í ESB því meira minnir ECB mig á "nýja nýlendu bankann" => The New Imperial Colonial Bank.

Nú seinast er það Grikkland sem hefur móttekið bréf frá Brussel með tilskipunum um að rústa samfélagi Grikklands innan frá - auðvitað í nafni myntbandalagsins. Allt fyrir myntbandalagið. A letter from the new Imperial Monetary Authority arrived in Greece yesterday

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.12.2009 kl. 20:56

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sagt er að Grikkneskir bankar hafi tekið að láni jafnvirði um 7.500 milljarða Króna, hjá ECB á þessu ári. Raunar er því haldið fram, að Grikkneskir bankar hafi verið að græða vel á þessum lánum frá ECB. Þeir hafi keypt ríkisskuldabréf sem gefa góða vexti (4,0% – 5,0%), með lánunum frá ECB sem eru með 1,0% vöxtum. Berum þessa vexti saman við 5,55% Icesave-vexti.

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.12.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband