Leita í fréttum mbl.is

Ísland hefur sagt sig úr heimi Euffe Ellemann-Jensens

Mikið er ég feginn. Síðast þegar ég asnaðist til að andmæla skrifum þessa manns var lokað á umræðuna með ritskoðunarhnappi. Eins og venjulega. Og síðast þegar ég bjó í heimi þessa manns gekk hann um heiminn þann í bláum sokkum með tuttugu og eitthvað gulum stjörnum. Og þetta er ekki einu sinni lygi. Hvernig gat þetta endað öðruvísi en táfýla. Án þessara sokka hefði maðurinn aðeins verið á gatslitnum skóm.

Tuttugu og fimm árum seinna eru sjö af tuttugu og eitthvað gulum stjörnum gamla heims þessa manns enduð sem ruslahrúga í fanginu á Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum. Þau þau þau fengu ekki lengur lán lán lán á peningamörkuðum myntsokkabandalags Evrópusambandsins, nema á okurvöxtum, hærri en bananalýðveldum bjóðast. 

Nú á að fara með AGS haldandi í höndina á sér og banka upp á hjá Gjaldþrotasjóði Evrópusambandsins, sem gjaldþrota lönd sambandsins ætla saman að borga í. Ég skal banka og þú (be)talar, verður sagt.

Nú hefur Þýskaland líka sagt sig úr heimi Euffe Ellemann-Jensens, segir hann sjálfur. Nei, en gaman! En var það ekki algerlega fyrirsjáanlegt? Ég spyr. Hver vill þá vera berfættur í slitnum skóm. Vera sokkalýðveldi án sokkaverksmiðju Þýskalands?

Eftir að Danmörk hætti að fá yfirfærslur frá sokkaverkinu þá er eins og að eitthvað hafi fölnað yfir ýmsu þar heima fyrir. Sérstaklega hafa vinsældir sokkaverksins fölnað og gult orðið frekar rauðleitt.
 
Disclaimer; höfundur, sem er (af)dalamaður í dal á Íslandi, gengur um í heimaprjónuðum ullarsokkum konunnar minnar, og er nýbúinn að panta sér sænska tréklossa úr trjám því gengi sænsku krónunnar var ekki bundið fast við staur í Þýskalandi. Þeir ganga því vel. Og stutt er í ull. Tramp tramp tramp.
 
Fyrri færsla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú er hún Snorrabúð stekkur. Jón Baldvin ekki lengur í neinni aðstöðu til að halda hurðinni opinni fyrir vin sinn EUffe.

Ragnhildur Kolka, 11.4.2011 kl. 19:34

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sé nú að markmið Jóhönnu var að bana krónunni. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum væri hún kominn á vatn og brauð til frambúðar.

Nú er að sjá hvort Uffe fær áfram sín reglubundnu standUp hjá DDRUV. Ég er hissa á að hann fengi ekki fastan skemmtiþátt, prime time á laugardögum til að flytja fagnaðarerindið.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2011 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband