Leita í fréttum mbl.is

Ísland er með lús [u]

Berlingske Tidende sunnudaginn 10. apríl 2011
 
Ríkisstjórn Íslands herjar á þjóðina eins og lús sem ógerningur er að nálgast og losna við. Þjóðin reynir að klóra sér en ekkert virðist duga til að stoppa þjáningu hennar, eins og við sáum síðast í DDRÚV málgagni lúsarinnar í gærkveldi. Smitin hafa einnig heltekið forystu Sjálfstæðisflokksins.
 
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ER ÍSLANDI SKAÐVALDUR. ÚT MEÐ HANA!
 
Í hverju málinu á fætur öðru er ríkisstjórnin opinberuð sem helsti fjandmaður þjóðarinnar, en ekki talsmaður hennar. Hún verður að fara frá. Ríkisstjórnarlaust  land væri betra en þessi verri helmingur þess versta sem stjórnmál geta boðið upp á. Ríkisstjórnin er fullkomlega umboðslaus og þjáist af dómgreindarskorti sem gerir hana óhæfa við stjórnun ríkisins. Hún er orðin þjóðhættuleg eins og ölvaður ökumaður bifreiðar er hættulegur umhverfi sínu og sjálfum sér. Og hún heldur bara áfram að bæta á sig. 

Við þurfum á aflúsun að halda. Ríkisstjórnin á að fara frá. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fá nýjan leiðtoga. Sá sitjandi er gagnslaus UHU-maður hentistefnu. Hreinsa þarf til.
 
Framsóknarflokkurinn fengi atkvæði mitt nú ef landsþing flokksins tæki sig saman og sýndi einhug í stað þess póstkassa sem til málamynda á að fara að panta úr katalógum og setja upp sér til hægðarauka svo flokkurinn geti komist hjá því að hafa skoðun í grundvallarmálum sem fylgt er eftir í verki. Út og suður, upp og niður dugar ekki lengur. Gefið stefnuljós og akið samkvæmt því. Stefnuljós gefið í báðar áttir er neyðarljós.
 
 
Uppfært; Forsætisráðherra Íslands í nokkrum erlendum fjölmiðlum
 
======
Johanna Sigurdardottir said the results were disappointing but she would try to prevent political and economic chaos ensuing. She said the repayment dispute would now be settled by a European trade court—which could impose harsher terms on Iceland than those rejected in Saturday's vote | Wall Street Journal
 
======
Prime Minister Johanna Sigurdardottir called the results disappointing.  She has said a "no" vote would result in political and economic chaos | Voice of America
 
======
The Icelandic Prime Minister Johanna Sigurdardottir has predicted "political and economic chaos as a result of this outcome", but did not say if the government would resign | Sky News
 
======
Johanna Sigurdardottir, Iceland's Prime Minister, said the rejection meant "the worst option was chosen" and had split the country in two | BBC
 
======
“This matter will now be settled in the European Free Trade Association’s court,” Prime Minister Johanna Sigurdardottir said in comments broadcast by RUV, immediately after the first results were published | Bloomberg
 
======
The worst option was chosen. The vote has split the nation in two,” Jóhanna Sigurdardóttir, prime minister, told state television, saying it was fairly clear the “no” side had won. [. . ] The prime minister, who had predicted a No vote would cause economic uncertainty for at least a year or two, did not say whether the government planned to resign | Financial Times
 
 
Um það bil 1000 aðrir fréttamiðlar vitna í orð forsætisráðherra Íslands.  
 
 
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ER
handlangari Evrópusambandsins á Íslandi
 

 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki kominn tími á að við setjum okkar eigin ríkistjórn í herkví fyrir hryðjuverk?

Nú velta þau um millidekkið eins og lausar fallbyssur í stórsjó og kremja málstað okkar hægri vinstri til að treysta það að hrakspár þeirra fyrir kosningar standi. 

Það verður að koma böndum á þessa vitfirringa.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2011 kl. 21:19

2 identicon

O tha nad ad eiga.......Johonnu :(

Anna Gretarsdottir (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 21:22

3 Smámynd: Dagný

Betra er autt rúm en illa skipað!

Dagný, 11.4.2011 kl. 00:04

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Það land þarf ekki óvini sem á slíka vini sem þau eru Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Þvílíkar yfirlýsingar eins og þau bæði gefa gegn eigin þjóð í erlendum fjölmiðlum hefðu einhversstaðar verið taldar mjög "óamerískar" eða "andsovéskar"og líklega varðað þar við lög.

Halldór Jónsson, 11.4.2011 kl. 07:22

6 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Mega þau skötuhjú þakka sínu sæla fyrir ef að þau verða egi sótt til saka fyrir gjörðir sínar og þá það fyrir kunnum Landsdómi.

Óskar Guðmundsson, 11.4.2011 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband