Leita í fréttum mbl.is

Standard & Poor’s lækkar lánshæfnismat ríkissjóðs Bandaríkjanna

United States of America Long-Term Rating Lowered To 'AA+ 
PDF 
 
Var þetta nokkuð svona?
 
Við húsleit ítölsku lögreglunnar í aðalstöðvum matsfyrirtækjanna á Ítalíu fannst lækkað lánshæfnismat í fórum eins fyrirtækisins. Var það strax afhent Silvio Berlusconi sem sendi það svo áfram með flugmóðuloftskipum Ítalíu til forseta Bandaríkjanna í Washington, sem er bær þar í landi. Ein helsta ástæða S&P fyrir lækkuninni er pólitísk áhætta. Nei nei, ekki á Ítalíu, heldur í Bandaríkjunum!
 
Nei, þetta var ekki svona.  

Nú þurfa alþjóðlegir fjárfestar að heyja og þreyja hið erfiða val við að velja á milli ríkisskuldabréfa Ítalíu, Bandaríkjanna og Japans. Þetta eru þrír stærstu og umsvifamestu ríkiskuldabréframarkaðir heimsins. Þar sem léttast er að koma inn og fara út á mettíma (most liquid). Þetta var að minnsta kosti þannig þar til í síðustu viku, en þá komu því miður og skyndilega upp viss vandamál á Ítalíu.

JAPAN - BANDARÍKI NORÐUR AMERKÍKU - ÍTALÍA
Valið er þitt

Hér með er lánshæfnismat Bandaríkjanna orðið blandað. Tvö þreföld AAA hjá Fitch og Moody’s og eitt AA+ hjá Standard & Poors. En mat S&P á hæfni Bandaríkjanna til að þjónusta og standa undir skammtímaskuldbindingum Bandaríkjanna er þó óbreytt. Segja má að þetta sé lækkun á trausti til stjórnmálamanna þeirra sem nú sitja þar við völd og mikill skellur fyrir forsetann.  
 
Because S&P left the U.S. short-term credit rating unchanged, the downgrade is unlikely to have a big impact on money market funds that own U.S. Treasury bills. Some investors believe Treasurys will remain a safe place in a volatile world, even without a solid triple-A credit-rating. Others believe the U.S. will be forced to pay higher interest rates, say about 0.5 percentage point higher, simply because they are seen as being slightly riskier than before; WSJ 
 
Rauðnefja repúblikanar munu ekki geta bent á rautt nef og eyru forsetans nú. Svoleiðis er ekki í boði lengur. Churchill drakk alltaf bara hinn ódýrari red label. Skyldi Obama fá sér einn black lable í tilefni dagsins? Eða swing? Seðlabanki Bandaríkjanna hefur þegar bent S&P á smávægilega út- og innsláttarvillu útreikninga sinna (2 trillion USD). Það verður fróðlegt að fylgjast með eftirleik þessa - m.a. í Evrópu og víðar. Nú fer þetta að verða spennandi!
 
Danmörku í morgun - "Europas økonomi tæt på afgrunden"
"Man kan ikke skabe vækst, fordi både finans-, penge- og valutapolitikken er sat ud af spillet" 

Bíddu, það er aðeins meira hér; Hvernig getur staðið á því að aðeins 6 af 100 banka- og fjármálastofnunum Danmerkur geti sótt sér fjármögnungar- og lánsfé á alþjóðlegum fjármálamörkuðum? Hvað er að? Af hverju er allt lok, lok og læs á 94 danska banka af 100? Og hvernig skyldi standa á því að S&P segi allt í einu nú —eftir allar og margendurteknar bankaríkisábyrgðir dönsku ríkisstjórnarinnar— að 15 danskir bankar í viðbót við þá 11 sem þegar eru þar orðnir gjaldþrota, eigi á hættu að fara í þrot á næstunni? Danmörk "nýtur" jú "verndar" seðlabanka Evrópusambandsins í beinni ERM II tenginu dönsku krónunnar við kartaverkið í Brussel. Og landið er þar að auki margfaldur Evrópumeistari í ESB-aðild. Hvað er að? Eða er það kannski þannig að þessi beintenging dönsku krónunnar við krataverkið í Brussel sé einmitt það sem allt er að drepa í Danmörku?
 
Man kan kun lindre smerterne, og med den økonomiske politik forsøge at undgå, at det hele falder sammen. Man kan ikke skabe vækst, fordi både finans-, penge- og valutapolitikken er sat ud af spillet, vurderer Jeppe Christiansen 
 
Senda þarf greinilega pezkarlana Össur og Árna til aðstoðar Danmörku. Þeir gætu bent dönsku ríkisstjórninni á að sækja um inngöngu í sérútgáfu þeirra af Evrópusambandinu; PEZesb.
 
Tvær krækjur;
 
 
 
Europe on the brink
 
Endursýnt (non rúv) - "Evrópa á bjargbrúninni"

Ég leyfi mér að pósta hér aftur nokkur orð og heilan fyrirlestur Simon Johnson og Peter Boone um smásmotterís TARGET2 málið (lesa glærur) og myntbandalag Evrópusambandsins, þ.e.a.s löndin sem eru þar og nú um borð "í pakkanum" góða. 
 
Þú ert stjórnandi fjárfestinga.

Í höndum þínum er lifeyrissparnaður nokkurra hundruð þúsunda manna. Sérsvið þitt er að ávaxta þessa peninga Jóns og Gunnu — eða — að minnsta kosti sjá til þess að þessir fjármunir almennings tapist ekki. Þetta eru þeir peningar sem þau leggja fyrir af launum sínum og sem eiga að halda þeim uppi í ellinni. Sérsvið þitt er ríkisskuldabréfamarkaður. Yfirmenn þínir anda þig í hnakkann á hverjum degi og þeir eru strangir.   

Nú ber svo við að þér og sjóði þínum var sagt hér fyrir 10 árum að engin áhætta væri fólgin í því að festa þetta fé almennings í ríkisskuldabréfum evrulanda. Þá var ákveðið að enginn grundvallarmunur væri á ríkisskuldabréfum neinna evruríkja. Ef illa færi þá myndu ríkjunum verða bjargað. Já bjargað, því með því að taka upp sameiginlega mynt þá létu löndin frá sér fara hornsteina fullveldis þróaðra ríkja; þ.e. þau ákváðu að láta af hendi þratuavarnavopnið og allt fullveldi sitt í peningamálum.
 
En nú eru ríkin í djúpum skít. Galdarpappír Evrópusambandsins var gallaður frá byrjun og aðeins færður fram til markaðar sem dulbúið pólitískt fyrirbæri valdasjúkrar elítustéttar Evrópu. Þega á reyndi var engin raunveruleg innistæða var fyrir þeirri fjármálastarfsemi sem stunduð hefur verið í evrulandi frá upphafi undir evru.
 
Úkoma vandamálanna í dag er háð regluverkinu um rússneska rúlletu. Þetta hefðu íslenskir þingmenn átt að vita þegar þeir köstuðu sér á kaf í elítupakkann. Ekkert getur komið í stað fullvalda þjóðríki, - nema óútreiknanlegt evrusvæði sem mun annað hvort enda sem einræðisríki - ef það á að lifa af - eða öngþveiti og upplausn á broð við upplausn Sovétríkjanna.

Eftirfarandi fyrirlestur varpar ljósi alvörunnar á hlutina; - og komið nú ekki kæru íslenksu stjórnmálamenn og segið mér að þið höfðuð minnstu hugmynd um hvað þið voruð að gera á Alþingi Íslendinga þann 16. júlí 2009. Þið voruð nógu mörg algerlega og hættulega clueless þá og eruð það enn í dag. Merihluti ykkar brást frumskyldum sínum sem Alþingismenn og mörg ykkar frömdu vísvitandi hin grófustu kosningasvik í pólitísku rússnesku rúlletuspili með framtíð íslenska lýðveldis, sem stofnað var til árið 1944 á Þingvöllum með samþykki næstum allra Íslendinga.
 
PS; Gera má ráð fyrir að forsætisráðherra Íslands skilji ekki hvað hér er sagt. Já, forsætisráðherrann sjálfur! Ég leyfi mér þó að halda í vonina. 
  
Fyrirlestur; Evrusvæðið á bjargbrúninni
Peter Boone, Simon Johnson 
 Fyrirlestur í þrem hlutum
 
 
 
1) Peter Boone
 
2) Simon Johnson 
 
3) Jacob Kirkegaard og spurningar 
 
Heimasíða; Peterson Institute
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ég segi bar eins og séra Sigvaldi her um árið,"það er eins gott að fara að  biðja Guð að hjálpa sér!!!/Kveðja Halli gamli lifeyrisþegi !!!

Haraldur Haraldsson, 7.8.2011 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband