Leita í fréttum mbl.is

MAF - Mjög alvarlegt fólk

"Hér hefði ekkert hrun orðið ef við hefðum haft evru"
Eftir Össur Skarphéðinson
 
Þá var Grikkland orðið ríkisgjaldþrota í evrum
Þá var Írland hrunið í evrum
Þá var Ísland á leið í Icesave_1 ísöldina
Svo kom "landið tekur að rísa" sem könguló á Steingríms lygavefnum, daginn áður en Hagstofan bræddi úr honum.
Svo var Ísland á leið í Icesave_2 geimstöðina í Andrómeduþokunni. Steingrímur MAFast á skerminum og Jóhanna lætur sem hún hafi einhvers staðar MAF heilabú þar sem mest er ræktað vitfirrt grænmeti. Ögmundur M. Teresa læðist málefnalega með veggjum. Liljan er visnuð vegna skammar. Bjarni B. gufar upp. 
Svo hrundi Portúgal
Svo reis Spánn upp og inn í evrufallöxina í evrum
Svo er það Ítalía heillin mín í evrum. 
Og svo er það Frakkland í öllum evrunum sínum.
Svo var evrulandið Kýpur vængstýft í dag, í evrum
Og svo hóf ECB sjálfan sig upp á loft og yfir öll lögin og allar reglunar til að bjarga því sem honum var bannað að bjarga.
Þetta átti ekki að geta gerst í evrum. Ekki í evrum.

Og svo var það verðbólgan sem átti að vera á leiðinni og hefur verið á leiðinni í samfellt þrjú ár en sést samt hvergi nema þá sem burtflogin önd á niðurskurðarhnífapörum vanvita stjórnmálamanna, sem hegða sér eins og hundar í bandi fjármálamarkaða. Wall Street þingmenn.
 
Allir að missa vinnuna um allan heim, allir á leið á hausinn um allan heim, gjaldþort, gjaldþrot, gjaldþrot, eignir á leið á nauðungaruppboð sem aldrei fyrr, flest allt að hrynja á mörkuðum um allan heim, vextir núll í þrjú ár; og svo halda menn  áfram að hafa mestar áhyggjur af verðbólgu! Hha ha ha hha hah hah hah hah ha. Landið er að rísa.

Já, haldið áfram að hlusta á MAF-ið 

PS; og svo var það auðvitað "Kúba norðursins", hans Gylfa ráðherra MAF.
 
PS2; Þetta er auðvitað mjög málefnalegt allt saman. Málvænt. Svartsnakk. Ambiguity, aimlessness. Passa að tala MAF svo ekki neinn skilji. Þá held ég jobbinu áfram og verð málefnaður.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Amen

Snorri Hansson, 11.8.2011 kl. 01:12

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessi upprifjun er vel þegin; saga evrunnar á Íslandi í hnotskurn. Stytt útgáfa af rosabaugnum.

Vantar ekkert annað en kórsöng sólbaðsstofupollans. Afsakið, pallans.

Ragnhildur Kolka, 11.8.2011 kl. 08:12

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þessi saga var alveg fyrirséð.

Þegar undirtektir Lissabonsamnings var illa tekið, þá tók ESB til sinna ráða. Þessar hremmingar og skuldabréfakaup ríkja er einungis einn aðalþáttur í því að koma fjármálastjórn undir eina hendi og þar með er ESB ríkið orðið grundvallað.

Tilgangurinn helgar meðalið. Öll ríki verða knésett til þess að ALRÆÐIÐ nái sínum markmiðum.

Þetta veit MAF fólk.

Eggert Guðmundsson, 11.8.2011 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband